Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 8
Sögur og sagnir ísland og siglingar um norðanvert Atlantshaf í byrjun 19. aldar ÍSLANDSVINUR Á BRET- LANDI VERÐURSTERKARI HAFNBÖNNUM STÓR- VELDANNA í EVRÓPU Jón Gíslason: Dönsku stjórnvöldin voru ráöþrota um úrlausnir lslandsmála áriö 1808 eins og eölilegtvar. Þau höföu áöur í langan tlma leyst málefni landsins af skammsyni og oft á tíöum meö fyrirhyggjuleysi. En nú steöjaöi vandi aö af völdum styrjald- anna i Evrópu, sem litt var leysanlegur. Þó reyndi danska stjórnin aö klóra i bakk- ann eftir föngum. Þaö var ákveöiö aö veita kaupmönnum aöstoö viö vátryggingu skipa og farms, og veita styrkeöa verölaun til skipstjóra og skipshafnar á hverju skipi er kæmist til Islands einn og hálfan dal á lest skipsins Tilskipunin um þetta endaöi á þvi aö lána mætti úr Kollektusjóöi til íslandssiglinga, en hann nam þegar þaö var ákveöiö 37.000 rikisdölum. Þaö sýndi betur en nokkuö annaö hvaö skammt stjórnin hugsaöi umþessi mál, nauösynjamál Is- lensku þjóöarinnar. Nokkrir felenskir kaupmenn er voru I Kaupmannahöfn ræddu um þessi mál, og voru tveir þeirra jafnvel tilbúnir aö senda 8 6. grein skip til Islands meö vörur, en þaö voru Kjartan Isf jörö kaupmaöur á Eskifiröi og firmaö örum & Wulf, er verslaöi á Húsa- vik. Vildi sá siöarnefndi fá 27.000 rikisdali til láns og vátryggingu aö auki, en Kjartan Isfjörö vildi fá 20.000 rikisdali til láns. Sýnir þetta, hve Kollektusjóöurinn dugöi skammt til þessara þarfa. Þaö leiö ekki á löngu, þar til danska stjórnin sá, aö tilskipunin frá 12. febrúar 1808 bar engan árangur. Greip hún þá til- skipun 6. mal 1808, I þann mund, aö skip voruaö venju aö koma til verslunarstaö- annaá Islandi. Var þar ákveöiö aö nokkur skip yröu send til tslands á kostnaö konungs. Var Grönlandske og Færöiske Handels-Administration faliö aö s já um af kaupa þær vörur er skipin skyldu flytja. En fyrrgreint fyrirtæki fól Péter Frederik Busch verslunarstjóra aö taka á leigu 60 lesta skip oghafa á hendi forstööu farar- innar fyrir ákveöiö dagkaup auk 2% af söluveröi innfluttra og útfluttra vara. Kostnaöurinn skyldi greiddur úr Kollektusjóöi. Busch verslunarstjóri náöi I tvö skip á leigu til þess aö sigla til íslands, brigg- skipiö Justitia og húskortuna Rödefjord. Þau koma bæöi viö sögu í þessu máli. Justitia fór frá Niöarósi I september um haustiö og kom til Hafnarfjaröar 13. október 1808, ogvar þaöfyrsta kaupfariö er kom til Islands, eftir aö Danir lentu I styrjöldinni viö Breta, og eina skipiö er kom til Islands áriö 1808. Ráögert var, aö fleiri skip yröu send til Islands en ekki varö af þvl, þaö uröu aö- eins ráöageröir, enda fór Magnús Stephensen frá Kaupmannahöfn, og var þá enginn til aö reka eftir siglingum til ís- lands. En þrátt fyrir þaö, aö tillögur Magnúsar féngju lltinn hljómgrunn hjá dönskum stjórnarvöldum I Kaupmannahöfn, þ-eyttist hann ekki á aö berjast fyrir áhugamálum slnum og leysa vandamál Islands og Islensku þjóöarinnar. Hann varö llka til þess aö vinna mikiö gagn I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.