Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.04.1979, Qupperneq 33

Heimilistíminn - 19.04.1979, Qupperneq 33
þetta undir þlnu nafni og semja það sjálf. „Ætli þeim þyki það ekki púkalegt af mér?” ,,Ég hugsa, aðþeim sé alveg sama. Og blómin koma frá ykkur öllum”. ,,Og skrifa undir fuliu nafni! Ég er svolftiö feimin við það”. ,,Þú hefur fyrr látiö sjá nafnið þitt á prenti". „Þaö er annað. En þetta — svona hátiölegt”. „Segðu bara þaö, sem þér. liggur á hjarta. Ég er viss um, aö þú ert ofurlitið brot af skáldi. Þaö er ég, meira að segja. Byrjaöuá þessustrax”. Una Heiöa þagöi um stund. ,,Þau voru að koma sér upp fbúð. Mamma hennar sagði, að nú gæti hann ekki fengiö sig til að halda verkinu áfram. Þau voru vön að vinna þarna bæöi á hverju kvöldi og hlökk- uðu svo mikiö til. Hann ætlar að selja allt hálfgert, losa sig bara viö það sem fyrst, meira að segja fá annan mann til að koma þvi I kring fyrir sig. Honum þótti vist ákaflega vænt um hana”. Tárin komu fram i augu hennar, og hún gekk þegjandi inn í herbergi sitt. Lilja fann til þreytu, þegar áhyggjum dagsins urðu ekki gerö frekari skil. Hún var þó ekki óánægð með þennan dag. Koma Hjörleifs gladdi hana. Endurfundir hennar og Heru voru ekki óviðfelldir. Og ánægð var hún, venju fremur, með Unu Heiðu. Ætli hún þori að segja citthvað frá eigin brjósti, án þess að lita á upp- skriftir poppmennskunnar. — Morguninn eftir s vaf Lilja yfir sig. Það skipti ekki mikiu máli, þvl að lltiö var orðið að gera I skólanum, oghún þurfti ekki að hafa hraöann á. Ekki var hún fyrr farin að skurka i eldhúsinu, en Una Heiöa kom fram, berfætt I morgunslopp og settist við borðið. Hún hélt á litlu blaöi i hendinni og leit ýmist á það eöa mömmu sina Ekki er nú greinin löng, hugsaði Lilja. Una Heiða ræskti sig tvisv- ar, eins og hún ætlaði að lesa upphátt, enfleygöisvo blaðinu á borðið. „Það er annars bezt, að þú lesir það sjálf”. Lilja tók blaöiö. Þetta var Ijóö. Þrjú stutt erindi. Hún las það aftur — og aftur. Var þaö skopiðjuskáldið Una Heiða, sem átti þetta tungutak, þessa einlægni og þessa mjúklátu hrynjandi? Þaðvar hljómlisti þessuljóði. Og það var hljómlist, sem rat- aði til hjartans „Elsku barnið mitt, þú ert skáld. Hér eftir máttualdrei óvirða lista- gáfu þína”. Stúlkan roönaöi. Og móður hennar þótti hún faileg. Svo reis hún þegjandi á fætur og gekk burt. Eftir litla stund kom hún aftur, klædd hvltri skyrtu ogbláum buxum og settist við borðið. Hún hafði greitt hárið upp frá enninu, og það var bjart yfir henni. „Mamma, ég kannske hætti við aö vinna þarna — þú mans. Það er ekkert vel borgað”, bæti hún við fljót- mælt, feimin að láta I Ijós, að hún miðaði starfiö við eitthvaö annað en peninga. Þær heyrðu hringingu. Lilja gekk til dyra. Hjörleifur heils- aöihenni. „Ég giskaði á, að þú værir ekki farin, en bjóst ekki við, að þú yrði heima eftir há- degið. Má ég sýna þér þetta, sem ég er búinn að setja saman?” „Komdu inn, við erum að drekka morgunkaffiö”. „Komdu sæl, Una Heiða”, sagöi hann og settist. Hann fékk Lilju nokkur skrifuð blöð. Hún las þau standandi út við glugga. „Þetta er gott. Ég veit, að Ester litlu þykir vænt um þetta. Langt er siðan ég sá hana. Ekki datt mér i hug að sá ólátaangi yrði bóndakona noröur I Fanndalafiröi. Ég vona, aðSteini geti komið lika. Ég held, aö hann sé við ein- hver jar sjávardýrarannsóknir erlendis”. Hjörleifurtók við blöðunum. „Já, þetta urðu beztu börn. Hvernig hefðu þau lika átt að veröa alveg ólik foreldrum sinum? Og reyndar voru þau alltaf ósköp hjartagóð inni við beinið, Utlu skinnin. Ég kom nú svo oft þarna heim. Það er gott, að þú ert ánægð með kveöjuoröin. Það veröur aldrei fullþakkað að hafa þekkt hann”. „Og ekki gerðu þau enda- sleppt við mig, blessuð h jónin, þegar ég átti erfiöast. En ekki gat ég goldiö það I neinu. Ég var noröur I Skriðufirði þegar mamma lá banaleguna. Og einmitt þá var frú Rebekka flutt suður svona fárveik. Allt var um garð gengið, þegar ég kom suöur. Þú manst þetta allt”. „Já, en ekki veit ég, hvort ég gat gert nokkuö fyrir þau, fremur en þú. En veistu hvað. Ég kem með skræðuna okkar. Þú vildir endurnýja kunnings- skap við hana”. Lilja hló við. „Ertu hættur að brjóta heilann um, hvort þú ertafkomandi Sighvats sýslu- manns”? „Fyrir löngu. Ég tók eftir þvf, að almenningur hefur sér- staka löngun til þess, að verða frekar kominn út af hátt sett- um illmennum en öndvegis- mönnum i fátæklingastétt. Sighvatur sýsiumaður hefur sjálfsagt ekki átt helminginn af þeim hálfrefum, sem hon- um voru kenndir”. Hann opnaði tösku slna og lagöi vélritaðan blaðabunka á borðiö. „Blööin eru farin að gulna. Sjáðu, Una Heiöa. Þetta er sagan hennar nöfnu þinnar. Fyrir þig er hún forn- gripur, næstum eins og Dauðahafshandritin. En littu samt á hana”. „Hvað helduröu, að vesæll plötutrúður beri skyn á orðs- ins list?” sagði hún þurriega. „En hugsanir þlnar get ég lesiö”. „En svona var ég ekki að hugsa, góða barn. Ég þekki þig og vfsurnar þínarof lltiö til j>ess”. Una Heiða reis þegjandi á fætur og fór. „Hefur hún illan bifur á mér? ” „Nei, en hún er ekki ánægð með sjálfa sig”. Hjörleifur kvaddi eftir litla stund. Drengirnir komu fram og höfðu hraöan á. Þvillkt sólskin og þvillk lengd, sem gat veriö á skóla I öðru eins sólskini. Mamma þeirra endurtók þetta, sem hún huggaði þá meö á hverjum degi, að þetta færi nú að styttast. Una Heiöa kom fram, tók handritiö þegjandi af borðinu og fór meö þaö inn I herbergi sitt. 33

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.