Heimilistíminn - 02.11.1978, Síða 24
en það fórst. Við gætum beðið um lista yfir nöfn
þeirra, og hvar þeir hefðu farið i land...
—Við getum ekki tekið á okkur svo mikla
áhættu, sagði fænka ákveðin. Það gæti tekið
marga mánuði að finna einhvern þeirra, og
kannski fyndum við aldrei neinn. Ástand þitt
verður greinilegra með hverri vikunni, sem
liður....Nei, við verðum að finna einhverja
aðra leið.
Aðra leið. Það einasta sem mér gat dottið i
hug var, að ég gæti ekki verið áfram i Sag
Harbor. Hvað svo sem ég segði myndu allir,
meira að segja þeir sem voru mér vinsamlegir,
svo ekki sé minnzt á hina, vera vissir um að
barnið mitt væri lausaleiksbarn. Sjálf hefði ég
vel getað afborið þetta, en ég gat ekki lagt það
á barnið, að þurfa að horfast i augu við með-
aumkunina i svip fólksins og þjást af hæðni
barnanna i bænum. Ef þetta yrði stúlka myndi
hún lifa i skugga af þessu alla ævi, ef hún yrði
alin upp einhvers staðar meðal ókunnugra.
Elizabeth frænka dró djúpt andann.
—Nú veit ég hvað við skulum gera. Ég sel
húsið og allt annað, sem ég á hérna og við
förum til Kaliforniu. Ég segi að það sé vegna
heilsunnar — og svo verðum við þar. Ein getur
þú ekki verið, þú ert bara nitján ára gömul.
Þakklát en skelfingu lostin horfði ég á fölt
andlit hennar, á magrar, titrandi hendurnar.
Hvernig ætti hún að geta flutt? Það væri eins
og að reyna að flytja gamallt tré, og fá það til
að lifa i ókunnri jörð.
—Við skulum sofa á þessu, muldraði ég, og
hún kinkaði kolli til samþykkis.
—-Ég held ég fari út að ganga svolitla stund,
bætti ég við og flýtti mér að standa á fætur.
—Gerðu það. Þú hefur verið allt of litið úti frá
þvi þú komst heim.
Ég sveipaði um mig kasmirsjalinu til þess að
verja mig gegn nóvember-kulinu og fór svo út.
Fyrst gekk ég eftir Howard stræti og siðan til
vinstri yfir á Kapteins-götu. Mikið þótti mér
vænt um litla bæinn minn! Frænka myndi ekki
verða sú eina, sem þjáðist af þvi að þurfa að
fara héðan. En ég var ung og myndi geta lifað
af flutningana, en hún...
Þegar ég var komin hálfa leið upp á
Aðalstræti gekk ég yfir á hina gangstéttina og
nam snöggvast staðar. Götuluktirnar köstuðu
bláleitu skini yfir þriggja hæða húsið, Hunging-
bygginguna, sem þarna var. Og allt i einu
minntist ég atviks.
í febrúar, á meðan ég beið eftir að skip
Stevens myndi koma aftur til baka frá Sydney,
24
hafði verið haldin mikil veizla i þessu húsi. Við
Elizabeth frænka höfðum verið þarna. Seint
um kvöldið, þegar ég stóð undir stóru ljósa-
krónunni i hópi nokkurra unglinga, kom Jason
Fonsell til min. Hann nam staðar fyrir framan
mig, hneygði sig og bauð mér upp i dans. Ég
vissi, að ETizabethu frænku myndi ekki líka,
að ég dansaði við hann, en hann gæti eflaust
sagt mér eitthvað nýtt um Steven, svo ég tók
boði hans.
A meðan við svifum um gólfið milli hinna
paranna spurði ég hvort hann hefði heyrt frá
bróður sinum nýverið. Fyrst voru gráu augun,
undir þykkum, svörtum augnabrúnunum
algjörlega sviplaus. Svo brosti hann og sagði:
—Mér datt i hug, að það væri þess vegna,
sem þú vildir dansa við mig. Við fengum bréf i
siðustu viku. Hann er enn i Sydney.
Svo sögðum við ekki fleira. Þögnin var
óþægileg, og ég fann, hvernig þykk, vinstri
hönd hans hélt um mina, en hin utan um mitti
mitt. Það var eins og ég fyndi straum leggja
beint i gegn um mig, i gegn um kjólinn, og
undirfötin. Það var ekki óþægilegt, og ef til vill
var það einmitt það, sem gerði mig hrædda.
Hann var svo sterkur, svo tillitslaus og það var
einhver undarlegur glampi i augum hans, á
meðan hann horfði á mig. Ég var glöð, þegar
hljómsveitin hætti að leika og hann þakkaði
mér fyrir dansinn. Hann gekk i burtu með
iskalt bros á vörum.
Það var eins og minningin hefði töfrað hann
fram, þvi á næsta augnabliki sá ég Jason,
sterkan og axlabreiðan koma útúr veitinga-
húsi, þarna skammt undan. í ljósinu frá götu-
luktunum sá ég hann ganga að hesti sinum,
sveifla sér i söðulinn og þeysa i burtu. Þetta
var hestur Stevens, það var ég fullviss um. Nú
átti vist Jason hann.
Kannski átti Jason allt, sem áður hafði
tilheyrt Steven..
Allt, sem tilheyrt hafði Steven. Ég stóð
hreyfingarlaus utan við mig af hugsuninni,
sem allt i einu hafði skotið upp i huga mér.
Oftar en einu sinni undanfarna daga hafði
þeirri hugmynd skotið upp hjá mér, að ef til vill
myndi einhver þeirra ungu manna, sem höfðu
látið sér annt um mig um veturinn, vilja giftast
mér, en ég vissi þó, að þetta var óhugsandi i
raun. Um leið og ég segði þeim hvernig komiö
væri fyrir mér, myndi enginn vilja mig fyrir
konu. Svo harðneskjuleg voru hin óskráðu sið-
ferðislög i bænum okkar. Og þótt ég hefði ef til