Heimilistíminn - 02.11.1978, Blaðsíða 11
vitnisburö, að hinn sami sé hinnar
evangelisku lútnersku trúar og þvi að
kirkjunnar lögum fri og frjáls”.
Hér er prófasturinn séra Jón Halldórs
son, i raun réttri að fara fram á það að
Vestmannaeyjar séu settar i nokkurs
konar andlega sóttkvi, vegna hættunnar á
útbreiöslu mormónskunnar. Hann er
hræddur um að hún breiðist út til megin-
landsins og verði þar til áhrifa. En sam-
kvæmt lögum var erfitt að framkvæma
slika sóttvörn, enda varð ekkert Ur henni.
2.
En prófasturinn i Rángárvallaprófats-
dæmi lét ekki við þaö eitt sitja að rita
ábyrgðarkapeláninum I Vestmanna-
eyjum. Hann ritaði einnig til stiftsyfir-
valdanna 30. júli 1853. Þvi miður finnst
það bréf ekki en af svari yfirvaldanna 9.
ágúst 1853 má að nokkru ráða efni
bréfsins, en þaö hefur verið aö sækja um
staöfestingu stiftyfirvaldanna á fyrirskip-
unum sínum til séra Brynjólfs Jónssonar.
En liklegt er að undirrótin að þessum
skrifum prófastsins séra Jóns Halldórs-
sonar, hafi veriö skýrsla séra Jóns
Austmanns, er hann ritaði og sendi
sumarið 1853 og brátt verður vikiö aö.
Llklegt er, að fyrst i stað hafi séra Jón
Austmann ráðið mest um skoðun prófasts
á störfum séra Brynjólfs Jónssonar i
Vestmannaeyjum. En séra Brynjólfur
var ákveðinn og viljasterkur maður, sem
hvergi lét standa á sér til svara og
athafna, sérstaklega þegar honum þótti,
að sér væri gert rangt til.
Séra Brynjólfur ritaði sýslumanninum I
Vestmannaeyjum bréf 31. júli 1853 og
sveigir Baumann sýslumaðurað efni þess
I bréfi I ágústmánuði en sjálft finnst bréfiö
ekki. Máliö gekk þvi I þófi milli embættis-
mannanna og virðist fremur hafa rikt
ráðleysi i athöfnum þeirra og gerðum
gagnvart mormónunum.
En I byrjun ágústmánaöar 1853 fór
prófasturinn i Rángárvallaprófatsdæmi,
séra Jón Halldórsson i visitasiuferð til
Vestmannaeyja, og er vlsitasiugeröin
dagsett 2. ágúst. en það einkennilega
blasir við I henni, að ekkert er þar minnst
á mormónana, nema það, sem þegar er I
máli minu. Sjáanlegt er af þvl aö pró-
fastur hefur viljaö fara varlega I þessum
sökum, enda var hann sérstaklega hóg-
vær og gætinn maöur I öllum verkum
sinum, jafnt I embætti pröfasts og prests.
En hins vegar er það liklegt, að það sé
runnið undan rifjum prófasts, að séra
Brynjólfur ritaði sýslumanninum I
Vestmannaeyjum reglulegtkærubréf á þá
Guðmund gullsmið ogSamúel Bjarnason,
og er það dagsett daginn eftir að
vlsitasiugeröin er rituð, eða 3. ágúst 1853.
Bréfiö er að vlsu ekki varöveitt, en
staöfesting á þvi aö þaö hefði verið ritað
er i réttarhöldunum er hafin voru 6.
ágúst að tilefni þess.
3.
Eins og áður var sagt, lét Johan Nikolai
Abel af embætti sýslurhanns I Vestmanna-
eyjum fyrir fullt og allt sumarið 1852. Þá
var settur þar sýslumaður Adolph
Christian Baumann, og var hann þar I
embætti til haustsins 1853. Hann kemur
þvl talsvert við sögu mormónanna. Það
féll I hlut hans að halda réttarhöld yfir
Guðmundi gullsmið og Samúel Bjarna-
syni sumarið 1853.
Samúel Bjarnason var fyrst kallaöur
fyrir. Hann játaði óhikað.aö'hann heföi
orðið mormóni af sannfæringu og
algörlega af sjálfdáðum, en jafnframt af
fortölum prestsins danska, J. P.
Lorentzsen er dvaldist I Vestmannaeyjum
hluta af sumarinu 1853. En jafnframt
segist Samúel hafa orðið fyrir áhrifum af
kenningum Guömundar Guðmundssonar
gullsmiðs.
Jafnfrant viöurkennir Samúel, aö hann
hafi fengið svonefnt „Kaldsbrev”, og með
þviog vlgslu Lorentzsen, var hann oröinn
löglegur prestur mormónasafnaðarins I
Vestmannaeyjum að þeirra lögum. Hann
viðurkennir lika aö hafa eftir fyrr-
greindum bréfi skirt konu sina i viðurvist
J. P. Lorentzsen og Lofts bónda Jóns-
sonar i Þórlaugargerði. Þegar honum var
af sýslumannibentá aöþetta athæfi væri
algörlega ólöglegt og gagnstætt lögum
landsins kvaðst hann ekki hafa hugmynd
um það.
4.
