Heimilistíminn - 02.11.1978, Síða 33
„Það var stórt silfurskrin lengi hér i kirkj-
unni,” sagði pabbi. „Ég veit raunar alls ekki
með vissu, hvað i þvi var, en það mun hafa ver-
ið tengt nafni ólafs konungs helga. Að minnsta
kosti trúðu menn þvi, að það væri heilagt, eins
og hann.”
„Hvar er þetta merkilega skrin?” spurði
Bárður. Hann vildi fá að sjá það strax.
„Það er horfið héðan fyrir löngu, vinur minn
litli,” sagði pabbi. „Við getum þvi ekki fengið
að sjá það.”
Þvi næst gengu þau töluvert lengi um þetta
gamla og merkilega musteri og virtu fyrir sér
allt það furðulega, sem þar var að sjá.
Aldrei hafði drengjunum dottið i hug, að
dómkirkjan gamla væri svona óskaplega stór,
með svona miklum og fallegum gluggaskreyt-
ingum og margvislegum listaverkum, sem
höggvin voru i steininn. Og þó höfðu þeir oft
heyrt fólkið heima tala um þessa miklu kirkju.
Þeim fannst þeir hreinlega vera þarna eins og
pinulitil peð.
Eitt sinn laumaðist Tóti ofurlitið frá þeim og
fann þá gamlan brunn i afhýsi nokkru. Brunn-
urinn var ekki stór, en hann virtist vera miög
djúpur.
Þau hin komu fljótlega á eftir honum.
„Þetta er áreiðanlega brunnur ólafs kon-
ungs helga,” sagði pabbi. Ekki vissi hann
örugglega, hvers vegna hann hafði hlotið þetta
nafn. En það var gömul trú, og menn fullyrtu,
að það væri rétt, að ef peningi var kastað i
brunninn, mætti bera fram eina ósk, sem jafn-
an rættist.
Enska frúin tók þá upp pening úr pússi sinu
og fleygði honum i brunninn. Þeim fannst liða
nokkur stund, þangað til þau heyrðu, að hann
féll i vatnið.
„Þá óska ég, að þessi kirkja verði að fullu
endurbyggð sem allra fyrst,” sagði frúin.
— Þegar kirkjuheimsókninni var lokið, fóru
þau i ökuferð niður að höfn.
Skipið, sem lávarðurinn og frú hans ætluðu
að fara með heim, var einmitt nýkomið að
hafnargarðinum og átti að liggja þar i nokkra
daga, og lávarðurinn þurfti að fara um borð, til
þess að ganga úr skugga um, hvort ekki væri
allt i lagi með farseðla þeirra.
Þau hin fengu öll að fara með honum.
Mamma og drengirnir höfðu aldrei fyrr séð svo
stórt og fallegt skip, og þau voru alveg orðlaus
af undrun og aðdáun.
Þetta stóra og vandaða skip var næstum þvi
eins og hótel. Þarna var bæði stór borðsalur og
reyksalur og fjöldi litilla, snyrtilegra svefnher-
bergja, sem kölluð voru klefar. Skipið var lika
tvær hæðir, eins og stærðar hús eru, og uppi
var stórt, hvitþvegið þilfar, þar sem farþeg-
arnir gátu ýmist gengið um eða hvilt sig i góð-
um stólum.
Það var áreiðanlega ekki erfitt að ferðast
yfir hafið með slikum farkosti.
En þegar þau höfðu lokið við að skoða skipið
og héldu ferðinni áfram meðfram höfninni,
komu þau að öðru skipi, sem var að minnsta
kosti jafnstórt, en hvergi nærri eins vandað. Á
hafnargarðinum var fjöldi fólks, karlar, konur
og börn. Margir gengu upp og niður landgöngu-
brýrnar með poka og töskur. Sum af seglum
skipsins höfðu þegar verið sett upp. Skipið var
senn að leysa landfestar.
„Megum við vera hérna smástund og virða
þetta fyrir okkur?” spurði Bárður.
„Já, það getum við sem bezt,” sagði pabbi,
og lávarðurinn kinkaði kolli... Þau stigu út úr
vagninum og gengu i áttina til mannfjöldans.
Og nú sáu drengirnir, að þarna voru bara
venjulegir norskir bændur. Þeir voru allir i
sparifötum sinum. Flest var þetta fólk á bezta
aldri, en þó einnig allmörg börn og gamal-
menni. Næstum þvi allir voru þungbúnir og al-
varlegir á svip, aðeins fáir, sem spjölluðu og
hlógu og virtust hlakka til ferðarinnar.
„Hvert er þetta skip að fara pabbi?” spurði
Tóti.
„Það er á forum alla leið til Ameriku,” svar-
aði pabbi.
„En.. en..” sagði Tóti undrandi... „hefur
allt þetta fólk efni á að ferðast svona langt?”
„Það fer ekki þessa löngu ferð af þvi að það
er rikt,” svaraði pabbi alvarlegur, — „Það fer
miklu fremur vegna þess, að það er fátækt og
getur ekki séð fyrir sér hér heima. í Ameriku
vonast það til, að þvi geti liðið miklu betur en
hér i Noregi, og að allt leikiþar i lyndi.”
Tóti virti fólkið nánar fyrir sér. Hann veitti
þvi fljótt athygli að margt af þvi eldra var
áberandi þreytt og lúið, og að börnin voru mög-
ur og grá og guggin.
„Er þetta kannski fólk frá leiguliðabústöðun-
um ljótu, sem við sáum á leiðinni?” spuröi
hann.
„Já, alveg áreiðanlega,” svaraði pabbi.
„Nú hefur það fengið nóg af stritinu og notað
sinn siðasta eyri til að kaupa farseðil vestur.
Menn fullyrða, að það sé auðvelt að fá ágæta
landbúnaðarjörð i þessu nýja landi. Og sums
33