Heimilistíminn - 02.11.1978, Page 7

Heimilistíminn - 02.11.1978, Page 7
•V Friðrika drottning strauk bliðlega yfir gullna lokka hins nýfædda sonar sins. — Vertu ávallt góður og heiðarlegur, og syrg þú ei hina glötuðu kórónu. — En hvað hef ég eiginlega gert? Krónprins Svlþjóðar, sem enn var ekki orðinn tlu ára gamall, leitaði hjá sjálfum sér orsakanna fyrir þvi, að hann hafði glatað erfðarétti slnum til krúnunnar. Þrátt fyrir það, að drengurinn, sem hefði átt að verða GUstaf V, væri bráðþroska, varhann enn of ungur til þess að skilja þá pólitisku refskák, sem leitt hafði til þess að faðir hans lét af konungdómi. Sty-jöldingeisaöi og alls konar vandræði bæði efnahagsleg og hernaðarleg steöjuöu að rikinu....Sviar höföu tapaö Finnlandi, þegar Alexander RUssakeisari haföi allt I einu ráðizt til atlögu. Arangurslaust reyndi GUstaf IV Adolf að bjarga sænsku krúnunni, svo sonur hans mætti erfa hana. Fram til desembermánaöar sat kon- ungsfjölskyldan f stofufangelsi á Grips- holm. GUstaf og þrjár yngri systur hans, Sofia, Amalia og Cecilia höföu eiginlega bara gaman af þessu, og fannst ástandið dálitið spennandi. Þetta var svo allt öðru visi en llf þeirra hafði verið fram til þessa tima.... En þegar svo litli prinsinn bað um að fá að ná sér I eina rós Uti 1 trjágarðin- um var honum sagt, að nýi konungurinn og fjölskylda hans ættu allar rósirnar. Svo rann uppsá dagur, þegar fjölskyld- an átti að leggja upp I ferðina til annarra landa, en henni hafði verið visað úr landi fyrir fullt og allt. Konungsfjölskyldunni var komið fyrir á þremur sleðum. Drottningunni tókst að fá að sitja við hliðina á Gustaf IV Adolf konungi, sem rekinn hafði verið frá völdum. Hún óttaö- ist að tilraun yrði gerð til þess að ráða hann af dögum. Litlu prinsessurnar þrjár voru settar á annan sleða. GUstaf var á þeim þriöja. A aðfangadagskvöld yfirgaf fjölskyldan Sviþjóðá sænsku herskipi. Til voru þeir meðal byltingarmannanna, sem voru þeirrar skoðunar, að bezt hefði verið fyrir alla aðila, ef skipiö og allir sem á þvl voru hefðu sokkiö I öldur hafsins.. Friörika af Baden hafði komið til Svl- þjóðar 16 ára gömul, til þess að verða drottningog eiginkona Gústafs Adolfs, en hann var þremur árum eldri en hún. Þá hafði hún verið svo barnslega feimin og óframfærin, aö hún þorði tæpast að horf- ast I augu við þá, sem I kringum hana voru. NU átti hún og fjölskylda hennar aö fá aðsetur hjá ættingjum hennar I Baden. Þau áttu aö fá þar höll til umráða. Börn drottningarinnar tilbáðu móður slna, og hún var fyrirmynd þeirra I einu og öllu. Hún horfði á GUstaf og velti þvl fyrir sér, hversu einstaklega fallegt barn hann var. Hann var fallega vaxinn og blá- eygður. Og hann, sem fólk hafði haldið að yrði hryggskakkur og lamaður I öðrum fæti eftir „ensku veikina”. öll mein, sem af henni höfðu stafað, voru horfin. HUn hafði misst annan son sinn, slðasta sænska prinsinn, sem boriö hafði nafnbót- ina stórfurstiaf Finnlandi. Hann hafði dá- ið aðeins þriggja ára gamall. Konungsljóminn var horfinn af fjöl- skyldunni. Rúmu hálfuári siöar tvlstrað- ist fjölskyldan....! dagrenningu I júli 1810 hvarf konungurinn fyrrverandi á brott, enda hafði hjónaband hans og Friðriku ekki þolað freistingarnar, sem fylgdu landflóttanum. Friörika samþykkti skilnaðinn með einu skilyröi: Að hún ein skyldi annast uppeldi barn- anna fjögurra. Henni var Ijóstað tauga- veiklun konungsins hafði gengið I erfðir til barnanna og þá sér I lagi til GUstafs. Sfð- asti konungur gUstöfsku konungsættar- innar samþykkti þetta. Aðeins tvivegis næstu ár átti GUstaf eftir að sjá fööur sinn, og svo aldrei oftar. Faðir og sonur skrifuðust þó á reglulega allt þar til konungurinn lézt 59 ára að aldri, 1837, en þá var farið að kalla hann „GUstafsson ofursta”. I fimmtán ár bjó GUstaf meö móður sinni og systrum, og uppeldi hans viö sænsku Utlagahirðina I Baden einkenndist af áhrifavaldikvennanna. Eiginlega hafði hann aldrei fengiö aö vera barn. Feröir hansfyrstogfremsttil Englands og ítalíu gáfu þessum fyrrverandi krónprinsi Svla loft undir vængina. Hann varö eins konar heimsborgari. Hannhaföi mikla hæfileika til tungumálanáms og naut þess að sjá lengra en þaö, sem hægt var að sjá I stór- hertogadæminu I Þýzkalandi. Vln, keisaraborgin, kallaöi. Hann fékk vilja slnum framgengt, og Hann var síöasti prinsinn af Vasa, og átti aö erfa sænsku krúnuna. Hann varc þó aö lifa í útlegö alla ævi, og Karl XIV Johan konungur hótaöi meira aö segja stríði, ef Gustav kvæntist konunni, sem hann elskaöi........... 7

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.