Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 37
Skrokkur svifflugunnar er gerður úr kvistalausri furu, sem hefur verið hefluð i 5 mm þykkt. Lengdin er 350 og br. 45. í nefinu á flug- vélarskrokknum er litið hólf fyrir járnbút eða blý til að auka framþungann. Á mynd C sést hvernig sagað er inn i skrokkinn fyrir stéli og hæðarstýri, en á mynd d sést hvernig söguð er rauf til þess að halda vængnum. Vængurinn er þunnur mjög, aðeins 1 mm á þykkt. Til þess að hægt sé að hefla hann svona þunnan er 5 mm fjöl fest á aðra stærri með trénöglum. Siðan er heflað og þá naglarnir með. Lagið á vængnum sést á mynd D og vængbroddarnir eru gerðir úr stinnu kartoni og limdir fastir (sjá mynd d). Þeir eru svo sveigðir upp á við. Lengd vængjarins er 470 mm að beygju. Þá er klippt til hæðarstýri og stél (65x60 mm) og limd föst i raufirnar, sem sjást á mynd C. Lakka mætti flugvélina með Leifturlakki, þegar hún hefur verið slipuð vel með sandpappir. Yfirmaður er einungis maður, sem situr og hugs- ar, og þó aðallega situr. Það er álíka rétt að gefa sjálfum sér góð ráð, eins og það er vonlaust. Nonna skortir ekkert það, sem kraftaverk getur ekki bætt úr. Það er erf itt að trúa þvi, að maður segi sannleikann, þegar þú veizt sjálfur, að þú mundir Ijúga, ef þú vær- ir í hans sporum. Þegar tvær konur verða allt i einu vinkonur, bendir það til þess að einhver ein kona hafi skyndilega misst tvær vinkonur sínar. Það er hvorki arðvænlegt starf, eða gott starf að vera símastúlka, það er köllun. Því eldri, sem ég verð, þeim mun meira efast ég um, að vizkan vaxi með aldrinum. 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.