Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.07.1979, Qupperneq 19

Heimilistíminn - 12.07.1979, Qupperneq 19
OSTUR — EEMN TVEIR OG ÞRlR Ostur býður upp á óend- anlega möguleika, hvað við kemur framreiðslunni, og eitt er víst, öllum þykir gott að fá ost, hvort sem hann er aðeins niðurskorinn og bor- inn fram með brauði, kexi og ávöxtum, eða þá honum er blandað á einhvern hátt i gómsætan rétt. Engin veizla er án osta, það höfum við öll reynt mörgum sinnum. Hér eru þrjár hugmyndir að osta- réttum. Skinka og ostur Blandið saman 1 1/2 bolla af niður- skorinni skinku, 1 bolla af rifnum bragðsterkum osti, 1 1/2 bolla af rjóma, 3 þeyttum eggjum, 1/4 tesk. salti, 1/8 tsk. svörtum pipar, og 1/8 tsk. negul. Hellið blöndunni I stórt form, sem áður hefur verið þakið innan með venjulegu pædeigi. Bakið iheitum ofni I 30—35 minútur. Þetta er ágætur réttur á kvöld- verðarborðið, eða með kaffi og kökum i staðinn fyrir einhvern heitan brauð- rétt. Sólblóm á ostabakka Ostabakka má útbúa á margvisleg- asta hátt. Hér er niðurskorinn ostur, sem raðað hefur verið upp eins og væri hann útsprungið blóm. Þar sem viö höfum ekki tækifæri til þess að birta myndina i lit, er_ekki vist, að þið sjáið, nógu greinilega, hvernig þetta er gert. Valdir hafa verið ostar, mismunandi að gerð og lit, ljósir og dökkir, og sneiðunum raðað i hvern hringinn inn af öðrum. tslenzku ostarnir eru nú orðnir svo margbreytilegir, að þetta ætti ekki að vera erfitt hér, fremur en annars stað- ar. Venjulegur brauðostur er fremur ljós, en siðan koma litbrigöin t.d. með maribo-osti, sem er dekkri. Þið gætuð meira að segja sneitt niður mysuost, og þá verður hann mun dekkri en nokkur sú tegund, sem hér hefur verið höfð á bakkanum. Berið ostabakkann fram með marg- breytilegu kexi og ferskum ávöxtum, sem ekki þurfa að vera á ostabakkan- um sjálfum, heldur allt eins vel i skál til hliðar á borðinu. Ostur, brauð og rækjur Setjið einn og hálfan bolla af rauð- vini i fondue pott og látið hitna. Biand- ið út i 2 1/2 bolla af rifnum sterkum osti, 2 matsk. af hveiti, og hrærið vel saman. Bætið þessu næst út i 2 mat- skeiðum af smjöriog 2 matskeiðum af rjóma. Kryddið með 1/4 tesk. salti og 1/8 tesk. af svörtum pipar. Berið fram með franskbrauði, sem skorið hefur verið niður i teninga og einnig rækjum, sem hvort tveggja er stungið niður i ostajafninginn, og siðan borðað. i 19

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.