Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 28

Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 28
Þannig lítur lygi út %íir CHART NO.5009 COUNTERINTELLIGENCE AND SECURITY II Jafnvel minnsta hvit lygi finnst á röddinni og nálin i sannleiks tækinu hoppar og hristist. HÆGT er að setja mikla lygi á blað. En raunveruleg lygi litur þannig út: Eftir rúðustrikuðu blaði liggur lárétt, bein lina, sem skyndilega breytist i óreglulega sikk- sakk linu, sem stekkur upp og siðan niður aftur. Þar kemur lygin i ljós og það er engin lygi. Til að reyna þetta kerfi, þarf tilrauna- manneskju, sem hefur lag á að hagræða sannleikanum, og tæki, sem heitir „sál- streituvarpi” eða eitthvað i þá áttina. Þetta er ekki það sama og sá gamli, góði lygamælir, heldur mjög endurbætt útgáfa af honum. Nú þarf aðeins að leika af segulbandi rödd tilraunamanneskjunnar. Á sama andartaki og hún segir ósatt, hoppar og dansar nálin á ritanum og flett- ir þar með ofan af lyginni. Með öðrum orðum: tilraunamanneskjan hefur ekki hugmynd um, hvenær tilraunin er gerð. A sýnishorninu sézt hvernig linan er lá- rétt og bein á meðan sagt er satt. En um leið og tilraunamanneskjan vogar sér út af vegi sannleikans, fer nálin að hoppa og hristast vegna streituspennu viðkomandi. Tækið er svo nákvæmt, að það veröur jafnvel vart minnstu breytinga, til dæmis ef tilraunamanneskjan dregur spil úr stokk og segir hafa dregið annan lit en hún fékk. — Það er algjörlega ómögulegt fyrir fólk að stjórna þessari spennu, segir Phil Hicks,sem er sérfræðingur á þessu sviði. — Þessi aðferð er traustari og nákvæmari en venjulegur lygamælir. AUir þræðirnir, leiðslumar og rafeindaskautin, sem eru tengd lygamælinum, gera viðkomandi manneskju óstyrka fyrirfram en með þessu nýja tæki, þarf viðkomandi ekki einu sinni að vita, að verið sé að prófa hana. En ef segulband með rödd manneskjunnar er leikið i vélinni, nemur hún þegar hverja breytingu á sálarspennu viðkomandi. En þessi sannleikavél getur lika sagt ósatt. Það getur til dæmis komið fyrir, að karl segir konu sinni, að hann komi seint heim, vegna eftirvinnu. Hann virðist óstyrkur, þótt þetta með eftirvinnuna sé satt. Hann kviðir aðeins undirtektum kon- unnar. Undir þessum kringumstæðum lýgur tækið. Þess vegna er háþróuð og þaulreynd 28

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.