Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 12
Þjóðmálabaráttan varð fremur dauf fram að kosningunum 1858. Kosningarnar árið 1852 urðu fremur sviplitlar. Nokkrir þjóðfundarmenn úr embættismannastétt hættu við að bjóða sig fram, sumir af banni eða hálfgerðu banni stjórnarinnar, en aðrir af öörum orsökum. Þetta hafði sin áhrif á skipun Alþingis. Einnig er sjá- anlegt, að þingmenn vildu ekki lenda I neinum útistöðum við stjórnina eða full- trúa hennar næstu árin, enda urðu um- ræður um stjórnbótarmálið ekki eins miklar og fyrr. Til dæmis kom það ekki fram á alþingi árið 1855. Jón Sigurðsson mætti ekki á þessu þingi, og var þaö i fyrsta sinn, sem hann kom ekki til alþingis. Séra Hannes Stephensen prófastur á Ytra Hólmi var þá kjörinn forseti, en Jón Guðmundsson til vara. Það er öruggt, að Jón Sigurðsson stóö að baki þess, og hefur hann talið eöli- legt og sjálfsagt, að séra Hannes skipaði - forsetastól, sökum framgangs hans á Þingvallafundunum og stjórnun þeirra. Hann var oft veikur um þingtimann, og varð Jón Guðmundsson þvi að stjórna fundum alþingis. Á Alþingi 1855 varö Jón Guðmunds- son eiginlega éinn til málfærslu gegn dönsku stjórninni og fulltrúum hennar. Það var auöséð, að hann missti mikils þegar hann hafði ekki nafna sinn sér við hlið. Það er öruggt, að Jón Sigurðsson var ekki nógu ánægður með frammistöðu nafna sins á alþingi sumarið 1855, og telja fræðimenn ýmsar ástæður til þess, og jafnvel, að þá hafi byrjað það sundurlyndi þeirra er siðar vað aukið. En ég tel það fráleitt þó þeim hafi eitthvað borið á milli eins og gerist og gengur. En litum á fleira. Athyglisvert er, aö á fyrsta Þingvalla- fundinum, sem Jón Guðmundsson stýröi sem formaður miðnefndar, voru mest rædd allskonar framfaramál þjóðarinnar, svo sem verzlunar-, sjávarútvegs-, póst-, búnaðar-, samgöngu-, sveitarstjórnar-, fræðslumál og mörg fleiri almenn mál, en þó sérstaklega möguleikar á embættis- mannaskólum. Jón var mjög virkur i þessum umræðum. Arið 1855 vannst mjög merkur áfangi i sjálfstæðismálinu. 1. aprfl 1855 öðluðust gildi lög, er heimiluðu íslendingum að verzla við allar þjóðir. Þetta var langþráö takmark, en Islendingar voru alls ekki til- búnir að notfæra sér þetta mál eins og vert var, og kom þar til reynsluleysi, fjár- skortur og kunnáttuleysi yfirleitt i verzlunarmálum. Framsýnum mönnum var það sannarlega draumsýn, að ís- lendingar gætu tekið verzlunar- og viö- skiptamál sín I eigin hendur. En svo varð árið 1855 aö ekki varð úr Þingvallafundi, sökum ónægrar þátttöku. Það voru aöallega Arnesingar sem mættu. Eftir þetta ræddi Jón Guðmunds- son mjög um það, að endurvekja fundina, og ræddi málið i Þjóðólfi og einnig i bréf- um við Jón Sigurðsson. 12 3 Jón Guðmundsson var alþingismaður I Skaftafellssýslu frá 1845 til 1859, alþingis- maður Vestur Skaftfellinga 1859 til 1867. Hann var ritstjóri alþingistfðindanna ásamt Jóni Sigurðssyni. Hann var með af- kastamestu alþingismönnum i störfum á alþingi. Arið 1845 var hann kosinn i fimm nefndir og var framsögumaður tveggja þeirra. Fyrra málið var um niðurjöfnun alþingiskostnaöar, en hitt um bænarskrá frá Eyfirðingum um að reikningar jarðabókarsjóðs yrðu árlega lagðir fram og fyrir alþingi. En veiga- mesta málið er Jón fjallaði um var verzlunarmálið, og lagöi Jón Guðmunds- son þar til ásamt Jóni Sigurðssyni að verzlunin yröi gefin frjáls. Varð nefndin sammála þeim og varð það samþykkt á alþingi. A alþingi árið 1847 varð Jón Guðmunds- son einnig áhrifamikill. Merkasta málið, sem hann átti hlutdeild að þá, var jarðar- bókarmálið, festugjald og afgjöld af jörð- um og réttarbætur handaleiguliðum. Hann flutti tillögur um að afnema amts- mannsembættin og leggja þaö fé, er viö það sparaðist, til að bæta póstsamgöngur i landinu, sem mikil nauðsyn var að endurskipuleggja. Á alþingi árið 1849 kom Jón Guðmunds- son of seint, eins og áður var getið. Hann var samt sem áður kosinn i fimm nefndir, sem allar höfðu mikilvæg mál meðferðis, og hafði hann framsögu i fjórum þeirra. A alþingi árið 1849 flutti Jón Guðmunds- son tillögu um réttindi og verndun is- lenzkrar tungu i' sambandi við rekstur embættismálefna á lslandi. Hann var alla tiö mikill áhugamaður um islenzkt mál. En að þessu sinni greindust tillögur hans i þrennt: 1. Um undirskrift konungs undir is- lenzkan texta laganna. 