Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 9
þessum málum, þó þaö yröi meö öörum hætti, en hann haföi ætlaö. 2. Magnús Stephensen var slvinnandi meöan hann dvaldist i Kaupmannahöfn. Hannsendi margar tillögur, skýrslur og bréf til dönsku stjórnarinnar. Sumt voru heilar ritgeröir og eru þær varöveittar i söfnum. Margt af þvi er Magnús lagöi til var óraunhæft og sumt fremur barnalegt. En i þaö heila tekiö var þar margt af viti og heföi getaö komiö aö gagni. Um voriö 1808 sendi Magnús dönsku stjórninni itarlegar tillögur og eru þær dagsettar 31. mai. Þær bera yfirskriftina: „Hvaö getur og þarf lsland aö gera til aö draga úr hungursneyö, meöan á striöinu stendur?” Tillögur I þessuskjali eru 17 aö ttiu ogeru sumar mjög ftarlegar. Danska stjórnin skipaöi nefnd til aö athuga þær, tveimur vikum eftir aö þær bárust til hennar. En þessar tillögur lýsa Magnúsi Stephensen mjög vel. Þær eru einkenni- legt samansafn og sýna margt i hugar- heimi hans, áhugamál hans.og jafnframt hve mjög hann skorti raunverulega yfir- sýn yfir isienskt þjóöfélag og þarfir þjóöarinnar i heild. Hann er mjög hræddur um þaö, aö al- þýöan muni falla Ur hungri af siglingar- leysinu, og vöntun á fæöu. Auövitaö var þessi möguleiki fyrir hendi, en hann haföi veriö i raun i flestum sýslum landsins i nokkrar aldir, án þess aö yfirvöldin reyndu aö gera nokkurn hlut til þess aö koma i veg fyrir slikt. Hann vill aöyfirvóldin gangist fyrir þvi, aö landsmönnum veröi kennt hrossakjöts- át og fleiri breytingar veröi geröar á llfs- venjum þjóöarinnar. Hann vill iáta taka öll höft og bönn af atvinnurekstri lands- manna, svo sem netalagningarbönn á vissum svæöum. Hann vill láta nota lax- og silungsveiöi langtum meira en gert hefur veriö. Hann vill láta sa&ia krækl- ingi, sölvum og fjallagrösum, veiöa rjúpur og allir möguleikar til fæöuöflunar sem fyrir hendi geta oröiö seu hagnýttir Hann vill láta kenna mönnum aö riöa sildarnet og veita verölaun fyrir hákarla- og sQdveiöar. Allt var þetta meö vissum framfarahug. En Magnus háyfirdómari fléttar lika fleiru inn i tiUögur slnar. Hann vildi bæta löghlýöni lslendinga. Hann vildi aö hrepp- stjórar landsins yröu einkennisklæddir, i bláar buxur oggulvesti. Þaö átti aö tákna vald þeirra og viktugheit. Hálf var þetta broslegt, þegar um var aö ræöa tillögur á erfiöum timum, hungurs og neyöar. Islendingar i Kaupmannahöfn ræddu um þaö sin á miUi I þennan mund, hvort Island heföi ekki veriö tekiöaf Bretum og iagt undir bresku kninuna. Engar fréttir höföu komiö frá Islandi frá þvi aö póst- skipiö Skarven fór þaöan 10. nóvember 1807. Þá var ekkert skip eftir á lslandi, sem fært var til siglinga milli landa. Magnús Stephensen hefur auövitaö ekki látiö uppi neina skoöun um stööu tslands gagnvart Bretum, til þess var hann of ráöugur. En hitt er annaö mál, aö þaö gladdi hann mjög, þegar hann frétti þaö I mars 1808, aö fimm af islensku skipunum i Bretlandi voru látin laus, fyrir milli- göngu sir Jósephs Banks og hans „heppi- lega innfaU” eins og Bjarni Sivertsen kemst aö oröi i bréfi til Banks. Nokkru siöar voru 9 skip látin laus til Islandssigl- inga. 3. Þau tiöindi uröu i Bretlandi, aö islensku skipin voru látin laus, án þess aö veröa gerö upptæk. Þaö er, þau fengu leyfisbréf frá breskum stjórnarvöldum. Fyrsta skipiö, er fór úr breskri höfn var „Adser Knutsen fyrstur leyfi brott aö sigla ok kom hann um sumarit til Kaupmanna- ha&iar”. greinir i handriti einu I Lands- bókasa&ii. Hann virðist mjög hafa veriö á báöum áttum, hvort hann ætti aö halda áfram verslun viö Island. Þaö kemur meöal annars fram i þvi, að 30. júni 1808, meöan hann enn er herfangi Breta, ritaði hann til bæjarfógetans I Reykjavik, og biður um yfirlit um verslun sina og eignir i Reykja- vik eftir bókum embættisins. En hann haföifaliöFinnboga Björnssyni aö annast