Heimilistíminn - 29.01.1976, Page 15

Heimilistíminn - 29.01.1976, Page 15
Ostsild 6 kryddsildarflök Sósa: 2 dl majones, 1/2 dl sýrður rjómi, 100 gr. gráðostur i teningum, 1 söxuð selleristöng, 5 saxaðir valhnetukjarnar, 1/2 tesk salt, hvitur pipar, 1 tesk paprikuduft. Skerið sildina i ræmur. Hrærið saman majones, sýrðan rjóma, ost, selleri og hnetur. Bragðbætið með kryddinu. Jafnið sildarbitunum varlega saman við. Látið jafna sig á svölum stað i 2 klst. eða svo. Berið fram i fjórum ábætisskálum og skreytið með selleribitum. Brauð með slld 4 brauðsneiðar með smjöri, 6 kryddsildarflök Sósa: 4 eggjarauður, 3 msk edik, 1 stór laukur, 3 msk smjör, 1 tesk sinnep, 2 tesk sykur, svolitið salt. Skraut: Blaðsalat og harðsoðin eggjarauða. Skerið sildina i ræmur eða teninga. Jafnið saman eggjarauðum, ediki, rifnum lauk, smjöri sinnepi og sykri i litinn pott. Hitið hægt upp og hrærið i á meðan, þar til jafningurinn þykknar. Látið hann kólna. Blandið siðan sildinni i kalda sósuna og bragðbætið með kryddi. Leggið falleg salatblöð á sneiðarnar og jafnið salatinu á þau. Skreytið með saxaðri, harðsoðinni eggjarauðinni.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.