Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 5
TlU EFTIRL ÝSTAR KVIKMYNDIR Fjölmargar kvikmyndir, sem framleiddar voru á fyrri hluta þessarar aldar eru nú horfnar. í sumum til- fellum eru myndirnar á filmunum einvörðungu orðnar mjög daufar og fara dofnandi með hverju ári sem liður, en aðrar myndir hafa hreinlega brunnið upp, eða týnzt. Talið er, að helm- ingur þeirra mynda sem gerðar voru fyrir 1950 séu ekki lengur til. Þá er talið vfst, að 85% þöglu kvik- myndanna sé horfinn eða týndur. Undanfarin ár hafa menn lagt sig i framkróka um, að reyna aö endurbæta og laga og leita uppi horfnar myndir. Fjölda kvikmynda hefur þannig veriö bjargað frá glötun. Einnig hafa fundizt margar kvikmyndir, sem ekki hefur verið hægt að gera neitt við, vegna þess að myndin á filmunni hefur þegar verið orðin ónýt. Lawrence Karr vinnur að þvi að lag- færa gamlar kvikmyndir og þá meðal annars á þann hátt að færa gömlu eld- fimu filmurnar yfir á nýjar svo- kallaðar óeldfimar filmur. Þessar filmur eiga ekki að geta brunnið, og þar að auki hverfur ekki myndin af þeim með timanum, eins og gerzt hef- ur meö gömlu kvikmyndirnar. Audry Kupferberg er ekki siöur áhugasöm um gamlar kvikmyndir, en hún er kvikmyndasafnsvörður. Fyrir riimu ári fann hún gamla kvikmynd, og er mjög snortin yfir þessum fundi sinum. Myndin, sem hér um ræðir er ein þöglu myndanna og er frá árinu 1914. í henni leika Lillian Gish og Lionel Barrymore en ekkert hefur verið hægt að gera til þess að bæta hana eða lagfæra. Myndin var svo til alveg horfin af filmunni. Kupferberg var heppnari þegar hún fann aðra þögla mynd með Theda Bara. Sú mynd var Cleopatra frá ár- inu 1917. Þeir.sem helgað hafa sig leitinni að gömlum kvikmyndum, nota til þess aðferðir FBI, Bandarlsku alrikislög- reglunnar. Annað dugar ekki. Þegar veriö er að leita aö kvikmyndum eru valdar úr 10 myndir sem settar eru á lista „10 Most Wanted” (þær tiu eftir- sóttustu) rétt eins og þegar verið er að leita að eftirlýstum glæpamönnum. Ef svo einhverjar þessara tiu mynda koma f leitirnar er nýjum nöfnum bætt inn á listann. Listinn er birtur opinber- lega og margar gagnlegar upplýsingar hafa þannig borizt til leitarmannanna um það, hvar myndimar er að finna. Einu sinni hafði maður nokkur sam- band við Karr. Hann var eigandi gam- allar verksmiðju á Long Island I New York og hafði rekiö augun I auglýsingu þar sem auglýst var eftir gömlum glötuðum myndum. lljós kom, aðlverksmiöju mannsins höfðu staðiö ótal filmukassar fullir af kvikmyndum alltfrá árinu 1952. Þarna fann Karr m.a. teiknimynd eftir Walt Disney frá árinu 1922 og var hún I full- komnu lagi. Aöeins ein mynd með tali er á eftir- Kvikmyndin The Divine Woman meö GretuGarboer ein tíu eftirlýstra kvik- mynda sem kvikmyndasöfnurum þætti mikill fengur I að finna aftur. Þetta er eina Garbómyndin sem ekki er enn til. lýsta listanum. Það er söngvamyndin The Rogue Song frá árinu 1930. A listanum er einnig Frankenstein mynd frá 1910 og er talið, að það sé fyrsta kvikmyndin, sem gerð var um þessa hryllingspersónu. Aðeins ein Greta Garbo-mynd er á listanum. Það er The Divine Woman, og eina Garbó-mynd- in, sem týnzt hefur. Listanum yfir eftirlýstu myndimar er einvörðungu ætlaö aö gefa mönnum hugmynd um helztu og mikilveröustu myndirnar sem týnzthafa. — Við hefö- um getaö haft miklu fleiri myndir á honum, og listana mörgum sinnum fleiri. Þetta nægir I bili og gefur mönn- um hugmynd um þaö, sem glatazt hefur segir Karr aö lokum. Þfb t i CS T 1,5 4' 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.