Heimilistíminn - 15.11.1979, Page 13
óhindrað. Hvernig er hægt að
fara meðalveginn svo vel fari?
Hér birtum við fáeinar
myndir, sem sýna hinn
„gullna" meðalveg, að
minnsta kosti að áliti ein-
hverra, — kannski ekki allra. f
stað þess að nota gardínur í
þess orðs venjulegri merkingu
hafa hér verið notaðir litlir
dúkar útsaumaðir og f íleraðir.
A mynd númer eitt er
notaður egglaga dúkur,
saumaður með venesíönskum
saum. Hann hefur verið
spenntur milli tveggja lista,
sem síðan eru festir innan I
gluggann. A mynd númer tvö
eru einnig útsaumaðir dúkar,
en I þetta skiptið hafa þeir
verið strengdir á ramma, sem
svo er festur I gluggann.
Þriðja myndin sýnir
fíleraðan kringlóttan smádúk,
sem festur er með böndum út í
horn gluggans. Þarna mætti
allt eins nota heklaðan smá-
dúk, ef hann er til á heimilinu.
Ef margar smárúður eru í
glugganum getur verið fallegt
að hafa eina kringlu í hverri
rúðu, eða þá ferkantaða dúka,
eins og eru á mynd númer
fjögur. Að lokum er það svo
fimmta myndin þar sem af-
langur dúkur hefur verið
festur á lista, og hangir eins og
kappi i glugganum. Svona má
hafa bæði sem efri og neðri
gardínu í glugga, ef þess er
óskað. Þetta gæti verið
skemmtileg tilbreyting í
staðinn fyrir hinar hefð-
bundnu eldhúsgardínur, sem
eru búnar að vera nokkuð
fábreytilegar um margra ára
skeið.
Þessir ólíku smádúkar eiga
það sameiginlegt, að þeir
hleypa birtunni skemmtilega í
gegn um sig, um leið og þeir
skyggja svolíðá það, sem fyrir
innan gluggann er. Af dúkum
einsog þessum er mikið úrval í
flestum handavinnubúðum, og
svoeiga líka flestir eitthvaðaf
gömlum hekluðum dúkum
heima há sér, sem nota má á
þennan hátt, ef ekki er verið að
nota þá á borð eða önnur hús-
gögn.
13