Heimilistíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 32
Marco Polo Kublai Khan Ferðir AAarco Polo Hinn frægi feneyski ferðalangur, sem lifði á árunum 1254 til 1324, skrifaði eina af mestu bókum allra tima. Nafn hennar var Hka eitt það lengsta, sem verið hefur á bók, en þar er á ensku „The book of Marco Polo, Citizen of Venice, Called Million, Where in is Recounted the Wonders of the World.” 1 bókinni lýsir Marco Polo ferð sinni um hálfan hnöttinn frá Feneyjum til Kina og aftur til baka og reynslu sinni i riki Mongólakeisarans mikla, Kublai Khan. Polo varð fyrstur manna til að upplýsa vestræna menn um Kinaveldi og fyrstur til að lýsa daglegu lifi keisaranna. Um hundruð ára hafa nemendur i skólum rannsakað mismunandi útgáfur bókar- innar, en hún varð ekki almennt Jesin fyrr en á 19. öld. Siðan þá hefur hún verið þýdd á mörg tungumál. Faðir Marcos Polo og frændi höfðu þeg- ar heimsótt Kublai Khan, sem bað þá að koma til Kina aftur og taka með sér nem- endur og kennara. 1 árslok 1271 fóru þeir, ásamt tveimur nemendum og Marco áleiðis austur. 1 upphafi ferðar þeirra. , ákváðu nem- endurnir að snúa aftur og létu þremenningana um að halda áfram. Þeir fóru gegn um Bagdad og þaðan til Persa- flóa, gegn um Afghanistan og til Kina yfir Pamir-fjöll, Iashgar, Yarkand, Khotan og Góbi-eyðimörkina. Ferðin tók þá um það bil þrjú ár og engir aðrir Evrópumenn fóru slika ferð næstu 600 árin. Kublai Khan tók á mót þeim i Shangtu og réð Marco við hirð sina og gerði hann siöar að fulltrúa. Næstu 17 árin starfaði Marco fyrir keisarann, og lærði kin- versku. Hann þurfti að ferðast talsvert á vegum hans og fór meöal annars til Burma, Indókina og sennilega Indlands, auk þess sem hann fór um allt Kinaveldi. Keisarinn vildi ekki lofa þremenning- unum aðfara fyrr en 1292, þegar þeir fóru sjóleiöina heim og komu til Feneyja 1295 með mikil auðæfi. Arið 1298 handtóku Genuamenn Marco Polo i sjóorrustu og meðan hann var i fangelsi, hitti hann rithöfund að nafni Rusticano de Pisa. Marco sagði manni þessum sögu sina og Rusticano skrifaði hana niður. Fyrsta frásögn landkönnuðar haföi verið skrifuð. 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.