Heimilistíminn - 29.01.1976, Page 7

Heimilistíminn - 29.01.1976, Page 7
Meinsemd — Hvernig yrði þér við, ef ég segði þér, að ég hefði fallið fyrir annarri — afskaplega aðlaðandi stúlku? Hann horfði fast á hárin á handlegg sér, eins og þetta væri i fyrsta sinn, sem hann tæki eftir þeim. Þögnin i stofunni var djúp, en úti fyrir niðandi umferðin og einhvers staðar fór bill i gang með svo miklum hávaða, að halda mætti, að hann ætlaði til tunglsins. Liljurnar, sem hún hafði sett i vasa um morguninn, voru þegar farnar að fella krónublöðin og þau lágu hálfvisin á gljá- andi mahonyborðinu. Sitrónusneiðin i drykknum hennar var skyndilega graf- kyrr og hún stakk nálinni i útsauminn, sem hún hélt á. Hún hafði sett sér það mark, að sauma áklæði á sex stóla og ennþá var hún aðeins með númer tvö. — Ég mundi liklega reyna að verða enn meira aðlaðandi, sagði hún og bar út- sauminn fast upp að augunum, eins og hún væri nærsýn og hárið féll eins og mjúkt tjald niður vangana og huldi fölvann, sem kom á andlitiö. — Ég er að tala i fullri alvöru, sagði hann. — Hver er hún? — Daphne. — Daphne. Hann endurtók nafnið, eins og hann væri að leggja sjálfan Koh-ni-noor-gimsteininn að fótum hennar. Glitrandi eins og gimsteinn, hörð eins og demantur, auðvitað, það hlaut að vera hún. Þögnin umvafði þau. Hún hafði þrætt rangan lit á nálina og nú lauk hún úr glasinu i einum teyg. Þögnin var að verða og þung og næstum ógnandi. — Hvað ætlarðu að gera? spurði hún að baki ljósa hárinu, sem hún var þakklát fyrir núna. — Ég var að hugsa um að fara með henni burt i hálft ár. Hann var búinn að búa sig vandlega undir það, sem hann ætlaði að segja. Orðin streymdu út úr honum án minnsta hiks. — Ég vildi gjarnan reyna það, áður en við ákveðum nokkuð. Það væri réttlátast gagnvart þér, já okkur öll- um þremur. Finnst þér ekki að við ættum að reyna að taka þessu eins og skynsamt fólk? Ilólega og án æsings. Daphne er alveg sammála, ef þú samþykkir þetta. Hún leit á úrið og andlitið var gjörsam- lega sviplaust. — Maturinn er til, sagði hún og röddin var jafn róleg óg hjá skurðlækni að störfum. — Það væri synd AAaðurinn hennar hafði fundið sér aðra konu og ætlaði burt með hana — Hvað gerir eiginkona við slíkar aðstæður? að láta hann eyðileggjast. Þegar hún stóð upp, i'éll háriö i réttar skorður og hékk sitt og slétt um andlitið. — Það er soufflé. — Soufflé, hugsaði hann. Já, auðvitað. Einmitt i kvöld, Soufflé! Þau þögöu meðan þau borðuðu og spennan milli þeirra var jafn mikil og milli tveggja linudansara. Hann fyllti sitt glas aftur af isvatni - og gleymdi i annað sinn að geía henni lika. ltún staflaði öllu, meira að segja silfur- hnifapörunum i uppvþottavélina og bar kalfið til hans inn i stofuna. — Jæja sagöi hann skyndilega, eins og hann væri að spyrja hana hvort hún hefði sett blásýru i kaffið — Jæja? Hún hellti i bollana, setti sykur og rjóma út i og réui honum hans bolla. — Jæja, hvað? spurði hún, eins og hann hefði ekki sagt neitt sem máli skipti allan daginn. — Samþykkirðu, að ég fari með Daphne burt i hálft ár? Ef allt gengur vel, þá get- um við skilið. Já, ég veit vel, að þetta er mesta flækja og skelfing óþægilegt fyrir þig — mér liður illa vegna þessa, já mér liður illa — en viðhöfum farið mjög leynt með þetta og munum gera áfram. Þú get- ur bara sagt fólki að ég sé erlendis um tima — fólk trúir hverju sem er nú á tim- um. Hann hafði alls ekki ætlað sér að ræða málið á þennan hátt, það hljómaði eins og hver önnur vitleysa. — Eitt ár, sagði hún. — Hvað áttu við með þvi? Eitt ár? — Þú verður að fara með henni eitt ár. Hún gat ekki sagt nafn hennar. — Það er skilyrði fyrir þvi að ég samþykki nokkurn skapaðan hlut. Hann leil á hana með undrunarsvip. — En ég er viss um, að hálft ár nægir mér til að gera mér grein fyrir, hvort ég vel þetta eða hitt. — Þú verður þá bara enn vissari eftir eitt ár. — Veslings stúlkan, hugsaði hann. — Þetta hlýtur að hafa verið of mikið áfall fyrir hana. — Er þér alvara? Heilt ár? Heldurðu, að þú sjáir ekki eftir þvi? — Þetta er alvara min, sagði hún. Sex mánuðir er ekki nóg. Hún greip út- sauminn og faldi sig aftur á bak við hárið. Næsti dagur var eins og hver annar fyrir henni. Hún gekk hljóðlega um húsið og vann þessi venjulegu verk. En þegar siminn hringdi, svaraði hún ekki. Hún gat ekki þolað að tala við vinkonur, sem sátu öruggar i tilverunni, m.eðan hennar eigin tilvera var að hrökkva sundur. Svo vildi hún heldur ekki láta trufla hugsanir sinar. Þegar húsverkunum var lokið, hafði hún tekið ákvörðun. Hún gekk upp á loftið, þar sem hún tók fram tvær ferðatöskur, sem hún fór með niður i svefnherbergi hans. Siðan tók hún að pakka niður. Hvað þyrftihann að nota á einu ári? Vandlega tróð hún sokkum niður i skó, stakk þeim i plastpoka og setti i botninn á annarri töskunni. Siðan komu skyrtur, peysur, buxur og aðsiðustu bindin, sem hún setti i kassa. Þegar hún var loks búin, settist hún á rúmið og tvö stór tár ultu hægt niður vanga hennar. En áður en hann kom heim um kvöldið, hafði hún farið i bað, haft fataskipti og hresst sig við. Hún bjó til kvöldmatinn eins og kveðjumáltið. Þegar hann var að fara inn i svefn- herbergið til að fara i þægilegri föt, kyssti hann hana létt á vangann og virtist feiminn. Hjarta hennar tók að berjast ákaflega, þegar hún skömmu siðar heyrði hávaðann i honum. Hurðir skelltust, skúffur drógust út skullu inn aftur og inn á milli greindi hún biótsyrði hans. Loks kom hann þjótandi fram i stofuna, hálfklæddur. Augu hans voru allt of blá, þau glömpuðu nær illilega. — Hver i ósköpunum er meiningin? spurði hann reiðilega. — Hvers vegna ertu búin að pakka fötunum minum niður?

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.