Heimilistíminn - 02.11.1978, Síða 8
komsti austurriska keisaraherinn. 1 hinu
nýja heimalandi sinu gekk hann undir
nafninu Hans konunglega hátign, GUstaf
prins af Sviþjóö — og hlaut tign innan
hersins strax á eftir austurrisku keisara-
fjölskyldunni. Arið 1827 var hann settur
yfir eigið herfylki, sem nefnt var eftir
honum, og þá var hann kallaður ofursti.
Nokkrum árum siðar hafði hann verið
hækkaður i rign og var þá orðinn general-
major og siðast marskálkur/
Aðeinsárieftirað GUstaf fluttist til Vin-
ar uröu hann og systur hans fyrir þungu
áfalli.
Móðirin, sem þau elskuðu svo heitt, lézt
eftir að hafa verið sautján ár i Utlegð.
Drottninginhafði aðeins lifað fyrir börnin
sin, eftir að hUn skildi við konunginn
mann sinn, og hún var eins og huggandi
engill. Þau voru öll fjögur mjögháð móö-
ur sinni. Þau Friörika og Gústaf IV Adolf
höfðu ekki hitzt aftur eftir aö þau skildu.
En strax eftir jarðarförina fór fólk að
piskra um að maöur, vafinnsvörtum kufli
heföi sézt ganga aftarlega I líkfylgdinni,
og sagt var, aö þetta hefði verið konung-
urinn fyrrverandi.
Dauði móöurinnar var að vissu leyti
einskonar frelsun fyrir GUstaf. Blaö var
brotið i lifssögu hans. Hann vakti alls
staðar mikla athygli þar sem hann fór.
Hann var hávaxinn og axlabreiður, og
segja mátti aö i augum hans blandaöist
saman bliöa og angurværð, sem fólk
komst ekki hjá að taka eftir. Hann vakti
áhuga og forvitni kvennanna, og mörg
fegurðardi'sin leit hann hýru auga.
Fólk fór aö hvislast á um þaö, aö ein af
hinum keisaralegu hátignum bæri til hans
helzt til hlýjar tilfinningar. Sophie af Bay-
ern hafði þegar á táningaaldri verið valin
til þess að tengjast hinni keisaralegu
Habsborgarætt fyrst og fremst I þeim til-
Vasa-prinsinn á efri árum
8
gangi aö læöa þegar fram i sækti nýjan
ættlið keisarafjölskyldunnar, en ættina
mátti rekja allt aftur til 950 eða þar um
bil. Þegar það loksins tókst,var sagt að
það hafði veriðað þakkaGústaf, og Frans
Josef og Maximilian Austurrikiskeisari
heiðu I raun verið af Vasaættinni.
En nú var allt i einu farið að tala um
hver raunveruleg staða GUstafs var,
þegar hann varö ástfanginn árið 1828.
1 byrjun höfðu prinsinn og hollenzka
konungsdóttirin Marianne orðið mjög
hrifin hvort af ööru. Trúlofun þeirra var
opinberuð, og mönnum kom saman um,
að þau væru mjög ástfangin.
F^rsti Bernadottinn, sem nú sat við
völd I Svíþjóð, Karl XIV Jóhann konung-
ur, varð alveg miður sin af reiði. Það var
litið á Gústaf sem sænskan prins! Hvilikt
og annað eins! Hans hátign gat ekki af-
borið þetta. Hollenzka konungsfjölskyld-
an fékk þegar aö heyra eftir réttum leið-
um, að ekki kæmi til greina, að af þessu
hjónabandi yrði. Sænska stjórnin lét frá
sérheyra, og Karl Jóhannhótaöi meira að
segja að fara I strið við Hollendinga, ef af
þessu yrði. Þetta samband var i hæsta
máta óæskilegt.
Afleiöingin varð sú, að trúlofuninni var
slitið. Hverjum stóð ekki á sama um til-
finningar hinnar 18 ára gömlu Marianne
og hins 29 ára gamla GUstafs? Hér voru
þaðstjórnmálin sem skiptu mestu. Áhrif-
in náðu allt tU Vínarborgar. Sænskur
prins f keisarahernum, slíkt mátti ekki
viögangast.
