Heimilistíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 15
Næturdrottning
og systir hennar prinsessa næturinnar
Næturdrottningin eða
selenicereus/ nefnist einn sá
kaktus, sem þykir öðrum
merkilegri. Líklega er það
vegna þess að erfitt er að fá
hann til að blómstra að
minnsta kosti hjá ófaglærðum
blómaræktendum, en þegar
blómið svo loksins springur út
stendur það ekki nema klukku-
tima eða eina einustu sumar-
nótt. Blómið er rjómalitað og
af því er vaniliuilmur. Ilmur-
inn helzt lengi inni þar sem
blómið hefur sprungið út,
löngu eftir að það er fallið...
Næturdrottningin hefur mjúka 2-3
cm svera leggi, sem veröa purpura-
rauðir, þegar plantan tekur að gaml-
ast. I heimalandi sinu, Suður-Ame-
riku, vex kaktus þessi upp á að veröa
eins konar runni, metrahár, eða rétt-
ara sagt með metra langa leggi, sem
ekki risa allir upp vegna þess hve
grannir þeir eru. I heimahúsum gera
menn það gjarnan aö binda upp legg-
ina, vegna þess að annars likist plant-
an meira hengiblömi en öðru.
Næturdrottningin blómstrar óskap-
lega fallegum blómum, sem geta verið
að minnsta kosti 20 cm i þvermál.
Kaktus þessi nýtur sin bezt I hita en
hann þolir ekki vel allt of mikla sól,
hálfskuggi er beztur.
Bezt er að vökva kaktusinn reglu-
lega og gjarnan með áburði svona
annað slagið. Einnig getur verið mjög
gott að úða vatni yfir næturdrottning-
una i baðherberginu þar til knúpparn-
ir fara aö myndast. A veturna verður
að fara varlega i að vökva drottning-
una vegna þess að þá þarf hún ekki
mikiö vatn. Bezt er að láta hana
standa á björtum en svölum stað þar
sem hitinn er helzt ekki mikið meira
en 12 stig.
Bezt er að taka græðlinga af nætur-
drottningunni aö vorlagi og þá gjarnan
litla búta framan af einhverjum
leggnum.
Selenicereus pteranthus, prinsessa
næturinnar er hálfsystir nætur-
drottningarinnar.
Blómin okkar
15
á