Heimilistíminn - 03.04.1975, Qupperneq 35
nú kom ég bara við afturendann á honum.
Nicholas heyrði Gaybrielle grípa andann á lofti
°g notaði tækifærið til að neita ásökuninni. — Þér
eruð lygari, svaraði hann kuldalega og ákveðið.
— Hann himdi yfir stýrinu eins og
kappaskturshetja, hélt hinn áfram. — Heldur víst
að hann sé einhver Stirling Moss.
— Ég verð að óska yður til hamingj u með sjónina,
sagði Nick. — Fyrst þér gátuð séð allt i kvöld-
myrkrinu, gat ég varla hafa verið á yfir hundrað.
— Þau sátu og drukku á Toby Jug. Ég þekkti bæði
hann og stelpuna aftur, um leið og ég sá þau.
— Er það rétt? Voruð þið á Toby Jug í kvöld?
— Já, við borðuðum þar, en ég var ekki drukkinn.
— O, hann hafði fengið sér nokkra sjússa. Ég sá,
þegar hann gekk út og settist fram í. Hún kom á
eftir. Þau höfðu bæði verið að drekka, já og.....
Bílstjórinn æpti upp, þegar Nick lét undan löngun
sinni til að rétta honumhnefann í andlitið. Blóð og
formælingar streymdu út, þegar risinn reif sig
lausan frá lögreglumanninu.
— Þetta er yður ekki til málsbóta maður minn.
Lögreglumaðurinn hélt risanum frá, þangað til að-
stoðarmaður hans kom til aðstoðar. — Þér verðið að
koma strax á stöðina. Læknirinn þar athugar yður,
meðan þér gefið skýrslu.
— Sá er góður. Ég gæti kært hann fyrir árás og
allt, sagði flutningabílsjórinn ákafur.
— Við sjáum um þetta. Lögreglumaðurinn hélt
opnum bíldyrunum. — Ef þér og ungfrúin viljið
koma með. Við sjáum um að færa bílinn.
— Þarf að draga frú Allen inn í þetta? Má ekki
aka henni heim?
— Er það ekki hún, sem á bílinn?
Jú, það er veski í hanzkahólf inu og pappírarnir
og ökuskírteinið eru þar, svaraði Gaybrielle.
— Gott frú. Roberts tekur það að sér.
Læknirinn beið þeirra, þegar þau komu á stöðina.
Nicholas var þegar vísað inn i uppljómað herbergi
og þótt læknirinn ætti fyrst og fremst að annast
meiðslin, var honum vel Ijóst hver ástæðan var fyr-
ir því að hann var hingað kominn. Nicholas sagði
ekkert meðan verið var að taka blóðpruf u og horfði
á lækninn meðan hann athugaði gögn sín. Síðan batt
hann um sárið. — Þetta er líklega dálitið sagði
hann.
— Já, en það er víst ekki við öðru að búast.
— Hm. Þetta er Ijótt. Á ég ekki að hringja á
sjúkrahúsið?
— Ég tala við minn eigin lækni.
— Eins og þér viljið. Býr hann í grennd við yður?
— Já, Maitland. Virginia Water.
Læknirinn setti upp blíðari svip.— Ég þekki hann.
Ágætis maður. Við leikum golf saman öðru hverju.
— Búinn, læknir? Lögregluþjónninn stakk höfðinu
inn fyrir.
— Já, þið fáið skýrsluna á morgun.
— Með tilliti til f ullyrðinga bílstjórans, má ég þá
spyrja um niðurstöðurnar af blóðprufunni?
— Hún er neikvæð. Ég skal gera nákvæma
skýrslu fyrir lögreglustjórann. Lögregluþjónninn
rórillaði á hælunum og leit á lækninn. — Það er lið-
inn góður tími síðan hann fór f rá Toby Jug.
— Ekki nógu langur til að of mikil áfengisáhrif
væru horfin, svaraði læknirinn.
— Er þetta matsatriði, læknir?
— Ég hef þegar sagt yður allt, sem ég get. Áfengis-
magnið í blóði þessa manns er langt fyrir neðan það
sem leyf ilegt er. Læknirinn lokaði tösku sinni og tók
upp pípuna. — Ef þið ætlið að krafa ákæru, verðið
þið að bíða eftir skýrslu minni.
Lögregluþjónninn dró enga dul á að þetta var
honum á móti skapi og sneri sér að Nicholas. — Ég
er á móti fólki, sem ekur ölvað.
— Það gerir enginn af okkur, góði minn. Læknir-
inn kveikti í pípunni.
— Mér skilst að hann hafi slegið bílstjórann.
— Það stendur heima. Hann móðgaði f rú Allen og
dónaskapurinn kostaði hann nokkrar tennur.
Nicholas stóð upp. — Ef þessu er lokið núna, vil ég
fara heim. Ef hægt að fá bíl? Það er sennilega of
framorðið til að fá leigubíl hér úti?
— Býr frú Allen i.... Lögregluþjónninn leit i vasa-
bók sína.... í Virginia Water líka?
— Nei, sagði Nicholas. — Hún býr við
Knightsbridge, en dvelur á heimili mínu um helgina
með níu ára dóttur sína.
Lögregluþjónnin leit á hann. — Ég skil.
— Það held ég ekki, en sleppum því núna.
— Jæja, ég skal fá einhvern til að aka ykkur heim.
Þið megið búast við manni f rá okkur á morgun.
— Það sagði mér félagi þinn áðan. En þið getið
sofið alveg rólegir, ég sting ekki af. Hann fór i
jakkann og fylgdi lækninum inn á skrifstofuna. —
Ég vona að frú Allen hafi ekki verið mikið yfir-
heyrð. Hún hefur orðið fyrir miklu á einum degi.
— Það var ekki nauðsynlegt, sagði lögreglu-
maðurinn. -^Hún er ekki viðriðin þetta nema sem
eigandi bilsins. Auk þess getur hún borið vitni, ef til
réttarhaldakemur.Hann skaut hökunni fram: — Ég
ræð yður til að skýra lögfræðingi yðar frá öllum
atriðum slyssins.... í öryggisskyni, skiljið þér?
35