Gústaf var gerður prins af Vasa. Kon-
ungleg hátign ,fékk hann þó að vera
áfram.
Enn var Karl XIV Jóhann óánægður.
Taldist ekki Vasaættin til yfirstéttarinnar
iSviþjóðoghaföigertþað alltfrá þvi á 16.
öld. Hann sjálfur, konungur Svia, Vinda
Heitkonan... Marianneaf Hollandik fööur-
systir móðurafa Júliönu drottningar. Þau
Marianne og Gústaf fengu ekki að eigast.
og Gauta, fyrrverandi marskálkur í
frönsku byltingunnihaföi aðeins verið val-
inn til þess að gegna konungdómi.
Tfminn leið. Arið 1830 giftust þau bæði,
Marianne og GUstaf, sitt I hvoru lagi.
Þessi eina dóttir hollenzka konungsins
varð Prússaprinsessa, eignaðist þrju
börn, en það slitnaði upp Ur hjónabandinu
1849, og hún skildi viö mann sinn. Hins
vegar gekk Gústaf að eiga 19 ára gamla
frænku sina, Louise af Baden, eftir að þau
höfðu aðeins veriö trúlofúö i einn dag.
Louise var dóttir móðurbröður hans.
Hjónavfgslan fór fram 9. nóvember, dag-
inn sem brúðguminn varð 31 árs.
Hinn nýorðna prinsessa af Vasa var
draumfögur. Andlitsdrættir hennar voru
hreinir og fallegir, og það geislaði Ut frá
henni. Karlmenn lööuðust að henni, og
sagt var að hún væri gjörsamlega ómót-
stæðileg sem kona. GUstaf þurfti aldrei að
hafa áhyggjur af peningum og lifsgæöum,
á meðan hann var I Utlegðinni. Hann átti
höll iVinog aðraUti isveit I Austurriki, og
þar bjuggu hjónin i návist austurrí^ku
keisarafjölskyldunnar.
Áriö 1832f æddi Louise son, sem nefndur
var Luis af Vasa. En hamingjan varð
skammvin....eftir þrjá sólarhringa dó
prinsinn. Sautján mánuðum siöar fæddi
eiginkona Gústafs dóttur, Karolu af Vasa.
Hjónabandshamingjan var horfin, og
sama varað segja um ástina i hjónabandi
Marianne fyrrverandi heitkonu Gústafs.
Hún lézt árið 1883.
Það varðfljótlega opinbert leyndarmál,
að leiðir hjónanna af Vasa lægju ekki
lengur saman. Sagt var að þau ættu sér
bæði elskendur annars staöar. Ariö 1837
var meira að segja fariö að tala um
hjónaskilnað í sambandi viö þau...en þó
liöu enn sjö ár þar til úr skilnaði varö, en
árið 1854 lézt Louise svo.
Aftur var Gústaf orðinn einn. Og einn
hélt hann áfram að vera. Sama ár og til-
kynnt var um skilnað hans og Louise lézt
Karl XIV Jóhann og Óskar I sonur hans
tók við konungdómi i SvIþjóð....Sænski
krónprinsinn sá enn einu sinni fyrir sér,
hvað orðið hefði, ef hann hefði verið kon-
ungur I Sviþjóö, en af þvi átti aldrei eftir
að verða.
Þaðeina sem Gústaf gerði var að senda
hógvær mótmæli og minna á tilveru sina
við valdatöku hins nýja konungs. Enn
mótmælti Gústaf árið 1859, er nýr kon-
ungur tók við völdum, en gerði það hins
vegar ekki árið 1872. Annars lét hann litiö
á sér og andstöðu sinni bera, en samt sem
áður hafði hann hvorki afsalað sér fyrir
sjálfan sig né eftirkomendur sina réttin-
um til konungdóms i Sviþjóð.
Nokkrar breytingar urðu I Sviþjóð, er
nýir konungar tóku viö völdum. Meðal
annars aflétti konungurinn banni þvi, sem
Igildi haföi verið við að hitta eða umgang-
ast fjölskyldu Gústafs IV Adolfs. Slikt var
ekki lengur hegningarvert.
Árið 1848 léku enn einu sinni stormar
byltingar um Gústaf. 011 Mið-Evrópa
skalf...austurriska keisaradæmið rið-