Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 6
Kanína handa börnunum Þennan fallega bangsa, eða er þetta kannski kanina? getið þið búið til i fljótheitum handa litla syn- inum, eða litlu dótturinni, já eða þá barnabarninu. Þið byrjið með þvi að búa til tvo dúska, sem eiga að vera 4 cm i þver- mál. Þeir eru notaðir i haus og búk. Svo fáið þið ykkur hvitt og bleikt garn og prjöna nr. 3 1/2. Einnig þarf svolitið svart og blátt band til þess að sauma andlitið, og svartan filtdepil i nefið. Fullbúin á kaninan að verða ca 11 1/2 til 12 cm á hæð. Fæturna búið þið til á eftirfarandi hátt.-fjögur stykki úr hvitu garni og fjögur stykki úr bleiku. Byrjið með þvi að fitja upp þrjár lykkjur og prjónið slétt og aukið i eina lykkju beggja vegna á prjóninum i næstu umferð og i fjórðu umferð. Prjónið nú eina umferð brugðna og fellið svo af. Saumið sam- an eitt bleikt og eitt hvitt stykki. Troð- ið út með ullarflóka eða bómull, og saumið við búkinn eins og sýnt er á myndinni. Skottið á dýrið búið þið tilmeð þvi að fitja upp 7 lykkjur og prjóna tiu um- ferðir slétt og brugðið. Fellið af. Brjót- ið saman og saumið saman og troðið út. Saumið við búkinn. Eyrun, sem búin eru til úr tveimur hvitum og tveimur bleikum bútum eru þannig gerð. Fitjið upp fimm lykkjur og prjónið sex umferðir af sléttu og brugðnu. Fellið af eina lykkju hvoru megin i næstu umferð, og siðan skal prjóna þrjár umferðir slétt og brugðið. Prjónið saman þrjár lykkjur og gangið frá endanum. Saumið saman eitt hvitt stykki og annað bleikt, og festið við hausinn. Að lokum þurfið þið svo að setja svip á andlitið á kaninunni. Það gerið þið með þvi að sauma svört og blá augu og svartan munn. Klippið svo ofurlitinn filthring eða depil og saumið hann fastan i nefstað. Þar með er kaninan tilbúin. Dúskarnir, sem þið byrjuðuð á að búa til, eiga lika að vera hvitir og bleikir, en ef til dæmis er verið að gera þetta dýr handa strák má allt eins hafa þá i hinum sigilda bláa drengjalit, i staðinn fyrir bleika litinn. Allir aðrir litir koma að sjálfsögðu til greina, enda eru kaninur vist ekki almennt bleikar né bláar, svo eitthvað raun- verulegra getur allt eins vel gengið. Kafað í körfuna __Cv___________ Þú ættir ekki að vera að hafa áhyggjur út af hjart- anu/ það endist þér allt lifið. Menntun er ekki í því fólgin að læra heldur hversu miklu þú gleymir. Þegar maður er farinn að hafa aðstæður til þess að eyða tveimur klukkustund- um í morgunmatinn, þolir maður ekki að láta ofan í sig nema eittglas af mjólk. Margir trúa því í raun og veru/ að þeir verði fátæk- ari af því að aðrir verði rikari. Þeir einu/ sem eiga i erf ið- leikum með að eyða pen- ingunum sínum eru pen- ingafalsararnir. Kastaðuekki fræpokunum/ þeir geta hentað vel til þess að geyma í uppskeruna. Barnasálfræðingar hegna aldrei börnum sinum. Það er nægileg hegning að vera barn barnasálfræðings. Þegar gjaldkeri hverfur án skýringa þarfnast maður ekki skýringa. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.