Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 10
Hann starði á hana eins og naut á nývirki, á meðan billinn stóð kyrr við umferðarljósin. — Þú ert aldeilis furðulegur kvenmaður! sagði hann i bræði. — Langar þig ekki til þess að komast i hjúkrunina aftur? — Ég er hjúkrunarkona. — En ég á við — á stóru sjúkrahúsi — þar sem þú gætir unnið með þeim beztu læknum sem hugzast getur — ekki bara eyða timanum i að tala við konur, sem eru i þann veginn að fara að eiga börn, binda um putta og ráðleggja einhverjum kerlingarkjánum, hvað þær eiga að gefa börnunum sinum að borða. — Dr. Jordan — sagði hún i flýti. — Slepptu þessum formlegheitum, úr þvi við erum ekki að vinna saman! Ég er Steve og þú ert bara Andrea. — Mér finnst vera þörf fyrir mig hér, þar sem ég vinn, og að ég sé að vinna gott verk. Fólkinu likar vel við mig og það teystir mér. Hvers annars gæti hjúkrunarkona óskað sér? — Hún ætti að óska eftir að henni væri greitt kaup i samræmi við það erfiði sem hún hefur lagt á sig á námsárunum, og svo ætti hún að krefjast þess, að hún fengi að bera hjúkrunar- merkið, svaraði hann. — Þú lagðir lika mikið á þig til þess að ljúka læknisprófinu. Finnst þér þú vera að eyða tim- anum til einskis i Frogtown? Þú átt vist ekki eftir að fá hér mjög há laun þegar þú ert búinn 10 að opna stofuna þina. Að minnsta kosti er ég hrædd um, að svo verði ekki. — Ég lit á þann tima, sem ég eyði i Frogtown sem frekari undirbúning að framtiðarstörfum minum, svaraði hann. — Hér öðlast ég mikla reynslu, sem ég myndi ekki fá á sjúkrahúsi, ekki einu sinni á Cannon Memorial, sem tekur viðfólki á borð við það, em ég mun annast hér. Þetta er allt öðruvisi með þig. — Hvers vegna? — Hvers vegna? hann horfði reiðilega á hana. — Nú, þú ert kona, og meira að segja mjög aðlaðandi kona! Þú ættir að hafa nægar tekjur til þess að þú getir gert þér eitthvað til gamans, klætt þig vel, skemmt þér og notið lifsins. Hann hætti snögglega, og svipurinn dökknaði á andliti hans, vegna þess að hún var farin að hlæja. — Mér þykir fyrir þessu, Steve, sagði hún af- sakandi, en það var kátina i augunum. —- Ég ætlaði ekki að móðga þig. Mér fannst þetta bara alt i einu svo hlægilegt. — Mér þykir gott, að ég skyldi geta komið þér til þess að hlæja, en hvað finnst þér svona fyndið? — Það að þér skyldi finnast allt þetta skipta svona miklu máli fyrir konu. Hann horfði niður á hana um stund, svolitið ruglaður. — Áttu við, að þetta skipti ekki miklu máli? 1

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.