Heimilistíminn - 15.11.1979, Qupperneq 18
eftir Marcella Thum
röddin var vingjarnlegri, þegar hann sagði:
— Ungfrú Prentice — þér ættuð ekki að vera
á ferli um húsið svona seint. Er eitthvað að?
— Nei... nei, stamaði ég og reyndi að jafna
mig. — Ég gat ekki sofið og datt i hug að svo-
litill mjólkursopi gerði mér gott.Fyrirgefið, ef
ég hef hrætt yður.....
Hann hristi höfuðið eins og hann væri að
reyna að losna undan áhrifum vonds draums.
— Þetta var min eigin sök.... eitt augnablik
hélt ég ... Hann sleppti takinu á handlegg
minum og steig eitt skref aftur á bak.
— Ég hlýt að vera þreyttari en ég hélt mig
vera. Nema ég hafi drukkið of mikið viský.
Jonas er enn á fótum, og ég skal biðja hann um
að koma með mjólk upp til yðar....
Næstum allur likami hans var hulinn myrkr-
inu, en skin lampans féll á andlit hans, sem ég
sá greinilega. Allt i einu datt mér i hug, að
náttkjóll og sloppur væru ekki réttu fötin til
þess að standa hér og halda uppi samræðum.
Mér fannst ljósið frá lampanum næstum
brenna mig i andlitið, og ég sneri mér snöggt
við.
— Þakka yður fyrir. Fyrirgefið, ef ég hef
verið til vandræða.
— Þetta eru engin vandræði, sagði hann
sannfærandi. — Ég sat og var að vinna við
bókfærsluna. Tölur eruekki min sterka hlið, og
Giles er engu skárri en ég, þvi miður.
Ósjálfrátt sneri ég mér við.
— Faðir minn sagði alltaf, að ég væri góð i
stærðfræði? Ef til vill gæti ég hjálpað yður við
18
bókfærsluna, hrökk út úr mér, áður en ég hafði
náð að hugsa.
— Þetta er mjög vingjarnlega boðið! ungfrú
Prentice, en ég geri ráð fyrir, að þér eigið eftir
að hafa nóg að gera með Quentin. Hann hló lágt
og á næsta augnabliki rétti hann út höndina og
strauk létt og mjúkt yfir slegið hár mitt.
— Á þessari stundu litið þér alls ekki út fyrir
að vera nógu gömul til þess að kenna einhverj-
um eitthvað.
Höndin stöðvaðist eitt augnablik, en það var
eins og timinn stæði kyrr. Ég horfði á manninn
fyrir framan mig. Sorgarsvipurinn var horfinn
á andlitinu. Augun, sem mættu mínum, voru
hlý og full af þrá. Hann virtist bæði opinn og
svo viðkvæmur, að auðvelt væri að særa hann
eins og ungan drerig. Ég fann til i hjartanu, og
æðarnar á hálsi mér þöndust út. Ef til vill voru
tilfinningar minar allt of auðlesnar úr svip
minum, vegna þess að skyndilega fann ég
hvernig hárið á mér festist i grófri, vinnulúinni
hendinni, þegar hann dró hana að sér. Hann
dró enn djúpt andann og röddin var hranaleg,
þegar hann sagði:
— Það er bezt, að þér farið upp i herbergið
yðar.
Ég tók lampann og hljóp upp stigann, og fann
að maðurinn, sem stóð fyrir neðan, horfði á
eftir mér.
Eftir stutta stund kom Jonas upp með volg a
mjólk handa mér. Þegar ég var búin að drekka
hana og hafði lagzt aftur upp i rúmið, fann ég
að ég gat ekki sofnað að heldur.