Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 8
Að því er bezt verður séð liggur unga- barnið alheilbrigt I vöggunni, og sefur rd- legum svefni. Fáeinum augnablikum sið- ar án nokkurrar baráttu og stundum jafn- vel hljóðalaust er barnið dáiö. Dauðaor- sökin er það sem á ensku er kallaö Sudden Infant Death Syndrome, eða skyndidauði ungbarna. Fieiri börn innan við eins árs deyja af þessum sökum, en af nokkurri annarri kunnri orsök. Þetta banamein hefur oft veriö kallað manna á meðal „vöggudauði”, en bana- meinið er enn jafnmikil ráögáta lækna- vísindunum og það var endur fyrir löngu, þegar menn fóru fyrst að veita því at- hygli. Carolyn Szybis kynntist þessu fyrst jiersónulega áriö 1965. HUn hafði komiö 11 vikna gömlum synisinum Lawrence fyrir i vöggunni hans, boðið manni sinum og litilli dóttur góða nótt, og farið til sjúkra- hússins i' nágrenninu þar sem hún var slysavaröstofuhjúkrunarkona. HUn bjó þá i Chicago. Næsta morgun, þegar hún kom inn i barnaherbergið, lá sonurhennar liöið lik I 8 vöggunni. Szybis kvaldist af sorg, sektar- tilfinningu og jafnvel löngun til þess aö svipta sig li'finu, en slikt mun almennt meðal foreldra barna, sem dáið hafa „vöggudauða”. Carolyn sneri sér nú aö þvi að setja á stofn enn eina deild SIDS-samtakanna, samtaka.sem tileruum öll Bandarikin og reyna að komast að ástæðunni fyrir þess- um skyndilega dauða ungbarna. Nú orðið er hún framkvæmdastjóri samtakanna, og I þei m eru 57 deildir i 35 rikjum Banda- rikjanna. Hún ferðast um landið og heldur fyrirlestra og ræðir við foreldra barna, sem dáiö hafa með sama hætti og sonur hennar. Carolyn Szybis og eiginmaöur hennar Tony, sem er lyfjasölumaður búa i Chi- cago með dóttur sinni Lorraine, 16 ára, og syninum Gerald Patrick, 10 ára, sem fæddist fjórum árum eftir að Larry dó. Carolyn er rúmlega fertug og segir hér frá þvi sem menn hafa lært nýtt um „vöggudauðann” undan farin ár auk þess sem hún segir frá eigin reynslu eftir að sonur hennar dó. HVAÐ VELDUR , VÖGGUDA UÐA ” UNGBARNA ? — Vita menn hverjar eru orsakirnar fyrir þessum skyndidauða ungbarna? — Nei. Menn kalla það Sudden Infant Death Syndrome, þegar ungbarn deyr, og ekki er vitað um neina ástæðu fyrir dauðanum. Barnið hefur verið fullkom- lega heilbrigt þar til það deyr skyndilega. Við höfum ekki getað fundið neina skýr- ingu á þessum dauða, en aðeins gefið hon- um þetta nafn. — Hversu mörg lif tekur SIDS árlega? — Við vorum vön að segja að þau væru um 25 þúsund á ári, eöa að eitt barn af hverjum 350 lifandi fæddum létist af þess- um ástæðum. Nú er talan sögð vera 6000 til 7000 á ári, eða eitt af hverjum 500 lif- andi fæddum börnum. — Þýöir þetta þá, að eitthvað hafi áunn- izt í baráttunni gegn þessu banameini? — Astæðan er eiginlega betri foreldra og fæðingargæzla i landinu. Dánartala ungbarna hefur iækkað mikið og mæður ala nú færri börn en áður. Svo er lika hætt að tala um SIDS sem banamein i skýrsl- um I tilfellum sem áður voru ranglega flokkaðar undir þetta. — Hvaða börn eru lfklegustu fórnar- lömbin? — Venjulega eru börnin, sem deyja „vöggudauða” á aldrinum frá eins til 7 mánaða, en þó getur SIDS einnig lagt að Carolyn Szybis horfir hér á þriggja mán- aða gamait barn á Barnaspitaianum i Chicago. Við barnið er tengdur gangráð-' ur, sem gerir viðvart, ef barnið hættir skyndilega að anda. velli börn