Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 23
að helzt liti út fyrir að hann hefði hryggbrotnað,
sagði hún að siðustu og fór svo út úr herberg-
inu.
Ég hlýt að hafa sofið i marga klukkutima en
svo var barið að dyrum, og ég vaknaði, og
morgunsólin var farin af glugganum minum.
— Kom inn, hrópaði ég.
Cantrell gamli læknir kom inn og gekk að
rúminu minu og settist.
— Hvernig liður þér?
— Það er allt i lagi með mig. Mig verkjaði i
hvern einasta vöðva en ég var orðin skýr i
höfðinu aftur. Mér leið verst við tilhugsunina
um það,hvað gerzt hafði eftir að mér var orðið
ljóst að Paul var morðinginn. Ég reyndi að
kyngjaen það var eins og eitthvað sæti i hálsin-
um á mér. Svo lokaði ég augunum. Eftir svo-
litla stund sagði ég lágt:
— Hvaða raddir eru þetta sem ég heyri? Það
er eins og fjöldi fólks væri niðri i matsalnum.
Doktor Cantrell brosti svolitið
—Ég er viss um, að hingað mun koma sendi-
nefnd frá fólkinu i bænum til þess að tala við
Jason.
Ég opnaði augun og horfði á hann og beið.
— Það var ofurmannlegt sem Jason gerði i
nótt, hélt hann áfram. og nú brosti hann ekki
lengur. Það skiptir ekki máli þótt það væri til
einskis, þar sem það varð ekki til þess að hefta
útbreiðslu eldsins, en það var vel af sér vikið
samt. Fólk kann að meta það. Ég fann
krampatitring i hálsinum, og mig sveið i augun
af tárunum, sem ég reyndi að halda aftur af.
Og svo leit ég aftur á hann.
— Og Paul Ronsard?
— Hann er dáinn veslings ræfillinn. Hann dó
um fimmleytið i morgun og hann var með fulla
meðvitund allt til hins siðasta. Hann talaði
stanzlaust. Stundum var hann æstur og mikið
rugl á honum, en þó held ég,að ég hafi náð þvi
helzta sem hann sagði. Hann þagnaði augna-
blik.
— Það var Ronsard, sem réðist á þig kvöldið
sem þú varst i húsi Elizabethar frænku þinnar.
— Ég veit það. En ég veit ekki hvers vegna.
—Helzt litur út fyrir, að hann hafi heyrt ykk-
ur Jason rifast, og þig hóta að fara og leita uppi
hótel á Fjórtándu götu i New York.
Rétt er það hugsaði ég. Það hlaut að hafa
verið daginn sem við rifumst sem mest úti i
garðinum. Um kvöldið yfir matnum hafði ég
minnzt á, að ég ætlaði að fara niður i Howard
Street og lita eftir húsinu.
—Ronsard varð hræddur. Hann vissi, aö eig-
andi hótelsins þekkti hann enn og það sem
meira var, hann hafði einu sinni hitt hann, og
þá hafði hann munað eftir nafninu, sem hann
notaði, þegar hann kom og fékk herbergi á
hótelinu með Juliu Fonsell.
Cantrell læknir hélt áfram að segja frá Paul
Ronsard. Hann hafði farið niður i Howard
Street og beðið eftir mér þar. Ég gat imyndað
mér, hvernig hann hafði beðið þarna og til-
finningarnar höfðu barizt um yfirráðin yfir
huga hans. Hann hafði ekki ætlað að berja mig
niður, eins og hann hefði gert við Juliu Fonsell,
og þó hafði hann óttazt það, sem á eftir kæmi,
ef hann ekki gerði það. Þegar ég reyndi svo að
hlaupa út eftir hjálp, hafði hann séð að hann
yrði að láta til skara skriða.
— Eini munurinn á ykkur Juliú Fonsell var
sá, sagði doktor Cantrell, — að þér gafst færi á
að æpa á hjálp.
—Og þá hljóp hann hræddur i burtu. Hafði ég
hrætt burtu Paul, með þessi fallegu bláu augu,
manninn, sem hafði verið vinur minn, sem ég
hafði treyst svo mikið á...
— Ég held að hann hafi orðið hræddur. Hann
sagði sjálfur, að hann hlyti að hafa verið utan
við sig af skelfingu þetta augnablik, vegna þess
að honum hafði fundizt þetta vera i fyrra skipt-
ið, og það væri Julia, sem hrópaði. Hvernig svo
sem það nú annars var, þá hvarf hann úr hús-
inu, út i gegn um eldhúsgluggann, náði i hest
sinn og vagn i skögarrjóðri og ók heim.
Og siðar, þegar ég gerði engar ráðstafanir
frekar til þess að fara til New York, heldur fór
að undirbúa ferð mina með Kestrel til Vestur
India fór hann að halda, að af mér stafaði ekki
hætta lengur. Hann haföi meira að segja lagt
sig allan fram um að fá mig til þess að fara
með skipinu.
Hafði hann nokkurn tima verið hrifinn af
mér, eða elskað mig? Eða hafði hann aðeins
talið, að gott væri ef ég giftist honum og flyttist
i burtu, svo að ég fengi ekki tækifæri til til þess
að hugsa meira um þessi undarlegu dauðsföll i
Fonsell-húsinu? Ég komst að þeirri niðurstöðu,
að margar orsakir hefðu legið til þess, að hann
bað min i trjágarðinum I San Isidro.
—Það er erfitt fyrir mig að skilja hann, sagði
ég hægt. — Hann var svo óendanlega vingjarn-
legur og tryggur og kom svo vel fram við mig.
Hann hugsaði líka mjög vel um Ephraim, svo
dæmi sé nefnt, og eyddi bæði tima og þolin-
mæði i að fást við hann.
— Ég var lika furðu lostinn yfir þvi, hvað
23