Heimilistíminn - 29.01.1976, Page 12

Heimilistíminn - 29.01.1976, Page 12
— Ég hefði aldrei trúað þvf að kvik- myndahlutverk gæti verið svo áhrifa- mikið, að það blátt áfram breytti manneskjunni, en það gerðist, þegar ég lék hlutverk Billie Holiday í „Lady sings the Blues” segir Diana Ross. — Ég vann að þvi i nærri ár að hlusta á plötur Billie og lesa allt, sem skrifað hafði verið um hana. Þessi vinna kenndi mér að hlusta og skynja. Ég hafði aldrei gefið mér tima til að hlusta á annað fðlk, en nú veit ég hvað það er dýrmætt að geta hlustað. Þetta segir hún Diana sem sagt. Hún varð heimsfræg sem miðdepillinn i söngtrióinu The Supremes. Á árunum eftir 1960 stjórnaði það bókstaflega vinsældalistum um allan heim og troll- reið diskótekum. Þristirni þetta var sérstætt og allir dáðu það. 14 gullplötur fengu þær og topplög þeirra urðu 35 eða rúmlega það, áður en Diana Ross yfirgaf trióið árið 1970. Hún vildi spreyta sig ein og var ekki i neinum vandræðum með að fóta sig. Hún var örugg. Alls staðar fyllti hún sali. Þegar fregnaðist að hún hefði verið fengin til að leika hlutverk Biliie Holiday i „Lady Sings The Blues” hristu margir höfuðin og sögðu sem svo: — Hún getur sungiö, en getur hún leikið? Gagnrýnendur virtust hrifnir og áhorfendur lika og enginn hristi höfuð- ið, þegar Diana kom til greina sem óskarsverðlaunahafi. Hún fékk ekki Óskarinn, en er afar stolt yfir útnefn- ingunni. Hún er fyrsta litaða leikkqn- an, sem hlotið hefur þann heiöur. Sið- an hefur ekki skort kvikmyndatilboð- in. Nýjasta myndin er „Mahogany” þar sem Diana leikur ljósmyndafyrir- sætu, pjattrófu hina mestu. Annars hefur Diana mikið að gera. Auk kvikmyndaleiksins syngur hún alltaf og þar að auki hugsar hún um heimili, mann og tvö börn þeirra. Þe'lsa stundina er hún að safna lögum á nýja LP-plötu, en segist þurfa að taka sér hvild um tima og leika við börnin heima i Beverley H.ijls. Þeks má geta, að „Lady SingsThe Blue :” var sýnd i Háskólabiói fram i siðustu viku. Díano NNi» Ross V. 12

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.