Heimilistíminn - 17.07.1975, Page 32

Heimilistíminn - 17.07.1975, Page 32
Kötturinn bjargaði lífi húsbónda síns Enginn nema Pétur vissi, að húsbóndi hans ló í yfirliði og þegar illa gekk að vekja matmóðurina, varð hann að taka til sinna róða.................. ÞAÐ var mollulegt júlikvöld árið 1972. öldruðu hjónin Helma og Heinrich God- eke i Augsburg i Þýzkalandi voru að fara i háttinn. Frú Godeke var komin upp i rúm- ið, en maður hennar ætlaði að horfa á fréttirnar i sjónvarpinu. Helma lá i rúminu og skömmu siðar stóð Heinrich upp og skjögraði — hann var slæmur i fótum — fram i eldhúsið til að fá sér súrmjólkurglas áður en hann færi upp i. Kötturinn Pétur, stór, brönd- óttur högnielti hann fram. Hann beið eftir einhverjum góðum bita, sem hann var vanur að fá á kvöldin, pylsubita, lifrar- kæfu eða annað. — Komdu nú Pétur, sagöi Heinrich. —■ Förum i rúmið. Pétur gekk hljóðlausum fótum inn i svefnherbergið, þar sem hann átti körf- una sina við hliðina á hjónarúminu. Helma var þegar sofnuð. Heinrich þurfti að skreppa á salernið, en áður en hann komst þangað, fór honum að liða illa. Siðar sagði hann, hvernig þetta var: — Mig fór allt i einu að svima, og höfuðið á mér varð eins og brennheitt. Ég heyrði hringingar i eyrunum og hjart- að eins og brann i brjósti mér. Ég var óskaplega hræddur, þvi ég er slæmur fyrir hjarta. Ég hélt, að ég væri að deyja og reyndi að kalla á hjálp. en það kom ekkerthljóðyfir varir minar. Svo leið yfir mig. Þegar ég kom til sjálfs min, heldur hann áfram — var Pétur yfir mér. Hann þefaði af mér og ýldi ámátlega milli þess sem hann ýtti við mér með trýninu. En ég gat ekki hreyft mig, ekki talað og sárs- aukinn i brjóstholinu var hræðilegur. Svo fór Pétur inn i svefnherbergið. Helma heldur áfram með söguna: 39 Kötturinn vakti með mig með svo ámát- legu og langdregnu mjálmi, að ég hef aldrei heyrt annað eins i ketti. Hann stóð ofan á sænginni minni. Hvað gengur að skepnunni? hugsaði ég og ýtti honum niður á gólfið og ætlaði að sofna aftur. En Pétur lét sig ekki. Eins og örskot stökk hann upp i aftur, setti framlappirnar á hringuna á mér og ýtti vel á. Þá reiddist Helma. — Farðu niður, skömmin þin! hrópaði hún. — Heinrich komdu i rúmið og gerðu eitthvað fyrir köttinn. Hann lætur eins og ég veit ekki hvað..... Svo sneri hún sér til veggjar, fastákveðin i að sofna. En Pétur vildi ekki hætta. Hann nánast öskraði og þegar Helma reis snöggt upp, stökk hann beint framan i hana. Hann hjó hárbeittri kló i nef hennar og leit út eins og argasta villidýr með feldinn risandi i allar áttir. — Ég hélt, að hann væri orðinn geðbil- aður, sagði Helma. — En þá varð ég alvarlega hrædd. Heinrich var ekki kom- inn enn. svo ég fór fram úr, en fann hann hvorki í stofunni né eldhúsinu. Pétur elti mig og strauk sér upp að fótleggjum min- um og kveinaði næstum eins og litið barn. Siðan gekk hann að salernisdyrunum og leit alltaf um öxl á mig, svo ég elti. Þar fann ég Heinrich. Helma þaut i simann og tiu minútum siðar var læknirinn kominn. — Hjarta- áfall, sagði hann. — Þetta er alvarlegt og hann verður að fara á sjúkrahús eins fljótt og hægt er.... Lifi Heinrichs varð bjargað. — Það er Pétri að þakka, segir hann. — Hefði hann ekki vakið Helmu, þetta kvöld, er ég viss um að ég hefði dáið. Nú er Pétur eftirlætisköttur alls bæjar- ins og það bezta er varla nógu gott handa honum. — Ég skil bara ekki, hvernig hann gat klórað þig i andlitið, sagði Heinrich við konu sina. — Það var ólikt honum. Láttu ekki svona, svaraði Helma. — Þetta klór bjargaði lifi þinu. Hann varð einhvernveginn að hræða mig á fætur.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.