Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 18
Lebkuchen uppáhalds jólasmákökurnar i Þýzkalandi og Sviss og viðar i Mið-Evrópu Lebkuchen nefnast á þýzku kryddaöar hunangskökur, sem um aldaraöir hafa veriö bakaöar í Þýzkalandi fyrir hver ein- ustu jól. Þessarkökur eru reyndar þekkt- ar víöar en i Þýzkalandi t.d. f Sviss og f öðrum Miö-Evrópulöndum. Hvert heimili hefur sfna eigin Lebkuchen-uppskrift, ef til vill svolitið frábrugöna uppskrift ná- grannans, en þó eru kökurnar allar mjög svipaöar. Venjulega er byrjaö aö baka þessar kökur i nóvember þvi kökurnar veröa þvibetri, sem þær geymast lengur. Þær mýkjast og verða seigar undir tönn. Fyrirmyndár jölagjafir 1 Nurnberg í Þýzkalandi eru kökurnar venjulega lagöar saman tværog tværmeö einhvers konar fyllingu á milli. Það er til dæmisnotuö rifsberja, aprikósu eða kaffi- kremsfylling. Siðan er kökunum dýft ofan i súkkulaði eöa siikkulaöi boriö utan á þær. Einnig erborinn utan á þær alls kon- ar glassúr. Ef mikiö á aö hafa viö er kökunum pakkaö i kassa og utanum hverja köku látið bréfform. Þannig frá- gengnar eru kökurnar fyrirmyndarjóla- gjöf handa hverjum sem er. Svissnesku Lebkuchen-uppskriftirnar eru nokkuð misjafnar. Þar er mikið gert af þvi t.d. i Bern aö skreyta kökurnar með hezlihnetum eða blanda hnetunum i deig- ið, áöur en kökurnar eru bakaðar. I Lucerne I Sviss eru kökurnar búnar til úr sýrópi og eru þær hrökkar og gómsætar. Lagið er lika meö ýmsu móti allt frá sjö sentimetra löngum drumbum fylltum með marsipan I eins konar pakka 15 cm i þvermál meö hnetufyllingu og sykurhjúp. Sagt er að kökur þessar hafi munkar búiö til fyrstir manna á fjórtándu öld. Þá notuöu þeir ekki annaö en hunang, krydd og hveiti i kökurnar. Lebkuchen-uppskriftin Einn bolli hunang, 3/4 bolli púöusykur, 1/4 boilismjör eöa sinjörliki, 1 teskeiö kanill, 1 teskeiö rifinn sitrónubörkur, 1/2 teskeiö af hverju fyrir sig: aiirahanda, negul, múskat, 1 cgg, 2 3/4 bollar hveiti, 1/2 te- skeiö salt og hálf teskeiö sódi 1/4 boili sykraöar sitrónur eöa sitrónubörkur, má nota marmelaöi, 1/3 bolli saxaöar möndl- ur. Hitiö hunang, sykur, smjör, kanil, allrahanda negul og múskat i litlum potti þar tilsykurinn hefurbráönað og smjöriö sömuleiöis. Setjiö þetta siöan i skál og látiö kólna svolitiö. Blandiö nú sitrónu- berkinum og egginu saman viö. Einnig er hveitinu hrært út i, salt og sóda. Hrærið vel saman. Bætið þá sykruöum sitrónun- um og möndlunum út i, hræriö þar til þetta hefur blandazt vel.Setjiö lok yfir, og geymið i isskápnum þar til það er oröið stift. Fletjið nú út einn fjórða af deiginu i einu á boröi, sem hefur verið boriö hveiti á áöur. Þetta á aö veröa tæpur cm á þykkt. Skerið deigiö i stjörnur, hringi, jólatré, bjöllureöa hvaö annaö sem minnir ykkur á jólin. Setjiö á smuröa plötu og bakiö viö sæmilegan hita i 12 til 15 mlnútur eða þar til þaö er oröiö ljósbrúnt á litinn. Takið plötuna úr ofninum og beriö glassúrinn ofan á kökurnar. Setjiö þær svo á grind, þar sem þær geta kólnað vel. Orþessariuppskrift ættuö þiö aö fá um 70- 80 kökur. Glassúr: Hrærið saman 1 bolla af flór- skykri 4 matskeiðar af vatni og 1 1/2 te- skeið af sítronusafa. Aprikósufyliing: Merjiö 3/4 bolla af aprikósum eða notiö aprikósusultu. Hitiö þetta i litlum potti, þannig aö auövelt sé að bera þaö á. A meöan þessi jafningur er enn vel heitur getiöþiö borið hann neöan á

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.