Heimilistíminn - 02.11.1978, Page 19
SPÆNSKUR
tt
úskrókur
FISKRÉTTUR
Þið getið notað hvort
heldur þið viljið frosinn fisk
úr pökkum, eða ný þorsk-
flök ef þið fáið þau góð.
Þorskur 450 grömm, 1/2
dl. hveiti, 1 tsk. salt, ofur-
litill pipar, 2 rauðar
paprikur, 2 laukar, 1 flis úr
hvitlauk, 3 msk matarolia.
Skiptið þorskflakinu i
fjóra hluta. Veltið upp úr
hveiti og kryddi. Takið utan
af lauknum og hreinsið
paprikumar. Skerið hvort
tveggja niður i hæfilegar
sneiðar eða bita. Steikið
grænmetið i oliunni, pressið
hvitlaukinn saman við það
sem fyrir er á pönnunni.
Brúnið fiskinn i oliunni og
látið svo grænmetið i kring
um fiskstykkin. Setjið lok á
og látið réttinn sjóða við
hægan hita þar til fiskurinn
og grænmetið er hæfilega
soðið.
Berið fram soðnar
kartöflur eða soðin hris-
grjón.
laukinn og einnig sveppina.
Steikið hvort tveggja i litilli
feiti og hellið þessu svo yfir
kóteletturnar.
Bætið þessu næst græna
piparnum út i og saltið og
kryddið eins og ykkur lystir
Látið réttinn sjóða við hæg-
an hita þar til kóteletturnar
eru gegnsteiktar.
Það má setja ofurlitið af
hveiti út i soðið ef þið viljið
heldur hafa sósuna þykka
en þunna, en hún ætti að
vera bæði bragðgóð og holl
eins og hún er án hveitisins.
Berið fram soðin hris-
grjón og grænmetissalat.
\