Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 7
segja við mig: — Þú átt helminginn af kaupinu mínu, elskan. En hann myndi að sjálfsögöu halda áfram að fá kaupiö sitt, þóttég dytti niður dauð. Þegar hann fékk kauphækkanir var það vegna þess að hann var duglegur i vinnunni, ekki vegna þess aðég hafðiborið betur á gólfið heldur en venjulega. Ég held að ekkert starf i heiminum sé jafn vanmetið og starf hús- móðurinnar. Það er sem sagt mjög vel til þess fallið, að gera hvern sem er að drykkjusjúklingi, ef hann hefur tilhneig- ingu til þess á annað borð. — Hvernig er hægt að hjálpa húsmæðr- um, sem eru alkóhólistar? — Þær þarfnast hver annarrar. Þær þurfa að vita, að þær eru ekki einar. Ég elska bæði manninn minn og börnin, en stundum langar mig til þess að kyrkja börnin og blanda glermylsnu i matinn hans. — Getur fjölskyldan hjálpað? — Fólkið manns getur sagt: — Haltu þér þurri eða... Það er eins og þegar vinnuveitandinn segir: „Hættu að drekka, eða ég rek þig”. En sé fólk að hóta ein- hverju þessu liku, verður það að standa við það, sem það segir. Ég hefði veriö vernduð til dauð i þess orös fyllstu merk- ingu, ef þolinmæði fólksins hefði ekki þrotið að lokum. — Hvaða ráð getur þú gefið húsmæðr- um, sem drekka? — í fyrsta lagi þarftu að gera þér ljóst, aðþú ert ekki ein. Siðan að alkóhólismi er sjúkdómur, sem færist i aukana, og getur að lokum drepið þig. Það er aðeins um tvennt að velja i lokin, geðbilun eða dauða. Ekkert annað kemur til greina. Rétt er að hafa samband við einhvern þann félagsskap, sem berst gegn alkóhól- ismanum. Drykkjusjúklingar, sérstak- lega konur, eiga þó oft erfitt með að segja frá þvi, hvernig komið er fyrir þeim, og læknar eiga jafn erfitt með að tala um það, að minnsta kosti sumir hverjir. Þeir sjá öll merki sjúkdómsins, en i staðinn fyrir að lækna sjúkdóminn, snúast þeir gegn hliðaráhrifunum: taugaskemmdum, blöðrubólgu og ýmsu álika, eða þeir skrifa bara upp á Valium eða Seconal til þess að róa taugarnar. Þá verður endirinn oft sá, að i stað eins ávana er annar kominn að auki. — Hvað um að ganga i AA? — Jú, það verður að gerast. Þetta er ekki hópur undarlegra ókunnugra manna eða kvenna. Þarna eru nágrannar þinir. Þú situr ekki þarna og gnistir saman tönnum, og talar um það, að drekka ekki. Þú talar um, hvernig bregðast eigi viðhjutunum, og hvernig eigi aö komast hjá þvi að láta hvert einasta smáatvik kippa undan þér fótunum. — þfb A. JOL A STJARN AN A HURÐ- INA Þessi jólaskreyting fer vel til dæmis á gangahurð, en hún má að sjálfsögðu rétt eins vel hanga úti i glugga eða einhvers staðar annars staðar, þar sem þið hafið rúm fyrir hana. Skreytingin er búin til úr strái, en ef til vill er ekki eins auðvelt aö fá það hér á landi og viða annars staðar. Þess i staö má notast við ýmislegt annað. Þiö gætuð fengið ykkur bambusstangir, fjórar, og sagað þær niöur i hæfilegar lengdir, eftir þvi, hversu stóra þið ætliö aö hafa stjörn- una. Svo mætti lika nota örmjóa trélista, sem þá væri hægt að mála að vild eða hafa viðarlita, eftir þvi sem hverjum finnst fallegast. Listana mætti lika vefja með basti, og verða þeir þá skemmtilegir á að sjá. Þar sem listarnir, bambusstangirnar eða hvað sem þið nú hafið I stjörnuna, mætast, eru þær bundnar saman með rauðu ullargarni, sem setur jólalegan svip á stjörnuna, þvi einhvern veginn er þaö nú svo, að við tengjum rauða litinn alltaf jólunum. Fáið ykkur svo fallegan silkiborða og bindið stóra og fina slaufuefsti stjörnuna. Þar getið þiö einnig fest við jólagrein og kannski eitthvert annaö skraut, eftir þvi, sem ykkur dettur i hug. Jólakúlur og jóla- skraut geta verið fallegar meö I þessa skreytingu. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.