Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 4
I austanverðu Englandi hafa menn komizt að þeirri bitru staðreynd/ að hættulegt getur verið að flytja inn ný og áður óþekkt dýr, þangað sem þau hafa ekki verið fyrir. Jafn- vægið í náttúrunni getur rask- azt, og þessi nýju dýr geta valdið miklu fjárhagslegu tjóni með tilkomu sinni. B jór- rottan svokallaða var flutt til Evrópu frá Suður-Ameriku þar sem hún er upprunnin. Menn tóku að rækta þessa dýrategund vegna skinnsins, sem seldist vel. Til Noregs var bjórrottan einnig fluttá meðan áhugi var þar á skinnunum. Hluti dýranna komst út úr búr- unum, eins og gerðist með minkinn hér fyrr á árum á ís- landi, en sem betur fer fyrir Norðmenn þoldi rottan ekki hina köldu vetur og drapst. Englendingar skera upp herör gegn bjórrottunni 1 Englandi hefur þróunin oröiö allt önnur og alvarlegri. Þar hefur rottan unnið geysilegt tjón i um fimmtlu ár. Hún grefur undan fleiru en efnahags- lifinu, þar sem hún heldur sig. Hún grefur Sundur árbakka. Stiflugarðar hafa hreinlega hrunið vegna þess að hún hefur grafiö ótölulegan fjölde ganga i gegn um þá og sitthvað fleira hefur hún gert af sér. Eru þær eins? ['toll-tullT 4 Lengi vel gátu menn afborið hegðan rottunnar, vegna þess að hún hélt sig aðallega i fenjum og vatnsmýrum, rétt eins og I heimalandi sinu Suður Ameriku. En undanfarin tiu ár hefur rottan ráðizt inn á þurrari svæði, og nú stafar sykurrófnarækt Breta mikil hætta af henni, vegna þess að hún leggst á akrana og nagar þar allt, sem hún kemst i. Brezka landbúnaðarráðuneytiö hefur lýst algjöru striði ,,á hendur” rottunni. Frá þvi 1978 hafa sérfræð- ingar reynt að ráða niðurlögum rott- unnar, en án árangurs. Nýlega var svo gerð áætlun sem kölluð er Option 5. Samkvæmt þessari áætlun hafa veriö fengnir veiðimenn, sem vilja stunda bjórrottuveiðar. Ötrúlegur fjöldi veiðimanna bauð sig fram til starfans, þar á meðal margir stúdentar. Alis spenna nú 167 veiði- menn gildrur sinar i Norfolk, Suffolk og hluta Norður Essex. Þetta er við- áttumikið landsvæði, og verðmætt ræktunarland. Veiðimennirnir fá 58 pund i laun á viku, og eru þetta lágmarkslaun land- búnaðarverkamanns I Bretlandi. Ekki eru þetta há laun og erfitt af iifa af þeim, en vinnutiminn dag hvern er að minnsta kosti átta timar. Þar sem Efnahagsástandið i Englandi er mjög slæmt sætta menn sig við þessi lágu laun og finnst betra að stunda bjór- rottuveiöarnar heldur en vera gjör- samlega atvinnulausir. Vinnuna geta þeir lika verið vissir um að hafa i tiu ár, og hún fer öll fram úti undir beru lofti. Landbúnaðarráðuneytið hefur sett sér það markmiö að búiö veröi að út- rýma rottunni eigi siðar en árið 1990. Takist veiðimönnunum að ná þessu marki fá þeir eins árs laun — uppbót að verkinu loknu. Eins og fyrr segir var bjórrottan fiutt inn frá Suður Ameriku og gerðist það nokkru eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Þá var skinn þessarar dýrateg- undar vinsæltog eftirsótt en svo aro ur eftirspurninni skömmu fyrir siöari heimsstyrjöldin og þá var ekki leng-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.