Heimilistíminn - 29.01.1976, Síða 16
Hún var kölluð
„brúdur dauðans
Timothy Sutton segir þessa sögu um móð-
ur sina og raunalega hjónabandsreynslu
hennar.
Hún giftist sjö
sinnum og varð sjö
sinnum ekkja — Hún
hélt að yfir sér hvíldi
einhver bölvun
— Loks gat hún ekki
meira og gekk í
klaustur, þar sem
hún loks fann frið
hét Charles Dietz og var arkitekt.
Mamma sagði mér seinna að hann hefði
veriðgóður maður með hlýjar tilfinningar
til alls og allra.
Eftir að þau höfðu þekkzt i nokkra mán-
uði, bað hann hennar og i júli 1937 giftu
þau sig. Dietz tók mér sem sinum eigin
syni og ég man eftir að hann var mér
mjög góðqr, og að mér þótti vænt um
hanþ.
Mamma varð eins og ný manneskja,
glöð, kát og hamingjusöm, Hjónabandið
stóð i tæp tvö ár, en marzkvöid eitt 1939
kom prestur i heimsókn. Hann hafði þau
sorglegu tiðindi að færa, að Charles Dietz
hefði látizt i' bilslysi. Mamma var orðin
ekkja i annað sihn, nitján ára gömul.
Mamma var ekki ein þeirra kvenna,
sem geta staðið einar. Hún þarfnaðist
stuðnings og ástar karlmanns. Samt liðu
tæp tvö ár, áður en hún leyfði sér að verða
ástfangin aftur. 1 þetta sinn var það lið-
þjálfi.sem hétRoy Berringer. Mamma og
Roy giftu sig i október 1941.
Það varð mömmu skammvinn sæla. 1
desembersama ár réðust Japanir á Pearl
Harbour og Bandarikin drógust inn i
styrjöldina. Berringer var kallaður i
herinn.
Við mamma sáum hann ekki framar.
Ári siðar kom tilkynningum að hann hefði
fallið i orrustu.
Ég var sjö ára gamall árið 1941.
Mammá var orðin hrædd við að verða til-
finningalega bundin og reyndi að bjargast
AÐ þvi kom, að Angela Sutton gat ekki
meira. Hún sá enga aðra leið en að fyrir-
fara sér. En skelfingu lostin af þeirri til-
hugsun flúði hún út úr húsinu og hljóp til
klaustursins, þar sem hún vissi að frið
væri að finna.
Þá nótt sagði hún abbadisinni langa og
dapurlegá sögu. Ég þekki lika þessa sögu,
þvi Angela Brosseau var móðir min.
Mamma varaðeins 16 ára gömul, þegar
ég fæddist, i febrúar 1936. Hún var gift
ungum verkfræðingi að nafni Leonard
Sutton, starfsfélaga föður hennar. Ég
man ekki eftir föður minum, þvi ég var
aðeins tveggja vikna þegar hann lézt.
Hann féll niður af brú, sem verið var að
leggja einhvers staðar i Virginiu. Svo
mamma var aðeinssextán ára, þegar hún
varð ekkja i fyrsta sinn. Þremur vikum
seinna varð hún fyrir öðru, þungu áfalli.
Faðir hennar lézt af hjartaslagi.
Lengi var mamma nær lömuð af sorg.
En þegar fólk er svona ungt, getur það
ennþá gleymt. Lifið verður að halda
áfram. 1 samkvæmi, þvi fyrsta sem hún
fór i eftir dauða pabba, hitti hún mann,
sem þegar hafði mikil áhrif á hana. Hann