Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 23
i smáferðalög með Tóta og hafði alltaf gaman
af að skokka með þennan vin sinn á bakinu.
Tóti reið stóran hring i kringum selið og
horfði jafnframt i kringum sig af mikilli at-
hygli og nákvæmni. En hann sá Þyt hvergi.
Sólin var komin upp fyrir nokkru. Hér og þar
sá hann glitra á læki og tjarnir á hinni miklu
viðáttu heiðanna. Einmana grátittlingur leit-
aði sér matar i lágvöxnum runna skammt frá
honum og söng kliðmjúkan morgunsöng. Ann-
ars var allt hljótt.
Tóti stöðvaði Brún og bar hönd yfir augu.
Gat það raunverulega skeð að Þytur væri al-
veg horfinn? Var hvergi að sjá neinn minnsta
vott um lif?
Þvi miður var nú mjög erfitt að grandskoða
ýmsa staði á hinni miklu viðáttu þvi að ljós og
skuggar skiptust viða á.
En hvað var nú þetta? Var ekki einhvað á
hreyfingu þarna langt i burtu — i brekkunum
neðan við Blátind?... Jú, það var áreiðanlega
hreindýrahópur, — kannski sami hópurinn og
hann og Jón litli höfðu séð siðast liðið sumar,
þegar þeir fundu Þyt hér upp frá?
Hafði Þytur ef til vill strokið til þeirra? Hafði
hann ef til vill sameinast villihreinunum?
Allar þessar hugsanir brutust um i huga
Tóta. En hann gat ekki farið einn svona langt.
Hann varð að biðja pabba að hjálpa sér. Bara
að hreindýrahjörðin hyrfi nú ekki langt burt á
meðan.
Hann sneri Brún við og reið til baka eins
hratt og hann gat. Hann óttaðist aldrei að hann
dytti af baki. Vandinn var aðeins sá, að halla
sér vel fram og halda sér fast i faxið.
Og eftir skamma stund voru þeir komnir
heim að selinu. Tóti stökk strax af baki og hljóp
inn. Pabbi hafði þegar séð tii hans út um glugg-
ann.
,,Jæja karlinn þú hefur skroppið út i
morgun,” sagði pabbi brosandi.
,,Já, — og Þytur er liklega upp við Blátind,”
kallaði Tóti óðamála.
,,Segðu fréttirnar hægt og skýrt drengur
minn,” sagði pabbi.
,,Og seztu nú, Tóti minn og fáðu þér að
borða,” sagði amma.
Tóti fór að ráðum þeirra beggja. Hann settist
rið borðið og fékk sér matarbita og sagði um
leið frá stóra hreindýrahópnum, sem hann
hafði séð.
,,IIugsið ykkur bara ef Þytur er kominn
þangað?” sagði hann að lokum.
,,Þvi get ég nú tæpast trúað,” sagði pabbi.
,,Tamin hreindýr leggja sjaldan lag sitt við þau
villtu.”
Amma þagði um stund en sagði siðan:
,,EÍ til vill hefur hann komið þar auga á
fallega kú. Er þetta ekki einmitt sá timi, þegar
tarfarnir velja sér maka?”
„Jú, sá timi stendurvisteinmitt yfir núna,”
sagði pabbi. „En þá er ég nú hræddur um, að
Þytur fái nóg að gera og geti lent i erfiðri bar-
áttu. Villtu hreintarfarnir eru nú ekki fúsir til
að láta kýrnar sinar til annarra.”
Tóti leit óttasleginn frá pabba til ömmu. Um
þetta hafði hann ekki hugsað. Ef Þytur lenti i
bardaga við alla villtu tarfana i hópnum,
mundu þeir áreiðanlega misþyrma honum eða
jafnvel drepa hann...
„Við verðum að hjálpa Þyt kallaði hann
ákveðinn.
„Vertu rólegur um stund drengur minn,”
sagði pabbi. „Það er réttast að ég fari og sæki
Jón gamla i Seli. Hann veit betur en nokkurt
okkar hinna hvað gera skal i þessu máli.”
Tóti hafði enga eirð i sinum beinum á meðan
pabbi var að sækja Jón gamla. Hann reikaði
fram og aftur um blettinn kringum selið og sá i
huganum sér til skelfingar, þegar Þytur
háði harða bardaga við gamla tarfa sem voru
rniklu stærri og sterkari en hann. Bárður kom
nú til að hugga Tóta og spjalla við hann.
„Þytur er mjög sterkur,” sagði hann.
„Nei, hann er ekki nógu sterkur,” sagði Tóti
áhyggjufullur og horfði á pabba.
Jú, þarna var hann loksins að koma og Jón
gamli og Litli-Jón voru reyndar báðir með hon-
um. Eftir skainma stund voru þeir allir komnir
heim að selinu.
Jón gamli hafði ákveðið að þeir skyldu ekk-
ert stanza heldur fara tafarlaust upp eftir og
freista þess að ná Þyt úr hópnum. Tóti og
Litli-Jón áttu að fá að fara með þeim en Bárður
varð að vera eftir hjá ömmu.
Pabbi hjálpaði nú Tóta á bak fyrir aftan sig á
Brún og kailaði á Lillu. Og innan skamms voru
þeir komnir töluverðan spöl i átt að Blátindi.
Allt i einu var Jón gamli kominn að hlið
pabba.
„Viljið þið kannski eignast lika eina hrein-
kú?” spurði hann.
„Já það gæti komið sér vel,” sagði pabbi.
„Hreindýr eru einstaklega góð til dráttar þeg-
ar snjór er mikill og þau eru lika létt á
fóðrum.”
23