og reka verslun-sina. En bréf þetta komst ekki til Reykjavikur, fyrr en I aprfl 1809, en yfirlitið var ekki gert fyrr en 9. mai til 14. júni, og varö aldrei lokiö aö fullu. En Knudsen var kaupsýslumaöur sannur og reyndur, og vildi notfæra sér aöstööuna aö vera fyrstnr til Kaup- mannahafnar, og fá liösstyrk af hinum breyttu viöhorfum dönsku stjórnarinnar, sem beear hefur verið lýst. Hann sótti þvi um styrk til stjórnarinnar til þess aö ferma skip sitt vörum til Is- lands.Honum voru veittir 15.000 rikisdalir úr Kollektusjóði. Þaö var gert 4. ágúst 1808 og átti hann aö greiða 4% vexti. Gert var ráð fyrir aö þetta yröi helmingur kostnaöarins, en hitt átti Knudsen aö borga. En ekki mun hafa verið neitt eftir- lit m eö þv i, hvort hér hafi verið rétt skipt, og er þaö fremur ósennilegt, aö farmur- inn, er Knudsen setti i skipiö, hafi kostaö 30.000 rikisdali. Knudsen var reyndur kaupsýslumaöur og notfæröi sér vel aöstööuna, er hann haföi fengið. Hann fékk leyfi til þess aö greiöa þaö fé, er hann fengi fyrir farminn til dönsku rikisféhirslunnar i Kaup- mannahöfn, meö þvi átti hann ekki i hættu, þótt skipi hans hlekktist á. En hann var sæmilega tryggöur meö aö komast leiöar sinnar, þar sem hann haföi breskt leyfisbréf. Skip Knudsens hét Orion og að lokinni fermingu þess var lagt upp frá Kaup- mannahöfn 3. september 1808. Magnús Stephensen tók sér far meö skipinu, og hefur hann ritað mjög itarlega feröalýs- ingu i bréfum sem varöveitt eru 1 Lands- bókasafni, jafnframt kemur þar fram mjög góö lýsing á siglingaöröugleikum á Napóelonsstyrjarldarárunum um noröan- vert Atlantshaf. 4. Orionáttieftiraðlenda i margvíslegum ævintýrum, áöur en þaö náöi til tslands. Þegar út á Eyrarsund kom hitti skipiö breska flotadeild og var þaö stöövaö. Var bátur sendur frá bresku skipunum i borö i Orion og krafist skipsskjala og voru þau athuguö en samdægurs voru þau send til baka, árituö meö fararleyfi. En ekki var allt búiö meö þvi. Um kvöldiö voru breskir menn sendir um borö i Orion og rannsökuöu þeir farminn, og voru þeir aö þvi langt fram á nótt. Hér var komiö babb I bátinn. Magnús greinir svo i bréfi til Bjarna Þorsteinssonar, siöar amtmanns: „Nú fundu þeir allt grunsamlegt, allt ætlaö til Norvegs og til fallstykkjabátaúthlutunar þar, svo sem hamp, færi,járn, tjöru og pappir, og auk þess margt ekki danskar vörur, sem Licencen einungis leyföi aö ferja til íslands”. En nú uröu góö ráö dýr, breski skip- stjórinn var undrandi yfir þvi, að danskt skip skyldi vera meö svona ákveðiö breskt leyfi og fullkomin skipsskjöl. Hér hlaut eitthvaö aö búa undir ókunnugt og fjarrænt. Skipskjölin voru nú enn á ný tekin af þeim, og urðu þeir Orionsmenn brátt visir þess, aö hér væri meira en litiö á feröinni. Fréttu þeir þaö eftir einhverjum leiöum, að skipsskjölin voru send til Stokkhólms. Afleiöingin varö, aö þeir urðu aö biöa á Eyrarsundi I tvær vikur. En þegar þau komu til baka var allt I lagi og var þegar lagt af staö. Þegar Orion kom út i Noröursjó fengu þeir mótvind. Þeir slöguöu þar og fengu oft versta veöur og voru mjög hætt komnir áöur en lauk. Korniö var laust I lestinni og leitaöi mjög út i aöra hliö skipsins. Var iitt hægt aögera viö þvi, og fór skipiö á hliöina, og gat skipiö ekki rétt sig viö. Magnús greinir svo, aö leki hafi komið aö þvi, og fór skipiö aö gliöna i sundur. Þóttust þeir sleppa viö góöan leik úr miklum sjóhrakningi og hættuför er þeir náðu höfn i Egersund á Jaöri I Nor- egi, aö kvöldi hins 25. deptember. Hér var úr vöndu aö ráöa, korniö lá undir skemmdum i skipinu, og kvaö Knudsen þaö ráölegast fyrsta morguninn i Noregi aö selja farm skipsins og hætta við Islandssiglingu. Taidi hann þaö heppi- legast aö komast til Jótlands um voriö og kaupa þar korn i skipiö aö nýju og sigla 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.