Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 18
hann þetta allt fast með kaðli.
Tröllið sat bara og horfði á,
stórum augum. Nú var þetta
ekkert sárt lengur. Það dæsti
ánægjulega, ánægt yfir, að
þetta var allt um garð gengið.
— Þú skalt hafa þetta i
nokkra daga, þangað til táin
er orðin alveg góð aftur, sagði
Pétur. Hann stóð upp og horfði
á umbúðirnar, ánægður með
verk sitt sem tröllalæknir.
— Þakka þér kærlega fyrir,
litla mannabarn, sagði tröllið.
— Nú skaltu koma með mér
upp i Kvarnarfjall til að fá
laun þin.
Tröllið haltraði á undan upp
i tröllabústaðinn i Kvarnar-
íjalli og Pétur kom á eftir á
Blakki. Stóru dyrnar voru
lokaðar, en það var ekki erfitt
fyrir tröllið að færa steininn.
Þegar þeir gengu inn, trúði
Pétur ekki sinum eigin aug-
um. Þarna var stærðar salur,
fullur af gulli og perlum, silfri
og demöntum. Allt ljómaði og
glitraði, þannig að honum
varð næstum illt i augunum.
Pétur gleymdi næstum að
anda , hann varð svo hissa.
Ilverjum gat dottið i hug, að
svona væri um að litast inni í
Kvarnarfjalli?
— Gjörðu svo vel, sagði
tröllið og veifaði handleggjun-
um i kringum sig. — Taktu
bara af þessu. Hér er svo mik-
ið, að ég þarf ekki að nota það.
Mér þykir svo vænt urn, að þú
hjálpaðir mér.
Pétur hlóð á Blakk öllu því,
sem hann gat borið. Siðan
þakkaði hann tröllinu og
sagöi, að ef það þarfnaðist
hjálpar aftur, léti það bara
vita.
— Ó, það verður langt
þangað til ég fer út aftur,
sagði tröllið. — Það er heilt
tröllaár þangað til, og það er
eins og hundrað mannaár.
Tröllið stóð og veifaði á eftir
Pétri, en ýtti siðan fjalldyrun-
18
um aftur á sinn stað. Glaður
og ánægður reið Pétur af stað
til að sækja föður sinn við
Löngutjörn. Nú þegar heimilið
var orðið auðugt, skyldi þau
halda mikla veizlu heima.
HVAÐ VEIZTU
X. Eftir hvern er Anna Kerenina?
2. Hvaöa tvær borgir voru sameinaöar
I eina yfir Dóná?
3. Hvaöa reikistjarna hefur Triton fyr-
ir fylgihnött?
4. Á hvaöa trjátegund lifa siikiormar
eingöngu?
5. í hvaöa landi er stjörnuathugunar-
stööin Jodrell Bank?
6. Af hvaöa jurt kemur ópiumiö?
7. Hver var kölluö sænski næturgal-
inn?
8. 1 hvaöa landi er Kuala Lumpur
höfuöborg? '
9. Eftir hvern er Júpiter-sinfónlan?
10. Hvaöa lfkjör heitir nafni hollenzkr-
ar eyjar?
Hugsaöu þig vandiega i-m — en svörin
er aö finna á bls. 39.
*
Háriö er forgarður andlitsins.
Það sem er eldrautt á kvöldin, er
venjulega bara bleikt á morgnana.
A
Konur eru aldrei meira sannfærandi
en þegar þær vita, að þær hafa á röngu
aö standa.
Þótt þú trúir ekki þvi sem þú heyrir,
geturðu þó alltaf sagt öörum þaö.
tslenzka sumarveðráttan hefur
breytzt úr breytilegri i slæma.
List er sú mannleg lygi, sem kemst
næst sannleikanum.
4
Hanglátasti friöur er alltaf betri en
réttlátt strið.
'Ó
Aður gátu konur búiö til mat eins og
mamma. Nú geta þærdrukkið áfengi
eins og pabbi.
4
Gleði I einrúmi er aðeins hálf gleöi, en
sorg i einrúmi er tvöföld sorg.
Skilyröi fyrir lifshamingju er að hafa
alltaf eitthvaö aö gera, einhvern að
elska og eitthvaö aö vonast eftir.