Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 34
ið sjálf i dag? sagði Sigrid, — ég þarf að fara og
sinna ýmsum erindum úti i bæ. Frú Blomberg
hefði gaman af að tala svolitið á morgnana,
og nú þegar það hafði að auki gerzt, að leigj-
andi Sigrid hafði horfið sporlaust var hún ekki
fús á að sleppa þessu tækifæri til samræðna.
— Nei, nú verður frú Broman að gefa sér
tima til þess að setjast niður og segja mér,
hvað komið hefur fyrir stúlkuna, sem bjó á
loftinu. Það er lika sagt, að hún hafi hljóðað
þessi lifandis ósköp, þegar Vinir gamla fólks-
ins voru hér á fundinum, eftir þvi sem frú Lind-
berg segir. Já, hún sagði mér það reyndar
ekki, heldur Lottu Ström, dóttur nágrannakonu
minnar, sem var barnfóstra hja henni.
Þessar siðustu upplýsingar urðu til þess að
Sigrid fór og náði sér i kaffibolla og settist nið-
ur við borðið:
— Jæja, var það Lotta, sem var barnfóstra
hjá henni... Var segirðu er hún það ekki
lengur? sagði hún, hæfilega áhugasöm, en
reyndi að láta frú Blomberg ekki taka eftir þvi.
— Nei, getið þér imyndað yður, sagði frú
Blomberg, mun hressari eftir að hafa fundið
þetta nýja umræðuefni, henni var sagt upp án
fyrirvara fyrir nokkrum vikum. Og Lotta hafði
ekki gert neitt af sér, og hún er auk þess svo
dugleg að passa börn. Frú Lindberg hafði
ekkert haft út á hana að setja fram til þessa, þó
hún væri alltaf dálitið hrædd og miður sin út af
drengnum. Svo gerðist það dag einn, að frú
Lindberg kemur með þriggja mánaða laun og
fallega skrifuð meðmæli og segir að hún verði
að hætta þegar i stað. Aldrei hefur maður heyrt
nokkuð þessu likt og mamma Lottu er alveg
miður sin...
Sigrid passaði sig að láta ekki að löngun sinni
og segja eitthvað. Enn hafði henni tekizt að
setja saman nýja hluta myndarinnar. Hvers
vegna hafði Madeline logið og sagt henni að
barnfóstran hefði hætt, ef hún hafði sjálf rekið
hana? Gat það átt sér stað að það væri frú
Lindberg til óþæginda að hafa eitthvert vitni i
húsinu?
Hún lét frú Blomberg svifa út úr eldhúsinu
mitt i hugrenningunum um allar þær hættur
sem biðu Lottu á Kanarieyjunum, en þangað
hafði hún farið i fri. Þar sem frú Blomberg var
alveg aö springa úr íorvitni sagði hún henni, að
lögreglan hefði fnn ekkert fundið sem bent gæti
á, hvað orðíð hefðí af ungfrú Línd.
INGA VAR HEIMA og hafði ekkert á móti
þvi að taka sér svolitið fri frá málningunni.
34
Sigrid sneri sér beint að erindinu:
— Þvi meira sem ég sé af Madeleine Lind-
berg, þeim mun órólegri verð ég út af þvi
hvernig hún kemur til með að verða i um-
gengni við gamla fólkið okkar sagði hún og
bætti svo við frásögn af þvi hversu taugaveikluð
hún hafði virzt i búðinni á meðan hún hafði
barnið úti i bilnum.
— Getur þú séð hana fyrir þér fara út og
verzla með vesalings gömlu fröken Persson,
svo dæmi sé tekið? spurði hún.
Inga kveikti sér i sigarettu og var hugsi um
stund:
—Mér þykir fyrir þvi að ég skuli hafa stungið
upp á þvi, að hún gerðist félagi i Vinum gamla
fólksins, sagði hún. — Það er eins og þú segir,
þvi meira sem maður kynnist henni, þeim mun
vafasamara finnst manni að hafa hana með.
En hún lá i mér og talaði svo mikið um þetta.
Maðurinn hennar spilar golf með Anders min-
um, skilur þú og það er þess vegna sem henni
finnst eins og hún þekki mig. Annars litur ekki
út fyrir að hún eigi hér nokkra einustu vini.
— Hversu lengi hafa þau búið hérna? Og
hvaðan komu þau? Sigrid var að vona að áhugi
hennar á málinu virtist ekki nema eðlilegur.
— Þau hafa aðeins átt hér heima i fáeina
mánuði sagði Inga. — Þau koma einhvers
staðar frá útlöndum. Maðurinn hennar er
verkfræðingur og hann vann hjá einhverju al-
þjóðlegu fyrirtæki. Hún hefur áreiðanlega sagt
hvar en ég er hrædd um, að ég sé búin að
gleyma þvi. Barnið fæddist i útlöndum.
Sigrid var eiginlega búin að fá að vita það
sem hún vildi vita en hún sat kyrr um stund og
talaði til þess að það liti ekkert undarlega út,
hvað henni lægi mikið á. Inga hafði lika mikinn
áhuga á að fá einhverjar fréttir af Helenu.
— Mikil vandræði hlutust af þessari stúlku of-
an á allt annað hjá þér, sagði hún, og svo var
eins og hún sæi eftir að hafa sagt þetta og vildi
helzt geta bitið úr sér tunguna.
— Já, ég á við dauða pabba þins og jarðarför-
ina og allt i kringum það, bætti hún við til þess
að reyna að bæta eitthvað um.
Sigrid vissi vel að það voru áhyggjurnar út af
Richard og Annelie sem hún hafði verið að
hugsa um, og brosti vingjarnlega til hennar.
— Þetta er vandamál lögreglunnar, úr þvi
sem komið er, sagði hún. — Þótt ég geti auð-
vitað ekki annað en haft áhyggjur af stúlkunni.
Frá Ingu fór hún beint heim til Madeleine.
Húsið var i einu af nýrri hverfum bæjarins, yzt