Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 28
Hún var myrt, en
endurfæddist
— Eg á mann...hann er mjög vondur
maður....hann myrti mig...það er gatá
maganum á mér.
Þessi mjög svo einkennilega fullyrðing
af vörum tveggja ára telpu, olli foreldrum
hennar áfalli og varð til þess, að fram
kom „ein traustasta sönnun fyrir endur-
holdgun, sem vitað er um” að þvi kunnur
sérfræðingur á þvi sviði segir.
Prófessor Hamendra Nath Banerjee,
sem rannsakað hefur þetta fyrirbæri i sex
mánuði, segir að gift kona og fjögurra
barna móðir, sem lézt af hnifstungu i
kviðinn, sé endurfædd i litlu stúlkunni.
— Þótt barnið eigi heima langt frá
heimili látnu konunnar og hafi ekki haft
neitt samband við fjölskyldu hennar,
þekkir hún, að þvi prófessorinn segir —
smáatriði úr lifi konunnar, sem enginn
gæti vitað um, nema hún sjálf og hún
þekkti strax eiginmann hennar sem
morðingjann i fyrsta sinn, sem hún sá
hann.
— Sjaldan i sögu endurholdgunarinnar
hefur komið fram tilfelli, sem hægt er að
fylgjast jafn vel með, segir prófessorinn,
sem er yfirmaður rannsókna við þá stofn-
un i Indlandi, sem fjallar um parasál-
fræði.
Þessi undarlega saga hefst á kæfandi
heitu júnikvöldi árið 1961 i Nýju Dehli,
þegar 28 ára gömul kona að nafni
Gurdeep Singh var stungin i kviðinn með
hnifi. Það var eiginmaður hennar sem
framdi morðið.
Prófessor Banerjee segir að fyrstu
merki þess að konan hafi snúið aftur til
iifsins, hafi komið i ljós tæpum 7 árum
siðar, þegar tveggja ára stúlka að nafni
Reena Gupta skaut foreldrum sinum
skelk i bringu meö þvi að segja: — 6g á
mann....hann er mjög vondur
maður....hann myrti mig.
Litla stúlkan benti á magann á sér og
sagði: — Eg er með gat á maganum.
Móðir Reenu iitlu var hrædd um að
barnið væri eitthvað brenglað á sálinni,
en faðirinn, embættismaður i upplýsinga-
málaráðuneytinu, hélt þvi fram, að barn-
ið yxi upp úr þessum hugarórum.
— Kn þvi meira sem ég reyndi að láta
jþetta sem vind um eyrun þjóta, þeim mun
tilþrifameiri urðu lýsingar hennar, segir
móðirin. — Hún sagðist eiga fjögur börn
og sagði okkur gælunöfn þeirra.
Smátt og smátt komu fram fleiri smá-
,atriði úr lyrra lifi Reenu litlu. Hún sagði
Irænku sinni, að maóur myrtu konunnar
hefði skaddast á fæti við að setja mótor-
hjól i gang Og Reena sagði að hann hofði
28
í lítilli stúlku
Eitt áreiðaniegasta dæmi sem til
er um endurholdgun,
segir sérfræðingurinn
-‘,4
Vh sell
Tortryggnin leynir sér ekki i svip Reenu litlu Gupta, þar sem hún situr við hlið Surject
Singh á heimili sínu i Nýju Delhi. — Hann var eiginmaður minn i fyrra lifi og hann
myrti mig, scgir hún.