Heimilistíminn - 02.11.1978, Blaðsíða 14
1 sumum tilfellum er allur ifkaminn undirlagöur af þessum s júkdómi, og fátt ef nokkuð kemur sér betur en sól og böö i
söltum sjó.
SÓL 06 SALTUR SJÓR ERU EINASTA
LÆKNINGALYFIÐ
Nálega tiundi hver Norð-
maður ferðast til suðlægra
landa, hyort sem harðnar i ári
eða ekki. En i þessum stóra
hópi eru fáeinir ferðamenn,
sem ekki ferðast suður á bóg-
inn til þess fyrst og fremst að
njóta sumarleyfisins á spenn-
andi og skemmtilegum stað og
til þess að koma heim brúnni
en nágranninn.
Fyrir þennan hóp er sólin og heitur sjór-
inn nokkurs konar lækning. betta fólk
þjáist af hUðsjúkdómi, sem ekki er vitaö
af hverju stafar, og enn hefur ekki fundizt
nein lækning við. Psoriasis heitir sjúk-
dómurinn, og venjulega þjáist fólk af
sjúkdómi þessum allt lifið.
Nákvæmar upplýsingar liggja ekki
fyrir um útbreiöslu sjúkdómsins, en taliö
er, að um 90 þúsund Norðmenn séu meö
psoriasis, en flestir á fremur lágu stigi,
sem betur fer.
Á þeim, sem verst hafa oröið úti, er all-
ur likaminn þakinn nokkurs konar skel,
sem einna helzt likist vaxi. Undir þessu
lagi er húðin eldrauð, þunn og gegnsæ og
springur hún auðveldlega og þá blæðir úr
sárunum, sem myndast.
Sagt er, að i Noregi sé litiö gert fyrir
psoriasis-sjúklinga, og jafnvel minna en á
hinum Norðurlöndunum. Verst ku vera
settir sjúklingar i Norður-Noregi, en þar
14
er sjúkdómurinn útbreiddari en annars
staöar i' Noregi, og tala ungs fólks, sem
með hann er er þar lika hærri en annars
staðar. íbúar Norður-Noregs hafa heldur
ekki eins mikla möguleika á þvi að baða
sig i söltum sjó að sumarlagi og íbúar
sunnar i landinu.
Læknar telja, að eitt af þvl bezta, sem
hægt sé aö gera fyrir psoriasis-sjúkling,
sé að láta hann njóta sólar og sjóbaða I
suðlægum löndum. Ahrifin eru mjög góð,
Á islandi rétt eins og
annars staðar er mikið
um psoriasis sjúklinga.
Þeir hafa myndað með
sér samtök, og hafa
reynt að fá með því
málum sinum borgið.
Hér segir frá málum
psoriasis-sjúklinga i
Noregi, en þar verða
mál þeirra tekin fyrir i
stórþinginu i haust.
bæði andlega og likamlega. Sjúklingarnir
finna að þeim fer að liða skár, og i mörg-
um tilfellumhverfa einkennin algjörlega,
og þeim léttir sem eðlilegt er. Eftir þrjár
til fjórar vikur geta þeir snúiðheim á leið
með endurnýjaðaan Ufskraft og baráttu-
vilja, þrátt fyrir þennan króniska sjúk-
dóm, og tekið til við sin fyrri störf á nyjan
leik.
Bæði læknum og sjúklingum kemur
samanum, að beztsé fyrir sjúklingana að
halda suður á bóginn að vetrarlagi. En
sjúkdómurinn herjar einmitt mest á
fórnarlömb sin á þeim árstima. Þykir þvi
rangt, að norsk heilbrigðisyfirvöld haldi
áfram að kosta sjúklinga til suðurfarar á
sumrin, eins og gert mun hafa veriö til
þessa.
1 ráði er, að taka fyrir mál psorias-
is-sjúklinga á norska Stórþinginu nú I
haust, og verður þá lagt fram frumverp
frá félagsmálaráöuneytinu um „lofts-
lagsmeðferð” sjúklinga erlendis. Viö
þetta tækifæriverða lagðar fram skýrslur
um árangur sem náðst hefur viö meðferö
sjúklinga á suðlægum stöðum undanfarin
þrjú ár. Árlega munu um 500 psorias-
is-sjúklingar hafa fariö til Júgóslaviu á
timabilinu mai til september og dvalizt
þar um fjögurra vikna skeið. Hafa opin-
ber yfirvöld greitt kostnaö af þessum
ferðum eins og væri um sjúkrahúsmeð-
ferð að ræða heima i Noregi.
En nú erkomið að stjórnmálamönnum I
Noregi að ákveöa um frekari framgang
Framhald á bls. 27.