Guömundur gullsmiður Guðmundsson
var yfirheyrður af Baumann sýslumanni
og segir svo i réttarbókinni: „Hann segist
einstaka sinnum hafa haft fáeina menn
hjá sér, fyrir hverjum hann hafi predikað
evangellum, og við þessi tækifæri Utbýtt
kvöldmáltiðarsakramentinu, og þar aö
auki skirt eina persónu I nærveru fleiri
persóna, sem þó ekki voru tilkvajidar sem
vitni. Sá framstandandi segist ekki hafa
vitað, aöþetta var lögum gagnstætt, en að
hann hafi tekið það fyrir af þvl, að hann
áleit, aö það mundi seinna meir hafa
heilladrjúgar verkanir á þá er það meö-
tækju...Þar er nú vitnið hefur breytt
svona, „bone fide” (fann dómarinn),
einkum útdeiling sakramentisins og
skirnin, væri striðandi mót hérgildandi
lögum, og var honum líka, eins og þeim
hinsvegar nefnda (Samúel Bjarnasyni)
gefin saman áminning og viðvörunun
undir sömu hótun Utaf væri brugðið....”
Réttarhaldið yfir Guömundi Guö-
mundssyni gullsmið, er fremur ófullkom-
ið. Hann virðist hafa haft lag á þvl aö
smeygja sér undan sjálfu málefninu, og
leiöa það aö aukaatriðum. En þrátt fyrir
allt kemur fram I réttarhöldunum þýö-
ingarmikið atriði, og er til uppfyllingar
við skýrslu séra Jóns Austmanns um
starfsemi mormóna I Vestmannaeyjum.
Guðmundur gullsmiður viöurkennir, að
hannhafi haldið samkomur, en þó undar-
legt sé, kemur ekki fram, hvar þær hafa
verið haldnar. En eftir skýrslu séra Jdns
Austmanns er vitað, að þær voru i Þór-
laugargeröi á heimili Lofts Jónssonar.
Þessar samkomur hafa verið haldnar
mjög leynilega, og af þeim sökum er litiö
um þær vitaö.
Þaðer einkennilegt, að hvorugur þeirra
Guðmundar og Samúels viðurkenndi fyrir
réttinum, að þeir hafi vitað um það, að
þeir voru að fremja ólöglegan verknað
með þvl að ganga inn I störf presta. Ein-
kennilegt er, aö sýslumaður skuli hafa
látið þá sleppa við það, þar sem honum
átti að vera kunnugt um réttarprófiö yfir
Þórarni Hafliðasyni, og jafnframt, að það
gat ekki fariö fram hjá þeim tvimenning-
unum. En sýslumaðurinn var ekki neinn
sérstakur lögfræðingur og þau að auki
óvanur islenskum yfirheyrslum.
En Guömundurgullsmiður var kænn og
kunni vel að skjóta sér undan. Hann viö-
urkenndi, að hann vissi um trúfrelsi var
komið á I danska ríkinu, og jafnframt að
hann starfaði eftir þeirri vissu. En hins
vegar fór hanneftir alþekktu bragði mor-
móna, að reyna aö forðast að komast I
kast við yfirvöldin I lengstu lög, skjóta sér
undan með hægð og lipurö, en hefna sín
þvibetur á þeim siðar, ef hann fengi tæki-
færi til þess. Mormónarnir fyrirlitu jafnt
trúarbrögö mótherja sinna og lög.
Nú er þess að gæta I sambandi við þetta,
að flestir mormónarnir í Vestmannaeyj-
um, voru velgefnir menn og sumir
framarlega I hópi upplýstra alþýðumanna
i Eyjum, eins og Loftur Jónsson sátta-
semjari i Þórlaugargerði, er kosinn var
þjóðfundarmaöur Vestmannaeyja og
Guðmundur gullsmiður, sem kunni góð
skil á mörgu. En þessir menn kunnu ltka
vel að snúa á danskan sýslumann og hálf-
< dönsk geistleg yfirvöld. Þeir áttu fyrir
hendi annað land og önnur lög I nýju landi,
þar sem rikti slfellt sólskin og guðsrlki.
Þeim varð llka að ætlunum slnum og báru
‘ fullan sigur af hólmi.
Guðmundur Guömundsson, sjálfur
„Præsidentinn” i mormónas'Wnuöinum I
Vestmannaeyjum, lætur undan frammi
fyrir yfirvaldinu danska I Vestmannaeyj
um, lætur slgundan, en hugsar sér gott til
glóöarinnar slöar. Sama er aö segja um
félaga hans, Samúel Bjarnason, sem átti
eftir aö snúa enn þá betur á valdsmenn
Eyjanna.
Athyglisvert er, að þeir Guðmundur og
Samúel, eru enn þá undanlátssamari við
yfirvöldin, en Þórarinn Hafliðason var á
smum tima, þrátt fyrir það, aö hann var
búinn aö ganga af trúnni, þegar hann var
yfirheyröur. Hann reyndi þó svolitiö að
malda I móinn. En þeir fyrrnefndu virð-
ast ekki hafa gert neina tilraun til þess,
bara látið undan, játað bót og betrun en
hafið sama starf og sömu lögbrot, þegar
þeir voru komnir úr augsýn sýslumanns-
ins.
11