Heimilistíminn - 02.11.1978, Side 32

Heimilistíminn - 02.11.1978, Side 32
Sagan um Tóta og systkin hans „Það er gott að þið eruð komnir, blessaðir drengirnir”, sagði mamma glöð i bragði. ,,Já, og alveg stundvislega”, sagði pabbi og kinkaði kolli. „Varðmaðurinn minnti okkur á timann”, sagðiBárður ákafur, ... „hann kom á eftir okk- ur”. „ Já, hann gefur vist engum eftir, sá náungi,” sagði pabbi glettnislega.. „En nú skuluð þið fara að hátta, allir saman”. Og drengirnir voru vissulega fúsir til þess. Þeir voru orðnir þreyttir eftir þessa viðburða- riku ferð, þó að þeir vildu ekki láta mikið á þvi bera. Og þeir voru fljótir að hátta i finu rúmin, sem voru með svo hvitum lökum og mjúkum sængum. Langt i fjarska heyrðu þeir að varð- maðurinn var enn að kalla. „Góða nótt,” sagði Tóti geipaði og teygði sig. En þeir hinir heyrðu ekki til hans, þvi að þeir voru þegar sofnaðir. 15. kafli SPENNANDI DAGUR. Drengirnir sváfu vel um nóttina, svo sem vænta mátti, og vöknuðu glaðir og ánægðir. Þennan dag tóku lávarðurinn og frú hans stór- an og fallegan leiguvagn og óku með þau um alla borgina, svo að þau gætu virt hana vel fyr- ir sér og kynnst ýmsu, sem þar var að sjá. Brúnn og hestur prestsins fengu að hvíla sig i hesthúsi hótelsins. Þegar allir voru tilbúnir, var svo lagt af stað.. og vissulega var eftirvæntingin mikil. í gærkveldi þegar þau komu til borgarinnar hafði drengjunum fundizt að umferðin væri mikil á götunum, bæði vagnar og gangandi vegfarendur. En þetta var hreint ekki neitt, 32 26 miðað við það, sem nú var um morguninn. Það var hrein og bein ös af alls konar fólki á götun um. Þarna voru bændur með kerrur sinar full- ar af ýmiss konar landbúnaðarvörum til sölu, svo sem korni, kjöti og ávöxtum,stórir hlaðnir vöruvagnar, sem voru að flytja varning milli verzlana, húsmæður sem voru að kaupa til búsins, verkamenn, sem voru að byggja ný hús, litil börn að leika sér og sendlar á þönum með körfur i höndum. Þetta var allt svo nýtt og furðulegt fyrir mömmu og drengina, sem aldrei höfðu komið hingað, að þau voru orðlaus af undrun og eins og i öðrum heimi. En enska frúin hafði gert áætlun sem þau fóru eftir. Þau fóru fyrst i búðir og keyptu sitt af hverju, sem þau höfðu óskað sér og höfðu þörf fyrir. Þar á meðal var fallegt kjólaefni handa mömmu og ömmu nýjar reykjarpipur með löngu munnstykki handa pabba og afa, og stór- ar fallegar munnhörpur handa öllum drengj- unum. Og sjálf keypti frúin fallegar gjafir handa öllum börnunum i Stóradal. Þau vissu raunar litið hvað lávarðurinn hafð ist að, þvi að hann hafði gengið frá um stund. En svo hittu þau hann aftur á veitingastað nokkrum, þar sem þau fengu kökur og súkku- laði að drekka. Og aðrar eins ágætis kökur höfðu drengirnir aldrei séð né bragðað fyrr. Þær voru svo góðar að þeir hefðu áreiðaplega borðað yfir sig, ef mamma hefði ekki stöðvað þá i tima. Frá veitingastaðnum fóru þau að fjarska stórri kirkju, sem var mörg hundruð ára göm- ul. Hún var kölluð dómkirkjan gamla. Stör hluti hennar hafði eitt sinn eyðilagzt i ægileg- um eldsvoða, sem olli afar miklu tjóni. Nú var viðgerð kirkjunnar að nokkru lokið en þó alls ekki að fullu. Pabbi sagði þeim margt forvitnilegt um þessa gömlu kirkju. Meðal annars sagði hann, að fyrr á öldum hefði fjöldi fólks komið árlega frá suðlægum löndum til að heimsækja hana, — til að sækja þangað langþráða huggun og sál- arró. Margt af þessu fólki hafði komið fótgang- andi alla hina löngu leið, — yfir Dofrafjöll i frosti og hríðum fram hjá Uppdölum og hingað. Ferð þeirra hafði oft tekið marga mánuði.Það var furðulegt að hugsa um þetta. „Hvers vegna lagði fólkið svona mikið á sig til að komast hingað?” spurði Bárður.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.