Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 11
spurði hann l'orvitnislega. Andrea hristi höfuðið. — Það skiptir að minnsta kosti ekki máli fyrir mig! Ef til vill er það þess vegna, sem mig langaði svona mikið til þess að verða hjúkrunarkona! Svo langt aftur sem ég man, hefur mig aldrei langað til nokkurs eins mikið og þess. Þegar ég var á barnaheimilinu fannst mér svo skemmtilegt að fá að hugsa um litlu börnin. Fólk tók þau bara hvert af öðru i fóstur, og mér gafst ekki mikill timi til þess að kynn- ast þeim. — A baranheimilinu? Ólst þú upp á barna- heimili? spuröi hann. Hún brosti hiylega og um leið vingjarnlega til hans. — Vertu ekki svona skelfingu lostinn út af þessu. Þetta var alls ekki sem verst! Já, meira að segia var það bara skemmtilegt, svona oft- ast, svaraði hún glaölega. Forstöðumaðurinn og kona hans voru ágæt. Svo voru þarna fóstr- ur. Við börnin bjuggum i litlum húsum, sem voru viðs vegar á landareigninni. Þarna voru tré, akrar og litiir iækir, sem við gátum vaðið i. Þegar ég var átján ára, hjálpuðu þau mér til þess að komast i hjúkrunarnámið, og þar fékk ég að læra það, sem mig hafði lengi dreymt um að læra. — Þú segir, aö iitlu börnin hafi alltaf verið hrifin á brott og tekin i fóstur. En hvers vegna varst þú aldrei tekin i fóstur? Andrea yppti öxlum kæruleysislega. — Einhver fann mig, þegar ég var tveggja vikna gömul þar sem ég hafði verið skilin eftir á kvennasnyrtingunni á einhverri járnbrautar- stoð. sagði hún eins og þetta skipti annars alls ekki máli. — Þaö tókst aldrei að fá neinar upp- lýsingar um móöur mina né föður, og ekki er hægt að ættleiöa börn ,nema móðir eða faðir eða íjárhaldsmaður undirriti skjölin sem tryggja kjörforeldrunum að ekki birtist ein- hver einn góðan veöurdag og krefjist þess að fá barnið aihent á nyjan leik. Þess vegna var ég þarna bara og olst upp á barnaheimilinu. Hún leit til hans og brosti um leið og hann ók inn á bilastæöið hjá verslunarmiðstöðinni. — Þetta er sem sagt ævisagan min, og mér þykir leitt, aó eg skuli hafa verið að leggja það á þig að hlusta á hana, sagöi hún glaðlega. — Leggja á mig, mótmælti hann um leið og hann læsti biinum og gekk á eftir henni yfir að gangstéttinm. — Mer þykir gaman að fá að vita eitthvað um pig og starf þitt. — Taktu eitir, stuika góö. Ég hætti ekki fyrr en ég hei komiö þér i vinnuna aftur. — Nei, sagði hún einbeitt, og snéri sér við og lagði hond á handlegg hans þar sem þau stóðu fyrir framan versiunina. Þú mátt ekki gera neitt slikt. Þú verður að lofa mér þvi. Steve leit niður til hennar, og lagði höndina á hönd hennar. — Og hvað ætlarðu að gera, ef ég lofa þér þessu ekki? spuröi hann. Hún leit undan og var rauð i faman. — Ó, ég neita bara gjörsamlega að ræða við þig aftur, sagði hún fljótmælt. — Vel getur lika verið, að ég fleygi þér út úr húsnæðinu — leyfi þér ekki að búa hérna. — Skelíilegar hótanir eru þetta. Það verð ég að viðurkenna góða frú. — Steve, mér er alvara. Viltu gera það fyfir mig, að lofa að láta þetta kyrrt liggja, sagði hún i bænarromi, og óvænt ákefð var i rödd- inni, sem olli honum heilabrotum. —Jæja þá, ef þú vilt hafa það svo Andrea, sagði hann, en var greinilega ekki ánægður yfir að þurfa að láta undan. — Já, svona vil ég hafa það, sagði hún. Hún hélt höfðinu hátt, þegar hún gekk á undan hon- um inn um búðardyrnar. Hann náði henni fljótlega, tók innkaupakerr- una af henni og sagði glaðlegur i bragði: — Ég skal ýta, þú setur i kerruna. Andreu létti vegna þess að spennan var horf- in úr loftinu. Hún kunni vel tilfinningunni af að vera með 20 dollara i vasanum, en þeir áttu að nægja til þess að kaupa vistir til veislunnar og sömuleiðis eitthvað fyrir hana til þess að borða i næstu viku. Hún gekk fram og aftur um búð- ina og bætti nýjum og nýjum vörum i körfuna, og tók meira að segja ekkert eftir þvi, þegar karfan var orðin full og Steve fór og náði i aðra. Þegar þau komu að lokum að kassanum fór að fara um hana, þegar hún sá fingur stúlkunnar stimpla innhverja upphæðina af annarri, og að lokum sá út heildarupphæðina, 29 dollara og 78 cent. Hún stóð á öndinni, en snéri sér svo að Steve, eldrauð i framan af skömm. — Ég verð að skila einhverju af þessu aftur, sagði hún, en stúlkan við kassann horfði á hana siður en svo hlýleg i bragði. — Ég er ekki með nema tuttugu uollara. Steve dró upp veskið sitt og bætti tiu dollara seðli við tuttugu dollarana hennar, og stúlkunni á kassanum létti greinilega. — Ó, sagði Andrea miður sin, — Ég get ekki látið þig gera þetta. ♦ n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.