Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 38
rLEDUC náttúrunnar Mörg afbrigði eru til af fasanin- um, akurhænunni, (phasianus Colchius) og er þær að finna allt frá Svartahafi I vestri til Kórcu, Jap- ans og Formósu i austri. Hvað eftir annað hafa verið gerðar tilraunir til þess að flytja fugl þennan til Norðurlanda allt frá aldamótunum 1700, vegna þess hve vinsæll veiði- fugl hann er, en það var ekki fyrr en á þessari öld, sem heimkynna- skiptin tókust. sæmilega vel. • Ilaninn er glitrandi, marglitur með grænt höfuð, brúnrauð og gul- rauð brjóst og hliðar og á allan lik- amann slær silfurlitum blæ. Það er ekki undarlegt, að fasaninn skuli vera nákominn ættingi hins fallega páfugls. Beggja vegna á höfðinu er fasaninn með einvers konar skær- rauða belgi sem hann getur blásið upp svo höfðuöiö virðist mun stærra. Þetta gerir fasaninn til þess að sýnast ægilegri i augum ó- vina sinna, og tryggja sér virðingu þeirra. Fasaninn þrifst bezt á sléttlendi, þar sem eitthvað er um tré og runna, og einnig heldur hann sig við vötn. Haninn hefur i kringum sig heilan hóp hæna, allt að 10 i hóp, og verpir hver hæna 12 til 14 eggj- um. Hreiðrið er einungis venjuleg hola, sem búin cr lagi af laufi og grasi. Fasaninn er ekkert sérlega góður heimilisfaðir og hænan verð- ur sjálf að annast kjúklingana. Um nætur heldur hún sig með ungunum í skjóli einhvers trésins eða runn- ans. Ungarnir skriða þá inn undir móðurina til þess að halda á sér hita. Fasönunum fjölgar mjög ört, og fjöldi þeirra væri enn meiri en raun ber vitni ef þeir ættu ekki marga óvini. Hreiðrin eru oft eyöi- lögð, eða þau veröa jafnvel undir landbúnaðartækjum bændanna. Veiöimenn og rándýr drepa fas- ana einnig og miklar fórnir eru færðar á veturna þegar kólna tekur i veöri. Ef ekki verður of kalt á vet- urna kemst fasaninn vel af, en þeg- ar frost eru mikil, frjósa fuglarnir oft á tiöum i hel. mCja yiot L B ■> C > Innkaupaferðin Þessi maður hefur verið með konu sinni í innkaupaferð og hcf- ur sannarlega þurft að kaupa margt handa henni. Neðst á myndinni eru þrir hlutir, stm teknir hafa veriö út úr teikning- unni. Sjá lausn á bls 25 Teiknitimi Ef til vill finnst þér það ekki vera mjög auðvelt að teikna mörgæsina, sem þú sérð hér neðst i hægra horninu. Ef þú byrjar eins og sýnt er hér á mynd no. 1 með egglaga hring, og heldur siöan áfram i sam- ræmi við skýringarmyndirnar, 2 og 3 þá er mörgæsin komin fullsköpuð, áður en þú veizt af. 38 L

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.