Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 23

Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 23
Ef ég sé þig i eitt einasta skipti til viðbótar, þá.... Carl Johan ætlaði þó ekki að láta setja sig út af laginu. Hann lagaði á sér fötin og sagði reiði- legri röddu: — Katarina ræður yfir sér sjálf — hvað kem- ur þér við, það sem gerist i kringum hana? Og hvers vegna er þér svona annt um,að ég nái ekki tali af henni? Katarina greip i handlegg Rolands. Hún þoldi ekki þetta rifrildi á þessari stundu, svona óskiljanlegt og um leið þrungið svo mikilli reiði og hatri. Carl Johan sá hvernig hún studdi sig við Roland, og svo leit hann á ferðatöskuna, sem enn stóð við lyftudyrnar, og svo sagði hann: — Herra minn trúr, Katarina, býr hann hjá þér? Það var greinilega ótti i rödd hans. Kata- rina snerist á hæl og hljóp inn i ibúðina sina. Hún heyrði hróp utan af dyrapallinum og svo heyrði hún einhvern hlaupa niður stigann. Fótatakið bergmálaði i ganginum, og svo varð allt hljótt. Guði sé lof. Carl Johan er þá farinn, og Ro- land hafði ekki tekizt að gera honum neitt mein i æðinu, sem hafði gripið hann. Það lá við sjálft, að Katarina væri lika orðin hrædd við Roland. Hún hafði aldrei látið sig dreyma um, að hann gæti orðið svona reiður. Hún hneig nið- ur á eldhússtól, og þar sat hún, þegar Roland kom inn. Hann dró þungt andann, og var rauð- ur i andliti, en harkan var horfin úr augnaráð- inu og hann sagði viðkvæmnislega: —Elskan min — hvernig gerðist þetta? Hvað sagði hann við þig — ég er i miklum vafa um, að maðurinn sé með öllum mjalla? — Hann reyndi að troða sér hér inn til min, sagði Katarina tómlega, — mikið er ég fegin, að þú skyldir koma i tima — en þurftir þú — að ráðast svona á hann? — Það verður að nota réttu handtökin við svona kumpána, sagði Roland stuttaralega og skrúfaði frá krananum. Hann þvoði sér um hendurnar og bros lék um varir hans, á meðan hann horfði á hana og sagði: — Ástin min, hvað átti ég að halda? Þarna kom ég beint út úr lyftunni, og sá hann vera að þrengja sér hér inn til okkar—hann sagði orðið „okkar” svo eðlilega, að Katarina brosti þótt hún ætti erfitt með það — og svo var hann lika svona óforskammaður...! Hann leit i kring um sig i eldhúsinu, þefaði út i loftið, og virtist hinn ánægðasti. — Nú skulum við bara gleyma Schröder, vina min, vegna þess að nú er ég kominn heim aftur! Mikið ertu falleg i þessum kjól, og hvaða dásamlegi ilmur er þetta eiginlega. — Ég var að búa til handa okkur einhvern kjötrétt i potti, sagði Katarina, — en Roland, ég veit ekki vel — ég á við, hugsaðu þér nú, ef hann kæmi aftur? — Þá snúum við okkur bara beint til lögregl- unnar, sagði Roland ákveðinn. — Þetta er búið að ganga svona til nógu lengi, og hefði honum tekizt að troða sér hingað inn heföi það verið rof á friðhelgi einkalifsins, ef þú skyldir ekki vita það. Það hefði kannski verið kjánaskapur að láta hann komast undan, nú getum við ekki svo vel hringt i lögregluna... — Nei, nei, sagði Katarina hraðmælt. — Nei, við höfum ekki meiri áhyggjur af þessu núna. Hann kemur áreiðanlega ekki aftur. Hún hafði verið að velta þessu öllu fyrir sér, og þá sérstaklega varðandi Thomas Gradin. Carl Johan hafði þekkt hann vel, og Katarina hafði sjálf séð, að hann þekkti lögregluþjón- ana, sem komu upp i ibúð Thomasar eftir sjálfsmorðsstökkið. Carl Johan hafði sagzt 23

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.