Heimilistíminn - 01.11.1979, Page 18

Heimilistíminn - 01.11.1979, Page 18
ekki annað að sjá i þeim en vingjarnlega kur- teisi. Breytingin hafði verið svo snögg, að ég fór að velta fyrir mér, hvort ég hefði bara imyndað mér þetta allt saman. Hún rétti mér höndina og sagði: — Mikið er ánægjulegt að fá að hitta yður ungfrú Prentice. Hún brosti elskulega til min. — Rowena frænka hefur sagt mér, að þér séuð ekki héðan frá Virginiu. Ég gat látið spurningu Rowenu mér i léttu rúmi liggja, en i þetta skipti varð ég að snúast til varnar. — Ég er frá Massachusetts, sagði ég. — Einmitt. Með þessu eina orði afgreiddi hún mig sem Norðurrikjamann, sem átti engan áhuga skilið af hennar hálfu. — Þér afsakið mig, þótt ég fari nú og athugi Quentin, hélt hún áfram. — Sárið á enninu leit ekki vel út. Hún flýtti sér i burtu, og John lét sér greini- lega fátt um finnast. — Ég varaði yður við mágkonu minni. En hafið ekki áhyggjur af þessu. Hún verður smám saman hlýlegri. Aldrei, hugsaði ég með sjálfri mér, en hátt sagði ég: — Viljið þér, að ég hefji kennsluna i dag? John Barclay leit i átt til akranna, sem hann vildi greinilega komast til sem allra fyrst til þess að geta hafið þar vinnuna, og hristi svo höfuðið. — Það er nógur timi að byrja á morgun. Ég hef beðið Rowenu að sýna yður staðinn i dag. Þið getið gengið um eftir matinn. Aftur tók ég eftir þvi, hvað svöng ég var, og gekk nú heim að húsinu. Ég fékk bakka með skinku og eggjúm, heitu kaffi og kexi inn i stof- una við hliðina á matsalnum. Kona, sem var kolsvört á litinn, bar mér matinn og ég borðaði allt, sem mér var fært. Þegar ég var búin að borða andvarpaði ég af velliðan. — Þakka yður kærlega fyrir, sagði ég, þegar konan kom með meira kaffi. Það var sérlega bragðgott. Konan var svolitið afundin, og kom fram við mig af mikilli varfærni, en samt var greinilegt af framkomu hennar, að hún hafði verið hjá þessari fjölskyldu i langan tima. — Hún er heldur mögur, finnst mér. Bara skinnið og beinin. — Ef ég á eftir að fá margar máltiðir á borð við þennan morgunmat, verð ég ekki á flæði- skeri stödd, sagði ég hlæjandi. — Það er ekki ég, sem bý til matinn, sagði konan, og rétti úr sér stolt á svipinn. — Ég heiti Dulcy og ég hugsa um frú Charlotte. Það hef ég gert frá þvi faðir hennar keypti mig, þegar ég var ekki stærri en þetta. Ég gat ekki komið upp einu einasta orði. Hvernig gat hún talað svo rólega um að hafa verið keypt og seld eins og hversdagsleg sölu- vara! — En eftir striðið, þegar við urðum frjáls, byrjaði ég. 18

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.