Heimilistíminn - 29.01.1976, Side 4

Heimilistíminn - 29.01.1976, Side 4
Gdtan um syndaflóðið — 3 Var örkin hans Nóa geimskip? Hér koma fram ýmsar furðulegar kenningar um syndaflóðið — Var það á AAars en ekki jörðinni? — Bjargaðist líf þaðan til jarðar? — Féll risaloftsteinn á jörðina? — Jafnvel eskimóar kunna fornar sögur um syndaflóð Nói.... örkin... syndaflóðið.... Gefur sögnin okkur rétta mynd af þessum at- burði úr fortfðinni? Biblian segirfrá miklu flóði, sem átti að hafa tekið um alla jörðina og yfirborð hafsins stigið yfir hæstu fjallatinda. En enn hafa ekki fundizt nein landfræðilega merki um slikar náttúruhamfarir á jörð- inni. örkin...hvers konar undarlegur far- kostur var hún eiginlega? Hún bjargaði nokkrum manneskjum og öllum þessum dýrategundum frá útrýmingu. Hvernig var hægt að hafast þar við á ferð, sem sögð er hafa tekið fimm mánuði? Er sagan um syndaflóðið túlkuð af og handa fólki,sem lifði fyrir þúsund árum? Fólk, sem hélt að jörðin væri flöt og mið- depill alheimsins? Ferðalag Nóa með örkinni — var það björgunarleiðangur, sem kom fleirum við en okkur hérna á jörðinni? Bretinn Brins- ley Le Poer Trench hefur sett fram furðu- lega kenningu: Flóðið mikla hefur ekki átt sér stað á jörðinni, heldur á Mars. Samkvæmt kenn- ingu Trench á mjög háþróuð menning að hafa liðið þar undir lok. Fáeinum manneskjum og nokkrum völdum dýrum var bjargað af hinni dæmdu stjörnu. örkina segir Trench hafa verið geysi- stórt geimfar, smiðað af hámenntuðum tæknifræðingum i þeim tilgangi að flytja lif frá Mars til jarðar. Hin fimm mánaða langa ferð, sem Nói fór samkvæmt sögninni ásamt dýrum og fólki, á i rauninni að hafa verið geimferð, björgunarleiðangur frá Mars til jarðar- innar, sem i þann tið var óbyggð. Trench heldur þvi sem sé fram, að þannig hafi mannlifið hafizt á jörðinni. Forfeður okk- ar voru þá eftir þvi að dæma Marsbúar. 4 Minningin um þetta stórkostlega ferða- lag lifði siðan frá kynslóð til kynslóðar. Marsbúarnir, sem komnir voru hingað til auðrar jarðarinnar urðu að byrja frá byrjun á öllum hlutum. Þeir höfnuðu við frumstæð skilyrði og menning þeirra gleymdist afkomendunum. Isögnum varð jörðin staðurinn þar sem flóðið mikla varð og geimfarið varð að örk, smiðaðri úr tré og rak um mikil úthöf. Ekki alveg útilokað bað fyrsta sem hvarflar að manni er að varpa þessari kenningu Bretans fyrir róða, sem allsendis óhugsandi. Það sem einkum mælir gegn henni er að Mars er þekktur sem gjörsamlega uppþornaður heimur. öll stjarnan er þurrari en nokkur eyðimörk hér á jörðinni og þar er ekki minnsti vottur raka. Auk þess er andrúmsloftið á Mars svo þunnt, að vatn getur ekki verið i fljótandi formi á yfirborði stjörnunnar. ts finnst á skautunum, en i sumarhitunum ummynd- ast hann igufu. Hvernig er þá mögulegt, að þarna hafi orðið stórflóð? En allt þetta er Marseins og stjarnan er nú. betta hefurkomið iljóseftir itarlegar athuganir með geimförum undanfarin ár. Og þar hefur einnig komið i ljós, að fyrir ekki mörgum þúsundum ára munu öll skilyrði á Mars hafa verið gjörólik þvi sem nU er. Bandariska rannsóknargeimfariö Mariner 9, sem árið 1972 útvegaði okkur kort af öllum Mars með þúsundum ljós- mynda, sendi einnig loftskeyti til jarðar. A nokkrum myndanna sáust fyrirbæri, sem helzt litu út fyrir að vera þurrir ár- farvegir og mörg hundruð kilómetra langar gjár, sem virtust hafa verið fullar af vatni einhverntima i fyrndinni. En merkilegasta uppgötvunin var gerð, þegar sérfræðingar fóru að rannsaka myndir, sem teknar voru af hæsta fjalli á Mars, risaeldfjallinu Nix Olympica, sem gnæfir hvorki meira né minna en 25 kiló- metra upp yfir landið i kring. Við fjalls- ræturnar eru lóðréttir klettaveggir, rétt eins og þeir hafi verið meitlaðir af öldum hafsins um milljónir ára. Samskonar myndanir er að finna á Hawaii-eyjum. Margir sérfræðingar eru nú sannfærðir um að Mars hafi verið þakinn vatni að miklum hluta fyrir þúsundum ára. Að þvi marki er sem sagt kenning Trench ekki óhugsandi. Annað, sem getur virzt undar- legt, þótt það geti vel verið tilviljun. er að ferðalag Nóa i örkinni er sagt hafa tekið fimm mánuði. Það er nákvæmlega jafn- langur timi og ferö milli jarðar og Mars mundi taka nú á timum þegar afstaða beggja stjarnanna er heppileg. Hrapaði tungl? NU er spurningin: Hvað getur hafa valdið þvi að slikt flóð varð á Mars? Ef til vill hrapaði tungl, eða griðarlegur loft- steinn lenti á stjörnunni. Mars hefur tvö litil tungl, Fobos og Dei- mos. Fobos er á braut mjög nálægt Mars og samkvæmt Utreikningum, sem vis- indamenn hafa gert, þrengist brautin stöðugt. Allt útlit er fyrir að Fóbos muni snerta yfirborð Mars eftir um það bil 100 milljónir ára. Husanlegt er að slikar hamfarir hafi orðið áður á Mars. Ef til vill hefur álika steinmoli og Fobos skollið á Mars i þann tið sem yfirborð stjörnunnar var að miklu leyti haf. bað gæti hafa komið af stað flóði, sem tók um alla stjörnuna. Auk þess: Sumir stjörnufræðingar hafa bent á að slik ógnun hlyti að hafa verið séð

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.