2. Um notkun embættismanna á is- lenzkri tungu i bréfaskriftum. 3. Um kunnáttu embættismanna i is- lenzkri tungu. Tillaga Jóns var samþykkt á alþingi, en stjórnin fellst ekki á hana. En sá atburður hafði oröið i byggingar- nefnd Reykjavikur i marzmánuöi 1848, er Jón var aðstoðarmaður bæjarfógeta, að hann sótti fund i nefndinni i forföllum fó- getans. Jón segirsvo frá þessu atviki: ,,og ætlaði ég að rita það sem gjörðist á Is- lenzku (það hefur að visu sjaldan verið gjört), en Tærgesen (það er danskur kaupmaður og slökkviliðsstjori bæjarins 1828-1848) varð æfur og kvaðst fara, ég sagöi það mætti vera, en Justr. landlækn- ir Jón Thorsteinssen og Jónassen studdu hans mál svo allir urðu á þvi að rita á dönsku." Jóni sveið þetta mjög að verða að iáta i minni pokann. Málið um réttindi islenzkunnar var tekið fyrir á Þingvalla- fundi árið 1849. Næsta áratuginn eftir þjóöfundinn varð athafnamesti starfstimi Jóns Guömunds- sonar á alþingi. Hann varð aðaltalsmaður N þjóðernisflokksins, þvi Jón Sigurðsson var i forsetastóli, flest árin, nema 1855, og árið 1859. Arið 1853 var Jón Guðmundsson kosinn i 10 þingnefndir af 17 nefndum, er störfuðu á þinginu. Hafði hann framsögu i sex þeirra, og einmitt I þeim voru þýð- ingarmestu málin tii meðferðar, svo sem stjórnskipunarmálið, verzlunarmálið og rýmkun kosningaréttarins. A öllum þingunum flutti Jón Guð- mundsson tillögur um rétjindi Islenzkunn- ar, og árið 1855 flutti hann tillögu um, að þeir sem fengju embætti á Islandi, yrðu að sýna þekkingu sina á islenzku máli, og yrðu að gera það með gildum vottorðum frá prófessornum i íslenzku máli við há- skólann I Kaupmannahöfn eða frá kenn- ara i fslenzku við lærða skólann i Reykja- vik. Þessi tillaga var samþykkt á alþingi, og var meira aö segja staðfest af konungi 27. mai 1857. Stjórnarvöldin samþykktu jafnframt 27. mai 1859, aö konungur undirritaði hinn islenzka lagatexta sem og hinn danska og væru báöir jafngildir. Þannig varö sigur Jóns Guömundssonar alger i þessu máli.-En löggilding Islenzk- unnar i notkun embættismanna fékkst ekki að sinni. Jón Guðmundsson var forseti alþingis 1859-1861. Honum var stillt upp gegn Jóni Sigurðss. út af deilunum I sambandi við kláðamálið, og var það honum litt að skapi.Un forsetastarfið haföi mikla þýð- ingu fyrir Jón Guðmundsson að þvi leyti, að hann þurfti ekki að taka eins beinan þátt I þingmálum, þegar hann var forseti, hvorki umræöum né atkvæöagreiðslu, og komst þar af leiðandi hjá þvi að tjá hug sinn allan i viðkvæmum málum þingsins. Jón Guðmundsson var kjörinn alþingis- maður Vestmannaeyingr áriö 1874, en var látinn, áður en alþingi kom saman það ár. 4 Upp úr miðjum 6. tug siðustu aldar hófust deilur um það mál, sem mótaði mjög is- lenzka sögu siðari helming aldarinnar, en þaö var fjárkláðamálið. Þetta varð hið mesta leiðindamál aö öllu leyti. Þá riðlaö- ist um skeið mjög flokkur Jóns Sigurðs- sonar og sjálfstæðisbaráttan varð mjög I molum rúman áratug. Þjóöin skiptist I tvær andstæðar fylkingar, annars vegar niðurskurðarmenn, en hins vegar lækningamenn. Jón Guðmundsson leiddi fjárkláöamál- ið mjög hjá sér fyrst i stað, og leyföi báð- um aðilum rúm i blaði sinu. En hjá því gat ekki farið, að hann yrði aö taka afstööu. Hagsmunir hans og blaðs hans uröu frem- ur hliðstæðir niðurskurðarmönnum, og lagði hann þeim oft gott liö og launaði þar fylgismönnum sinum góöa liðveizlu áður. Eftir að sjáanlegt var, aö tilraunir dönsku stjórnarinnar við iækningar sauð- fjárins á íslandi mistókust, hefði mátt vænta þess, að Jón Guðmundsson sneri geiri sinum algjörlega gegn henni og not- færöi sér ósigurinn. En það gerði hann Framhald á bls. 25.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.