Heimilistíminn - 02.11.1978, Blaðsíða 20
Tilraunaglasabarnið
brezka, Louise Brown hefur
komið mikilli hreyfingu á hugi
manna um allan heim. Flestir
vísindamenn á þessu sviði eru
þó þeirrar skoðunar, að þetta
stórkostlega barn hefði ekki
fæðzt, ef ekki hefði verið fyrir
vinnu hógværs 54 ára gamals
kvensjúkdómalæknis við
Vanderbilt háskólann i Nash-
ville i Bandarikjunum.
Dr. Pierre Soupart er viöurkenndur
brautryöjandi i frjóvgun eggs utan llk-
ama móðurinnar. Ariö 1973 birti hann
sönnun þess, aö getnaður gæti átt sér staö
i tilraunaglasi.
Nú er svo komiö, aö annar kvensjúk-
dómalæknir, James Daniell, 34 ára gam-
all, hefur mesta möguleika lækna I Banda
rikjunum á að feta i fótspor læknanna i
Bretlandi, en hann vinnur undir stjórn dr.
Souparts. Um 150 þúsund konur i Banda-
rikjunum geta ekki eignazt börn, vegna
þess aö eggjaleiöarar þeirra eru lokaöir
eða stiflaöir, og biöa þær nú I voninni um,
að hægt veröi aö hjálpa þeim til þess aö
Allir
eigi
tUraimag
Diane Dye hefur fengiö sér skyrtubol meö
áletrun sem segir: Éger ekki feit heldur
barnshafandi. Hún hefur þó aöeins 10%
möguleika á þvi aö geta oröið barnshaf-
andi á venjulegan hátt. Enda þdtt maöur
hennar hafi veriö sendur i vinnu til Or-
lando hyggst Diane halda sig nærri
Vanderbilt i von um aö veröa ein þeirra
kvenna, sem veröur fyrir valinu hjá lækn-
unum þar.
£3
eignast börn með þessari nýju frjóvg-
unaraöferö. Rannsóknir I Bandarikjunum
á þessu sviöi stöövuöust þvi sem næst
alveg fyrir fjórum árum, þar sem ekki
var taliö siöferöilega rétt aö halda áfram
rannsóknum meö manneskjuna aö til-
raunadýri á þennan hátt. Soupart læknir
hefúr nú á nýjan leik sótt um fjárstuöning
til þess aö halda rannsóknum sinum
áfram, og er beöið eftir svari um þaö,
hvort f járstuöningur fæst.
— Þessi langa biö hefur valdiö von-
brigðum, segir þessi frjósemissérfræð-
ingur, sem fæddur er i Belglu, en brezku
sérfræðingarnir Patric Steptoe og Robert
Edwards hafa meö góöum árangri haldiö
áfram rannsóknum, þar sem hann varö
aö hætta.
— Þið hljótiö aö skilja, hversu and-
styggilegt I mínum eyrum, sem sérfræö-
ings, orö eins og tilraunaglasabarn hlýtur
aö vera. Viöerum aöeins aöfást viö fáein-
ar frumur.
StéttarbræöurSouparts teljahann mjög
einrænan, enda vinnur hann einn sér I lft-
illi skrifstofu i Vanderbilt-háskólanum.
Þar eru allir veggir þaktir bókum og alls
Tveir læknar í Bandaríkjunum biða eftir heimild til þei
20