Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 9
i langagöngu, og hygðist gera nákvæmlega það, sem hún sjálf vildi. Sænsku blöðin komu með dálitið aðra útgáfu á þessari sögu. Ingmar Bergman varþar sagður siður en svo miður sin yf- ir þvi, að dóttir hans ætlaði að koma fram i nektarkvikmynd. Þvert á móti óskaði hann henni til hamingju með bjarta fram- tið. Og hvers vegna skyldi hann svo sem vera að blanda sér eitthvað i mál hinnar fullvöxnu dóttur sinnar? Hún hafði fullan rétt á að ákveða sjálf, hvað hún vildi gera.. Peter Brown féll á hinn bóginn ekki, að kona hans kæmi fram nakin i kvikmynd- um. Vinnufélagar hans striddu honum með þessu, og honum féll þetta svo illa, að hann sagði upp vinnunni. Hann hafði verið i lögreglunni i niu ár, og nú vildi hann reyna að koma undir sig fótunum i skemmtanaiðnaðinum. — Maðurinn minn vill vinna sér inn meiri peninga heldur en hann hefur gert til þessa, til þess að geta séð fyrir syni okkar og sjálfri mér. Þess vegna hætti hann i lögreglunni, sagði Anna. Hann skil- aði einkennisbúningnum sinum og hjálm- inum, öllu nema gömlu lögregluflautunni sinni. En hann varð að greiða fyrír hana, og upphæðina drógu þeir af eftirlaunun- um hans. Peter reyndi i lengstu lög að bjarga hjónabandinu og fá önnu til þess að hætta íið leiklistina, en Anna sem er metnaðar- gjörn rétt eins og faðir hennar og vilja- sterk eftir þvi, hafnaði öllum sllkum til- mæium manns sins. Nú er hún 27 ára og hefur yfirgefið eiginmanninn. — Við ætlum að gera tilraun með að skilja að borði og sæng, segir hún. — Ég vil, að við búum sitt á hvorum stað i tvö ár Ég hef helzt til oft þurft að sjá heimilinu farborða, og maður getur ekki unnið endalaust. — Nú ætla ég að fara til Bandarikj- anna, en þaðan hefur mér borizt tilboð um að leika i tveimur sjónvarpskvikmynd- um. Ég hef einnig fengið önnur tilboð það- an. Sem stendur þyðir ekkert að vera að tala um að sættast og taka saman á nýjan leik. Ég hef sagt skilið við hjónabandið i bili og ætla að helga mig leiklistinni að fullu. Ég held meir að segja að Peter liði betur núna, þegar ég er búin að taka þessa ákvörðun. — Hér áður fyrr afþakkaði ég mörg til- boð þar sem ég vildi fyrst og fremst vera manni minum trú, en nú hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að ég verð að hugsa um sjálfa mig og starf mitt. Reyndar leik ég ekki einungis i kynlifskvikmyndum, þar sem innst inni er ég mjög alvarleg leik- kona. Peter Brown hugleiðir nú, hvort hann eigi ekki að fara aftur i lögregluna. Góð- Hjónabandið, sem allur heimurinn stób á öndinni út af: dóttir hins heimsfræga kvikmyndaleikstjóra og enski iögreglu- maðurinn eru skilin i bili. vinir hans segja, að eigi hann eftir að gifta sig aftur, muni hann án efa velja venju- lega, enska stúlku sér fyrir konu..... Þfb — Ég hef orðið að sjá fyrir f jölskyldunni allt of lengi, segir Anna

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.