Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 29.01.1976, Qupperneq 32

Heimilistíminn - 29.01.1976, Qupperneq 32
Sá stúlku í sjónvarpinu og ákvað að kvænast henni I Hollandi er það ástarsaga ársins 1975: Piparsveinn situr i ibúð sinni og horfir á fréttir i sjónvarpinu. Farþegar og áhöfn KML-flugvélar koma heim eftir nokkra hræðilega sólarhringa i höndum tveggja flugræningja. Stúlka sker sig úr hópnum. Það er flugfreyjan Jeanette van Beelen. — Hvernig leið þér allan þennan tima? spyr fréttamaður hena. — Ég get ekki svarað þvi, segir hún. — Þér hefðuð sjálfur átt að reyna það. Piparsveinninn, sem sjálfur starfar að gerð þátta i sjónvarpi, telur þetta gott svar. Nafn stúlkunnar stendur á skjánum, meðan viðtalið fer fram. Honum finnst hann kannast við það einhvers staðar frá. Þá man hann það. Hann, Jack van der Voorn var um fermingu afskaplega ást- fanginn af afgreiðslustúlku i brauðbúð. Hún hét Annika van Beelen. Jeanette var lik henni. — Frá þeirri stundu vissi ég að ég var orðinn ástfanginn af Jeanette, segir Jack van der Voorn. — Ég ákvað að ná sam- bandi við hana og kvænast henni. Qegnum flugfélagið fékk hann heimilisfang Jeanette og skrifaði henni langt bréf. En hann var ekki sá eini, sem hafði hrifizt af henni. Hún hafði fengið þúsundir bréfa frá aðdáendum-, sem höfðu séð hana i sjónvarpinu og blöðunum. — Ég las öll bréfin, segir Jeanette. — En aðeins eitt þeirra höfðaði til min. Það var frá Jack. Ég var á förum til Sidney i Ástraliu, þar sem ég átti að hafa bækistöð um skamman tima og þaðan sendi ég hon- um póstkort. Þar stóð aðeins: — Gangi allt að óskum. Jeanette van Beelen. -I- Ég hafði gefið upp alla von, segir Jack — þegar kortið loksins kom og gaf mér svolitla von. En ég gat ekki hitt hana mánuði og ég átti að fara á sjónvarps- hátfðina i Montreaux, sem fulllrúi skemmtideildar hollenzka sjónvarpsins. Eftir óendanlega langan biðtima rann upp sá dagur, að Jeanette kom heim og Jack hringdi. Þau ákváðu að hittast á veitingahúsi. — Ég var óskaplega óstyrk, segir Jea- nette. — Þetta var þó i fyrsta sinn, sem ég sá manninn. En þegar ég sá hann, fannst mér eins og við hefðum þekkzt árum sam- an. Þvi miður þurfti ég að fljúga daginn eftir og það liðu þrjár vikur, áður en við gátum hitzt aftur. Þegar hún loks kom aftur, sótti hann hana á flugvöllinn. Þau gengu meðfram ströndinni og það var eldsnemma morguns. Jack spurði, hvort hún vildi giftast honum. Jeanette svaraði engu, en opnaði stóru flugfreyjuskjóðuna sina. 1 henni var brúðarkjóll. Hún hafði látið sauma hann i Bangkok á leiðinni. Margir sjónvarpsáhorfendur verða ástfangnir af einhverjum á skjánum, en þaðer sjaldgæft aö slikt endi meö brúökaupi. 32

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.