Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 14

Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 14
Ku Klux Klan- krossinn brennur á ný í USA Hin skelfilega bandariska hreyfing Ku Klux Klan er tek- in til starfa af fullum krafti á nýjan leik, að þvi er bezt verður séð. Klan-leiðtogarnir hafa i mörg ár reynt að koma i veg fyrir að ofbeldi og hryll- ingsaðferðum sé beitt innan hreyfingarinnar, en nú eru menn farnir að sjá æ oftar hinn logandi kross i Suðurrikj- unum, tákn Ku Klux Klan. Einnig sjást grimuklæddir menn, skotvopn ogsvipur, rétt eins og gerðist, þegar hreyf- ingin var upp á sitt bezta. Allt bendir nii til þess að Klan-hóparnir, sem beita vopnum fyrri daga, valdbeit- ingu og misþyrmingum, séu að verða sterkari og sterkari með hverjum deg- inum sem liður. Verst er ástandið i Missi- sippi og norðanverðu Alabama-riki. Þar eru nýir félagar I Ku Klux Klan nU að minnsta kosti 1500. Maðurinn, sem heldur um taumana, er William Wilkinson frá Denham Springs I Louisiana. Hann er aöeins 34ára gamall, en er aðalmaðurinn i mjög sterkum hópi, sem kallar sig ósýnilegu dómarariddara Ku Klux Klan. Sjálfur er hann kallaður „keisaralegi töframaðurinn” og hann dregur ekki dul á að fólk hans óttast ekki nokkurn skapaðan hlut — ekki yfirvöldin og alls ekki hina hörundsdökku I nágrannabyggðunum. Klan-ið, sem hann stjórnar, er eitthvert hið herskáasta af sexstærstuKlönunum, sem starfandi eru. Talið er, að þriðjungur allra starfandi Klans-mannaséuundir stjórn Wilkinsons. Wilkinson fer ekki dult með það, að of- beldi er ofarlega á lista hjá honum og mönnum hans. A Klan-fundi i Gunters- ville nú ekki alls fyrir löngu kom hann fram umkringdur fimm grimuklæddum lifvörðum, sem allir voru vopnaðir vél- byssum, eða gömlum veiðibyssum. — Þessar byssureru ekki ætlaðar til kanínu- veiða, sagði Wilkinson. — Þær duga vel gegn mönnum. Bannað er að menn eigi sjálfvirkar vél- byssur, en þrátt fyrir það hefur Klan-inu tekizt að komast yfir nokkrar sllkar. Vopnabúr flokksins er mjög fullkomið, og geta menn fengið að sjá þaðef fullri þag- mælsku er heitið. Fýrir nokkrum vikum var samþykkt I borgarstjórn Decatur í Alabama að bannað væriað bera vopn innan 300 metra fjarlægð frá öllum þeim mótmælafund- um, sem haldnir væru með leyfi yfir- valda. Klanið svaraði meö eigin mót- mælaaögeröum. Tvö hundruð kuflklæddir menn, alvopnaðir fóru i fylkingu í gegn Framhald a bls. 16 14

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.