Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 2

Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 2
Lausn á bls. 15 Pennavinir Ég heiti Baldur Bragason, og mig langar til þess að skrifast á við stelpu eða strák á aldrinum 11 til 12 ára. A- hugamál eru tónlist, lestur og kvik- myndir. Vinsamlegast sendið mynd með fyrsta bréfi. Baldur Bragason, Unufelli 11, Reykjavik. Halló, Ég er 18 ára stúlka og mig langar til þess að skrifast á við stúlkur eða pilta á mlnum aldri. Ég hef áhuga á tónlist, bréfaskriftum, myndatökum, lestri og fleira. Ég skrifa ensku. Virpi Saarinen, Virtasalmentie 34, 35800 Mantta, Finland. Bréf hefur borist frá 16 ára pilti I Ghana. Hann óskar eftir pennavinum á Islandi. Áhugamál hans eru lestur, ferðalög, popptónlist, iþróttir og fleira. Zakari Adams, P.O. Box 1248, Suny- ani, Ghana, West-Africa. Tvitug stúlka i Malaysiu vill eignast pennavini á Islandi. Hún hefur áhuga á frimerkjum, póstkortasöfnun, orgel-® spili, gitarleik og söng. Nafnið er Jovita Lukas, KG. Malan- gangBaru, P.O.Box 138, Tuaran, Sab- ah, Federation of Malaysia. Lisbet Lucke Larsen, Fyrrevej 5, OK-4000 Roskilde, Danmark, óskar eftir pennavinum á íslandi á aldrinum 18 til 20 ára. Trúður í tunnu á vinsælum kúrekasýningum í Bandaríkjunum Robin Sindorf stundar nokkuð óvenjulega atvinnu/ að minnsta kosti í augum okkar íslendinga. Hún er svokallaður rodeo-trúður, en í Bandarikjunum, og þá sér- staklega þar sem mikið er um kúreka eru rodeo árviss viðburð- ur. Þetta eru skemmtanir og keppni, þar sem kúrekar leiða saman hesta sina og sýna listir á hestbaki og nautsbaki og keppa um það hver er beztur. Þegar Robin Sindorf var tvftug hafði hún tekið þátt i og unnið til verðlauna i fegurðarsamkeppni. Hún er 175 cm á hæð, dökkhærð og glæsileg, og flestir bjuggust við, aðhún endaði sem sýningarstúlka, en svo varð þó ekki. Hún varð fyrsti kven-rodeo-trúður Bandarikjanna. Hún komst fljótlega að raun um, aðþetta var siður en svo auðvelt starf. Enginn greinarmunur var gerður á trúðum eftir kynjum. — 1600 punda naut, sem kemur æðandi að þér lætur sig engu skipta, hvort trúðurinn er kona eða karl. Það er um að gera að gæta sin og verða ekki fyrir nautinu, segir trúðurinn. Robin vinnur með kærastanum sinum Doug Wylie hjá Flying U Rodeo, en það heldur sýningar að minnsta kosti 80 sinn- um á ári I Vesturrikjum Bandarikjanna. Hlutverk Robin og Dough er að draga at- hygli nautanna frá ktirekum, sem hafa ætlað sér að sitja nautin, en dottið af baki. „Nautabanarnir” eins og menn kalla þau Daugh og Robin æsa nautin þar til þau ráðast gegn þeim og gleyma kúrekunum, 2

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.