Heimilistíminn - 01.12.1977, Side 32

Heimilistíminn - 01.12.1977, Side 32
» FRAMHALDSSAGAN Leyndarmál Helenu 8 eftir Jan Roffman Hún fann innilega til með stálkunni sem hún enn gat aðeins hugsað um sem Helenu. Hún hafði ekki tima til þess að sitja Við eldhús- borðið og hugsa um Helenu núna. Gamla konsúlfrú Wrang ætlaði að halda upp á sjötiu og fimm ára afmæli sitt með einhverju góðgæti og snittum og idýfum og enginn vissi hve búast mætti við mörgum gestum. Svo ætlaði hún að hafa miðdegisverð fyrir börn, barnabörn, systkinabörn og nánustu vini um kvöldið og það yrðu þrjátiu og tveir. Allt átti að vera alve einstaklega gott og óvenjulegt. (Kæra frú Broman þetta verður kannski i siðasta skipti, það er aldrei að vita ég verð kannski ekki átta- tiu ára, hafði konsúlfrúin sagt og kappað henni á handlegginn. Sigrid fann til ábyrgðarinnar sem á henni hvíldi.) Hún fór i verzlanir og pantaði nokkuð af þvi sem hún þurfti að nota. Nýmetið ætlaði hún að kaupa á markaðnum i bænum en þar var af- greiðslumaður sem hún treysti vel á. í kjörbúðinni ýtti einhver vöruvagni aftan á hana. Hún fann hvernig lykkjurnar runnu upp eftir leggjunum á sokkunum. — ó fyrirgefið sagði einhver hásri röddu sem henni heyrðist vera rödd Madeleine Lindbergs. — Ilér er svo margt fólk og ég ætlaði að reyna að komast i stytztu röðina... — Elsku bezta farðu bara fram fyrir mig ef þér liggur mikið á sagði Sigrid rólega. Hún fylgdist með þvi hvernig Madeleine tók upp vörurnar úr vagninum.Hún var greinilega mjög tauga óstyrk og mátti alls ekki vera að biða eftir þvi að afgreiðslustúlkan sneri við pökkunum sem hún hafði lagt öfugt á borðið svo hún gæti séð verðið. 32 — Verðið þér að snúa öllu við? sagði hún óþolinmóð. — Þetta eru þrir djúsbrúsar þeir hljóta þó allir að kosta jafnmikið... Er enginn hérna til þess að pakka niður vörunum i dag? Verða viðskiptavinirnir virkilega að gera þetta allt sjálfir? Skiljið þér ekki að ég er að flýta mér ég er með litla barnið mitt eitt úti i bilnum hérna fyrir utan... Ég hef aldrei séð nokkra manneskju svona taugaóstyrka, hugsaði Sigrid. Skyldi hún reka á eftir gamla fólkinu eins og hún gerir núna? Það væri óttalegt. Ég verð að tala við Ingu um hana. Hún er alls ekki fær um að vera með i félaginu okkar. Ég vona að Inga hafi gert henni grein fyrir þvi að hún fékk bara að koma til þess að kynnast okkur, og svo að við gætum kynnzt henni. Einmitt á þessu augnabliki sneri Madeleine sér við: — Barnfóstran min er hætt, sagði hún. — Hún fór bara i burtu. Og nú verð ég að hafa Patrik mð ípér þegar ég fer að verzla. Ég get ekki komið með hann hingað inn i búðirnar þar sem fólk getur veriö með alls konar sjúkdóma og þess vegna situr hann úti i bilnum. Á meðan Sigrid pakkaði sjálf saman vörun- um og borgaði, sá hún Madeleine þjóta út á bilastæöið til bilsins. Hún hljóp eins og hún ætti lifið að leysa. í barnastól sá Sigrid sitja litinn anga i rauðri hettuúlpu og með ljósa lokka. Drengurinn teygði handleggina i áttina til mömmu sinnar og það var ekki hægt að sjá á honunr að hann hefði haft neitt illt af þvi að biða smástund. Madeline er svo sannarlega orðin of gömul til þess að eiga svona litið barn, hugsaði hún.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.