Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 37
gefst ég upp, mundi hann segja. — Er þetta ekki
elskulega Frekna, sem ég sé? Hvað ert þú að
gera i þessum landshluta, engillinn minn? eða eitt-
hvað i þeim dúr. Hún vildi alls ekki gera frú Parvue
neitt og henni geðjaðist ekki að tilhugsuninni um
Peter, þegar hann segði henni álit sitt á málinu.
Hún hugsaði líka um John, hvað þetta yrði leiðinlegt
iyrir hann, einkum hér, þar sem allir þekktu hann.
Hún iðaði öll, þegar knaparnir voru bornir út af
VeHinum. Peter brosti þurrlega við hlið hennar,
óðnn hafði horft á hana allan tímann.
~~ Polirðu kannske ekki að sjá blóð? spurði hann
hæðnisíega.
~~~ Petta gerðist svo snðgglega, svaraði hún, þar
§em henni datt ekkert annað i hug. — Þetta gæti
hafa verið John, bætti hún við.
5. kafli.
Mary sagði ækki mikið eftir þetta. Hún var að
hugsa um, hvernig hún gæti komizt i samband við
Unga lækninn, sem nú var önnum kafinn hjá
slúklingum sínum. Hún gat verið viss um að rekast
e hann seinna, því það átti að vera dansleikur um
^völdið og halda átti pólókeppni áf ram f yrir hádegi
daginn eftir. Auk þess vissi hún að Howard hafði
gaman af að umgangast fólk og fara á hvers kyns
n^annamót, svo hann yrði áreiðanlega á dansleikn-
Urn. Ef til vill gæti John hjálpað henni! Hún leit i
kring um sig eftir honum, en komst þá að því, að
hann hefði verið einn þeirra, sem hjálpaði til að
nera þá slösuðu burt. Hún nam staðar við bílinn og
^omst ekki hjá að heyra ávæninginn af samræðum
fólks í kring um sig. Hún brosti, þegar fólkið var að
velta fyrir sér, hvernig knaparnir væru meiddir.
Síðan kom nýtt lið út á völlinn og athyglin beindist
aftur að keppninni.
Pegar John loks kom aftur með fréttir um að
knaparnir væru ekki alvarlega meiddir, vörpuðu
hinir öndinni léttar og Mary tók fast um handlegg
hans.
— John, ég verð að tala við þig, hvíslaði hún áköf
og hann leit undrandi á hana.
— Er eitthvað að? spurði hann. — Komdu hérna.
Þau gengu spölkorn f rá bílnum. Peter horfði á eftir
þeim og igrundaði, hvers vegna Marguerite væri
svona óróleg yfir þessu, sem var þó ekki annað en
óhapp, sem alltaf gat komið fyrir.
~~ Þessi læknir...ég vann með honum í Sidney,
sagði Mary um leið og þau John voru komin úr
óeyrnarmáli.
— Howard McKinnon?
~~ Já, og hann kemur áreiðanlega upp um mig
um leið og hann sér mig, ef ég get ekki varað hann
við fyrirfram. Við vorum góðir vinir og störf uðum
^ikið saman og auðvitað heilsar hann mér eins og
góðum vini, þú veizt sjálfsagt, hvað hann er innileg-
ur.
~~ Já, ég veit það. John var áhygg juf ullur á svip-
inn.
— Heldurðu, að það sér mögulegt fyrir mig að
óitta hann einhvers staðar undir fjögur augu?
sPUrði hún. — Ég veit, að það getur orðið erf itt, þvi
Howard er alltaf umkringdur, en éq er sérstaklega
að hugsa um mömmu þina. Það væri skelfilegt, ef
allt kæmist upp hér og nú, þar sem allir þekkja hana
— og svo er Peter viðstaddur lika. Æ, hvers vegna
er ég búin að gera líf ið svona erf itt f yrir mér, sagði
hún gremjulega að endingu.
John horfði á hana, þar sem hún stóð, beit á vör-
ina og horfði út á völlinn. Svo lagði hann höndina á
handlegg hennar og brosti bliðlega.
— Þú gerðir það vegna þess að þú ert góðhjörtuð
og vildir reyna að hjálpa mér.
— Æ, það var alls ekki það! Það var þessi kjána-
lega ævintýraþrá mín. Ég hefði ekki átt að hlusta á
þig, heldur láta eins og þú værir ekki til og sagt að
þetta væru allt mistök. Ég hefði áft að skamma þig
fyrir að vera uppáþrengjandi og aka af stað með
móðgunarsvip.
John hló. Stöku sinnum fannst honum Mary Lons-
dale bæði bráðskemmtileg og athyglisverð stúlka.
Ef hann hefði ekki verið svona ástfanginn af
Margureite væri ekkert auðveldara en að verða
hrif inn af þessari glöðu, hressilegu stúlku, sem var
að hjálpa honum við að koma á góðu sambandi við
fjölskyldu hans aftur.
— Ef við bara getum útskýrt þetta f yrir Howard,
þá verður allt i lagi, sagði hann rólegur. — Ég er
viss um að hann þegir yf ir öllu saman. Gakktu bara
um, ég skal finna hann og koma með hann til þín.
Það finnst engum það skrýtið, að ég kynni
kærustuna mina fyrir honum.
Hún leit á hann og þegar hún sá svipinn á andliti
hans, varð henni að orði: — John, svei mér þá, ef
þér finnst þetta ekki fyndið.
Hann neitaði þvi ekki. — Ég hef aldrei staðið i
svona löguðu áður, svaraði hann og brosti. — Þetta
var betra, Mary. Þú ert mun betri, þegar þú hefur
þennan prakkaralega glampa í augunum og við
megum ekki láta fólkið halda, að við séum að rífast
hérna. Ég skal leita að Howard fyrir þig.
Mary andvarpaði, þegar hún horfði á eftir hon-
um. Þetta var öðruvísi i augum Johns. Hann hafði
greinilega enga samvizku eða nokkrar minnstu
áhyggjur af öllu þessu baktjaldamakki. En hennar
eigin samvizka var anzi dökk. Að vissu leyti langaði
hana til að binda endi á þetta allt sem fyrst, en á
hinn bóginn líkaði henni vel á Swan Tops og langaði
til að kynnast lif inu þar mun betur. Henni geðjaðist
ákaflega vel að frú Parvue, en ekki Peter, en það
skipti heldur engu máli, sagði hún við sjálfa sig.
Siðan yppti hún öxlum. Hún hafði lofað John að
hjálpa honum og hún ætlaði að gera það, og aka
siðan leiðar sinnar og halda leyfinu áfram annars
staðar. Það ætti ekki að vera vandkvæðum bundið
að lýsa því yfir, að þau hefðu komizt að því að
trúlofunin væri mistök. Hún sá þegar fyrir sér
hæðnisglott Peters, fyrirlitningin mundi skína út úr
honum.
— Hentar þér ekki lífið hérna, eða hvað? mundi
hann segja og hún vissi að þá yrði hún að stilla sig til
að reka honum ekki kinnhest. Auðvitað hentaði það
henni, ef dæma mátti eftir því, sem hún hafði reynt
af þvi, hún hafði ekki mátt vera að því að láta sér
leiðast og með þá menntun sem hún hafði, gat hún
orðið að liði hvar sem vera skyldi.
Framhald
37