Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 17.07.1975, Qupperneq 5

Heimilistíminn - 17.07.1975, Qupperneq 5
A þessum stað, langt inni i frumskóginum voru fyrir fáum árum þrjár manneksjum i leirkofa. Nú eru þar Brasilia, hin nýja gier- °g steinsteypuhöfuöborg Brasiliu. v*nghafi, og þarna fannst nýlega bjalla á stærð vi6 mús. Hundruð þúsunda skordýra gera manni 'f'ð leitt og i fljótinu eru um 1.800 tegund- fiska. Það eru aðeins 150 til i Evrópu. ^eir skelfilegustu eru rafmagnsállinn og ninn gráðugi prianha-fiskur. Falli maður ýfir borð af eintrjáningi, sjá piranha- nskarnir um, að hann veröur aðeins neinagrind eHir nokkrar minútur. Fljótiö er 450 km breitt í stuttu máli sagt er Amazonia, það svæði, sem afmarkast af Amazon-fljóti og nliðarám þess, sem eru um 1.100 talsins. netta er stærsta vatnakerfi heims, og i þvi er fimmti hluti alls ferskvatns i heimin- um. Svo umfangsmikið er þetta svæði, að Brasiliumenn kalla það O RIO Mar-fljóta- nafið. Þegar siglt er á miðju fljótinu, sést ekki til lands. Við ósana Atlantshafsmeg- *n er fljótið orðið svo breitt, að þar er eýja, sem er stærri en Sviss. Á einni klukkustund renna þarna 300 milljarðar 'tra af vatni út i hafið og það af sliku afli, sjómenn geta drukkið sjóinn 160 km á naf út. Vatnið er þá enn ferskt. En hafið tekur á móti. Sjávarfalla gætir v'ö Obidos, um 1.000 km upp með fljótinu. Elutningaskip frá Evrópu sigla allt upp til ‘quitos i Perú, sem er álika vegalengd og trá Esbjerg til New York. Þar er Amazon- ’ljótið enn nægilega djúpt til að flæða yfir 10 hæða hús og þar lifa sjávardýr eins og hákarlar sækýr og höfrungar. Á regn- 'tnanum hækkar yfirborð fljótsins um 20 ooetra og flæðir yfir landsvæði á stærð við imlland. A nokkrum stöðum eru þá um 450 km milli bakkanna. 3°0 Þúsund Idníánar létu lifið Myrkviðir Amazoniu hafa fram til Pessa verið heimkynni frumstæðra udiánakynflokka. A stöku stað við stærri ’harárnar hafa myndazt litil þorp, en inn i myrkviðinn sjálfan hafa ekki aðrir vogað sér en gúmmitapparar, skinna- veiðimenn og gullgrafarar. Bærinn Manaos er undantekning. Þar varð höfuðborg gúmmiævintýrisins, en það hófst 1823, þegar Charles Macintosh fann upp regnfrakkann. Mörgum árum siðar var þörf á gúmmii i bildekk. Heim- urinn hrópaði á gúmmi og i þá tið var það hvergi að finna nema i Amazoniu. Sam- vizkulausir menn gerðu Indiánana að þrælum sinum til aö útvega þetta dýr- mæta efni. Þeir voru svo þjakaðir af vinnu, að á nokkrum áratugum dóu 300 þúsund þeirra. Sjálfir nutu gimmigreifarnir lifsins i Manaos og veltu sér upp úr peningum. Bærinn varð hinn fyrsti i S-Ameriku, sem fékk rafljós og sporvagna. Það liggja eng- ir vegir til Manaos, en skip fluttu mar- mara frá Evrópu, 1600 km leið upp Ama- zon-fljót, til að byggja úr óperuhöll, sem likja má við óperuna i Paris. Þarna dans- aði hin rússneska Anna Pavova fyrir 250 þúsund krónur á kvöldi og Sarah Bernd- ardt skemmti iöjuleysingjum með apana skrækjandi i fárra km fjarlægð. Arið 1912 sprakk gúmmiblaðran og Mörg skrýtin og hættuleg dýr búa I frum- skóginum. Þessi api er meinlausasta grey. Amazonia lagðist aftur i dvala, sem hún er núna fyrst að vakna af. Nú liggja nýir vegir inn i frumskóginn, risatré falla til jarðar og leggja til ljósaorku og rúm fyrir flugbrautir. Hrásteypa verður að verk- smiðjum og brúm. Bændur brenna ruslið af jarðveginum og sá júta og hrisgrjón- um. Visindmenn, verkfræðingar, læknar og hjúkrunarkonur sækja fram, vopnuð jarðýtum og sprautum. Amazonia er ekki aðeins landbúnaðar- land framtiðarinnar. Jaðfræðingar hafa fundið þarna svo marga verðmæta málma, að þeir standa næstum á öndinni. I fyrra uppgötvaðist þarna járnlag, sem nægir þörf alls heimsins næstu 300 árin. Meðfram mörgum hliðaránum eru heilu dyngjurnar af demöntúm og gulli. Vandinn er ekki i þvi fólginn að koma og sækja það, heldur að sleppa lifandi burtu með það. Fljótaræningjar hafa sérhæft sig i að ræna þá, sem hafa heppnina meö sér. Það er engu likara en náttúran hafi ver- iðduttlungafull, breitt út risastóran græn- an kökubotn, smurt hverju málmlaginu á fætur öðru ofan á, siðan öllum tegundum ávaxta og látið mannkynið siöan hafa brúðuskeiðar til að borða þetta með. Hreppar á stærð viö England En menn þeir, sem skipuleggja framtið Amazóniu, hugsa stórt. Forseti Brasiliu, Juscelino Kubitschek,var sá fyrsti. Hann sá,að ef landsmenn hans ættu að koma sér áfram, yrðu þeir að hætta að righalda sér við strandhéruðin og stara dreymandi út á hafið. Þeir yrðu að halda vestur á bóg- inn, inn i landið, þvi þar væri framtiðina að finna. A fjórum árum reisti hann þvi nýju höfuðborgina, Brasiliu, 960 km inni i frumskóginum, og þar sem árið 1956 bjuggu aðeins 3 manneskjur i leirkofa, er ný skýjakljúfaborg úr gleri og stein- steypu með 250 þús. ibúa. Borgin er lik- 5

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.