sem eru 1 eða tveggja daga og allt upp I 5 til 6 ára. Þetta er heldur al- gengara meðal drengja en stúlkna. Oðru og þriðja barni er hættara við SIDS en fyrstfædda barni hverra hjóna. AusturlandabUar virðast ekki verða eins mikið fyrir þessu og aðrir, en aftur á móti er hættan meiri meöal svartra og Indiána i' Bandarikjunum, heldur en meðaltal dauösfallanna hjá þjóðinni i heild gefur tilefni til að ætla. Það sem annars má telja sameiginlegt með þeim börnum, sem deyja af SIDS er að þau eru mjöglétt við fæðingu, fæðast fyrirtimann eru i B-blóöflokki. Annars er alls ekki hægt að segja fyrir um eöa gefa nokkur ákveðin dæmi sem nota má sem spá um það sem framundan kann að vera. Ekkert eitt af þvi sem hér hefur verið talið upp má nefna sem ástæðu i svo mikið sem 50% dauðsfallanna. — Er SIDS sjúkdómur hinna fátæku? — Það hefur oft verið sagt, en er algjör- lega rangt. Sum fórnarlömbin koma frá Hér situr Szybis fjölskyldan og spilar Matador. Carolyn segir, aö erfitt hafi ver- ið að komast yfir fyrstu mánuðina eftir dauða Larrys. fjölskyldum, sem hafa ekki eins mikið að bita og brenna og aðrir. Samkvæmt at- hugunum virðist barn, sem sextán ára ógift móðir elur inni i miðborginni, frem- ur eiga þennan dauðdaga yfir höfði sér en önnur börn. Liklega væri hægt að lækka ungbarnadauðatilfelli þessi um þriðjung, ef hægt væri að tryggja að mæður fengju rétta meöferð og öll börn fæddust i réttu umhverfi, ef kalla má það þvi nafni. En þetta er einungis niðurstaða eins visinda- manns, sem rannsakað hefur þennan skyndidauða ungbarna. Ekkert bendir til þess að barn velstæðra foreldra, sem fæð- ist á réttum tima og er með eðlilega fæðingarþyngd geti ekki dáið af þessum ungbarnadauða eins og hvert annað barn. — Er það rétt, að fullkomiega heilbrigð og eðlileg börn geti dáið þessum,,vöggu- dauða”? — Flestir visindamenn eru nú komnir á þá skoðun, að þessi börn séu ekki i raun og veru eðlileg. Það sem að þeim er er hins vegar ekki neitt augljóst, og kemur ekki I ljós við alla venjulega læknisskoðun. Eðli- leg börn ættu einfaldlega ekki aö deyja. — Hvað getur verið að? — Við vitum nú til dæmis, aðhjá um þaö bil 4% vöggudauöabarnanna má finna ungbarnaeitrun, sem getur valdið þvi, að börnin kafna. Þarna er ekki um að ræða börn, sem illa er hugsað um, né heldur að þeim sé gefiö að borða með óhreinum mataráhöldum. Þau virðast einungis bregðast við á sérstakan hátt i eitrunartil- fellum, sem alls staðar geta verið fyrir hendi. Venjulega finna visindamenn vökva i lungum þeirra, og merki um smit- Donald og Gina Welch i Omaha misstu son sinn Hichard úr SIDS. Þau voru grun- uð um að hafa kvaiið barn sitt tii dauða. Gina var siöan sýknuð af manndrápi. un, ofurlitla blæðingu I brjóstholinu eða bólgu i öndunarfærunum. Einnig hefur komið fyrir, að fundizt hafi veikir blettir I heilanum, sérstaklega i þeim stjórnstöð- um, sem önduninni stjórna. Eins og þetta bendir allt til, er um einhverja galla að ræða varðandi öndun barnanna. — Hvers konar öndunargaliar eru venjulega samfara SIDS? — Rannsóknir sýna, að fyrir kemur að börnin eiginlega „gleyma” að anda. Ekk- ert óeðlilegt er við það, aö ungabarn andi Hér liggur Larry Iitli I rúminu sfnu. Hanní*'; do' árið 1965, þegar hann var tveggja ' mánaða. Til fóta I rúminu situr Lori systir hans. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.